Réttur


Réttur - 01.01.1974, Síða 29

Réttur - 01.01.1974, Síða 29
 'l ^ x-dflMj Morðingjar Rósu Luxemburg og Karls Liebknechts. I MORÐINGJA GREIPUM 15. jan. 1919 voru tveir bestu leiðtogar þýska Kommúnistaflokksins, Karl Liebknecht og Rósa Lúxemburg, myrt af þeim herforingjaskríl, er óð uppi í Berlín í skjóli rík- isstjórnar sósíaldemókrata. Wilhelm Pieck (1876—1960), sem var forseti Þýska alþýðulýðveldisins frá 1949 til dauðadags, var ásamt þeim einn af bestu leiðtogum flokksins. Það skall hurð nærri hælum að hann væri myrtur líka. Hér fer á eftir frásögn af þvi, skráð af Walter Bartel, baráttufélaga þeirra, (Þýðing E. Á.). Að kvöldi dags 15. janúar 1919 var Wilhelm Pieck á leið til leynilegs aðsetursstaðar þeirra Karls Liebknecht og Rósu Luxemburg í Berlin-Wilhelms- dorf, Mannheimstræti 43. Hann ætlaði að sýna þessum forustumönnum kommúnistaflokksins nýja nafnskírteinið sitt — sem var alls ekki frá lög- reglunni — og færa þeim um leið nýjustu töluþlöð- in af „Rauða fánanum", hinu bannaða málgagni miðstjórnar Kommúnistaflokks Þýskalands. Áður en hann kom að húsinu gáði hann í allar áttir til að fullvissa sig um, að honum væri ekki veitt eftirför. Ekkert grunsamlegt var að sjá, og hann gekk upp tröppurnar og hringdi, á þann hátt sem um var talað. Það er óðara opnað og 29

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.