Réttur


Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 66

Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 66
í dag. Sem húsfreyja á stóru og erfiðu heimili háði hún af prýði þá hetjubaráttu, sem íslenskar hús- mæður hafa löngum háð í þessu landi, án þess að dáðum þeirra væri sérstaklega á lofti haldið á spjöldum sögunnar, að seðja svanga munna af knöppum aflafeng og veita aðra aðhlynningu af knöppum efnum, en halda að auki uppi íslenskri gestrisni af fullri rausn. Að auki gerðist hún stjúp- móðir að stórum barnahóp og ég efast um að nokkur hafi leyst það erfiða hlutverk af hendi af annarri eins prýði. Þetta mætti nú þykja ærið ævi- starf. En Hólmfríður á Arnarvatni lét ekki baslið smækka sig. Hugsjónir aldamótakynslóðarinnar áttu sannarlega hug hennar og hjarta. Auk þess að vera mikilvirkur þátttakandi i félagslífi sinnar sveit- ar, tók hún sér fyrir hendur að heimta mannréttindi til handa þeim helmingi þjóðarinnar, sem ekki hafði notið þeirra, — íslensku konunnar. Ekki svo að skilja, að hún væri þar ein að verki, en framarlega stóð hún I þeirri baráttu, og mikið eiga kynsystur hennar , svo og þjóðin öll, henni að þakka á því sviði. Því verður ekki á móti mælt, að Hólmfríður og tvíburabróður hennar, Jón Gauti, sem við fylgd- um hér til grafar fyrir tæplega hálfu öðru ári, settu svip sinn eftirminnilega á mannlíf og sögu þessa byggðarlags. Það stendur stórt skarð ófyllt og vandfyllt, þegar þau eru bæði horfin. En þó við dáumst að þrótti og áræði brautryðj- endanna frá aldamótunum, þá er hitt meira um vert hvernig þeir brugðust við, þegar á móti blés. Því að á hinu bjarta vori kom siðar vorhret, svo sem löngum vill við brenna á Islandi. Tvennar villi- mannlegar styrjaldir svívirtu göfugar hugsjónir alda- mótakynslóðarinnar. Sérhyggja og öfugsnúið gild- ismat sóttu I kjölfarið. En I öllum þeim gjörninga- hríðum, þegar mörgum var villugjarnt, misstu þessi systkini aldrei áttir. Það sló aldrei fölskva á hug- sjónir þeirra. Ég sagði áðan, að brautryðjendur alda- mótanna hefðu fengið eftirkomendum sínum í hend- ur hinn dýrmætasta arf. Hverjum þeim, er við tekur er vandi á höndum. Væri það nokkur fjarstæða, að nú á þessari kveðjustund hægðum við ögn ferð- ina eitt andartak í því blinda kapphlaupi sem við heyjum dag hvern um imynduð veraldargæði, og hugleiddum hvernig við gætum arfsins dýra, sem bjartsýnismenn aldamótakynslóðarinnar fengu okk- ur í hendur? Erum við ekki í óða önn að grafa það pund í jörðu, sem okkur var trúað til að varðveita? Köstum við ekki fjöregginu góða, sem þau trúðu okkur fyrir, helst til ógætilega á milli okkar i þeim skessuleik, sem við heyjum í dag, og hefir það helst að markmiði, að hver hrifsi til sín sem mest hann má af þvi sem hugurinn girnist. Hins mætt- um við líka minnast, að það sem við höfum best gert grundvallast á hugsjónum aldamótakynslóðar- innar. Er það ekki sannast méla, að vorhretið sé ekki enn um garð gengið? Ég hef gerst svo djarfur, að stiga hér fram að kistu Hólmfríðar á Arnarvatni með mín fátæklegu kveðjuorð. Ég geri það að sumu leyti sjálfum mér til hugarhægðar, því mér finnst að ég eigi henni persónulega nokkra skuld að gjalda. Ég átti þvi láni að fagna sem unglingur og fulltíða ungur mað- ur, að vera tíður gestur á hennar heimili og tengjast vináttuböndum börnum hennar og stjúpbörnum, er þar voru heima, svo og henni sjálfri. Þau bönd hafa ekki rofnað, þótt árin líði. Mér varð snemma starsýnt á höfðinglegt yfirbragð þessarar konu, hreifst af gáfum hennar, af mildi hennar, samfara þeirri síungu baráttugleði, sem einkenndi hana, fyrir því sem hún taldi sannast og réttast. En þótt hún væri afdráttarlaus í skoðunum um þau mál, sem hún lét sig varða, en þau voru mörg, þá var heiðarleiki hennar slikur, að ég efast um að hún hafi borið kala til nokkurs samferðamanns, þótt málefnalegur andstæðingur væri. En mest dáðist ég að því hversu hún gerðist þátttakandi i orðræðum okkar, unga fólksins, sem jafningi og félagi, þótt þekkingu og lífsreynslu hefði hún vitanlega fram yfir okkur. Slíkra samferðamanna er gott að minn- ast. Það er sjálfsagt ekki ástæða til að láta sér bregða, þó gömul kona fái hvíldina. Það er lífsins gangur og tjáir ekki um að fást. En þótt aldurinn væri hár, þá fannst mér, þegar ég hitti hana síðast núna rétt eftir jólin, að hún væri jafn ung í anda og þegar ég man hana fyrst. Og á þessari kveðjustund finnst mér sem kviði haustsins steðji að huga mínum, dimmar nætur, sölnandi grös. Ég mun ekki á þessari stundu leiða neinum getum að því hvað felst I gerðum hins „slynga sláttumanns", sem Hallgrímur Pétursson talar um I útfararsálmi sínum. Það gera aðrir, sem eru minni efasemdamenn en ég í þeim efnum, og telja sig vita betur leyndardóma tilverunnar. En hitt veit ég til sanns, að „orðstír deyr aldregi, hveim sér góðan getur." Þar fær gröf og dauði engu um breytt. Að leiðarlokum þökkum við af alhug samfylgdina, og far þú nú heil og sæl, Hólmfríður á Arnarvatni. 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.