Réttur


Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 6

Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 6
Tólffótungur Þegar loks á að taka leikritið Minkana10 til sýningar hér í Reykjavík, nánar tiltek- ið á fjölum Iðnó, væri ekki úr vegi að kynna lesendum Réttar nýjasta leikrit Erlings E. Halldórssonar, sjónvarpsleik- ritið Tólffótung. Leikritið fjallar m.a. um konuna — hið frjósama kvendýr hjónabandsins. Höfundur tekur þetta viðkvæma nútímavandamál sterk- um og róttækum tökum. Einnig kynnumst við hinum innantóma auglýsingaheimi borg- arbúans, gróðabralli, spillingu þess og af- leiðingum. Hvernig við borgarbúar erum firrtir snertingu við hina lifandi náttúru, hvernig við erum umkringdir dauðum hlut- um — sönkum þeim m.a.s. að okkur —■ uns við sjálf erum eins og dauðir hlutir án alls skapandi afls. Sjá grein Soffíu GuSmundsdóttur í Rétti 1972, 2. hefti. Verkið er þrungið andstæðum og sterkum, áhrifaríkum endurtekningum og líkingum. Eftir því sem lesandinn skynjar leikritið meira myndrænt — sér myndirnar betur fyrir sér — þeim mun áhrifameira verður það. Hjónin Ketill og Þóra hafa verið gift í 32 ár (?) og eiga þrjár uppkomnar dætur. Þóra hefur fórnað sér fyrir börnin: „Vegna barnanna allt — allt vegna barnanna". Milli Ketils og hennar er ekki lengur neitt andlegt samband, nema þá helst er atvik frá fyrstu sambýlisárum þeirra rifjast upp. Þóra er mestrar athygli verð að mínu áliti. Hún gerir sér grein fyrir innantómu lífi sínu, óraunveruleikanum: „Hún horfir án þess að sjá." Henni er ljóst að einna helst líkist hún dauðum hlut, ef til vill mest posm- línshundinum í stofunni. Arstíminn er jólin — þessi hátíð kaup- manna — sviðið iðandi mannlíf stórborgar- innar. Mynd Bellinis af Madonnu og svein- barninu er hrópandi andstæða umhverfisins annars vegar og hins vegar tákn konunnar sem móður — móðurhlutverkið sem æðst alls. Ketill er þessi venjulegi, leiðinlegi eigin- maður. Þó hefur hann tómstundagaman — hann safnar stígvélum! Og það hvarflar að lesandanum, hvort það sé nokkuð verra en að horfa á fótbolta allar stundir, safna frí- merkjum eða öðru álíka. Tillitslaust brask hans er einkennandi fyrir hið kapítaliska þjóðfélag, sem við hrærumst í, hið frjálsa framtak einstaklingsins. Ketill er fullur sjálfs- ánægju sbr. ræðu hans á aðfangadagskvöld: „Mitt mesta lán í lífinu er að hafa kunnað að meta mitt lán ... stoð mína og styttu: konuna mína, og börnin mín ...." Hvað skyldi aumingja Þóra hafa þurft að hlusta á þessi orð oft? Þóra fullnægir öllum ytri skilyrðum — reynir að sætta sig við lífið í þessari mynd 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.