Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 69
MET í MANNDRÁPUM
Heimsvaldastefnan — imperíalisminn —
hefur gert 20. öldina að mannskæðustu öld
veraldarsögunnar. Löngum hafa stríð verið
háð hjá mannkyninu, en öll fyrri stríð líta
út sem skærur í samanburði við þá stóriðju
í manndrápum, sem auðmannastéttir heims
hafa rekið á 20. öld og grætt drjúgum á.
Talið er að fallið hafi í styrjöldum, sem hér
segir:
á 17. öld 3,0 miljónir manna
á 18. öld 5,2 miljónir manna
á 19- öld 5,5 miljónir manna
á 20. öld 65,0 miljónir manna
Það munar auðvitað mest um heimsstyrj-
aldirnar tvær. En það hefur heldur ekki verið
friður eftir 1945. Um 100 stríð hafa verið
háð síðan eða eru enn háð og það í 61 landi
alls, þar sem meir en helmingur mannkyns-
ins lifir: 47 staðbundin stríð eða bardagar
í Asíu, 27 í Afríku, 23 í Ameríku.
Þegar frá eru skilin múgmorð þýska nas-
istahersins í síðustu heimsstyrjöld, þá er met-
ið í morðum hjá Bandaríkjaher.
Mesti glæpur síðan heimsstríði lauk er
ellefu ára árásarstríð þess hers gegn þjóð
Víetnam. Flugmenn Bandaríkjahers vörpuðu
yfir Víetnam 314 sinnum meira sprengju-
magni, en kastað var á alla Evrópu í síðari
heimsstyrjöldinni. 29. des. 1972 reit „Times"
í Lundúnum að sprengjumagn þetta samsvar-
aði 300 sprengjum af þeirri gerð, er Banda-
ríkjaher varpaði á Hiroshima. 28 miljónir
gíga mynduðust í Víetnam við sprengjur
þessar. Tala dauðra og særðra meðal
íbúa Suður-Víetnam er að áliti amerískrar
þingnefndar 1, 35 miljónir á tímabilinu 1965
til 1972. Fram að 1969 voru 25 þúsund börn
myrt og 750 þúsund limlest. Á árinu 1971
voru alls 125 þúsund börn drepin í Suður-
Víetnam með amerískum sprengjum, nap-
almsprengjum og eiturgassprengjum.
69