Réttur


Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 71

Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 71
Ekki hjálpar Alþjóðabankinn til að rninnka þennan mismun. A tímabilinu 1966 til 1970 lánaði bankinn 535 milljónir doll- ara á ári að meðaltali til 72 þróunarlanda. A sama tímabili urðu þessi lönd að greiða hon- um 427 miljónir dollara í vexti og afborg- anir. Þannig fengu þessi vanþróuðu lönd raunverulega aðeins 108 miljónir dollara á ári frá bankanum og hvað 21 af þessum löndum snerti, þá fengu þau ekkert, heldur urðu bara að borga. PERSÍA I Persíu (Iran) er kúgun keisarans og að- alsins ægileg. Rúmar þrjár miljónir bænda eru í landinu, en þriðjungur þeirra á engan jarðarskika. Aðstreymið til bæjanna er því mikið, en kjör verkamanna enn verri en bændanna. Jafnvel þeir verkamenn, er hæst laun hafa og vinna hjá erlendu alþjóðahring- unum, hafa aðeins 200 ísl. krónur á dag. Arið 1971 voru launin hækkuð um 10%, en þá hafði dýrtíðin tvöfaldast. I mörgum vefnaðarverksmiðjum, sem framleiða persnesk teppi, er meirihluti vinnu- aflsins konur og börn, sem vinna allt að 14 klukkustundir á dag. Ollum kröfum um kjarabætur er svarað með vægðarlausum refsiaðgerðum: Arið 1971 voru 19 verkamenn í vefnaðar- verksmiðju skotnir af því þeir fóru fram á að laun væru greidd samkvæmt samningi. í háskólanum hefur verið nokkur mót- mælahreyfing gegn kaupum á amerískum vopnum og kröfur um þjóðnýtingu olíunnar. Svarið var kúgun, bara í Tabriz-háskólanum voru 16 stúdentar skotnir. Vinstri menn eru ofsóttir og pyndaðir. Bara á þrem mánuðum síðasta árs (mars- maí) voru 28 stjórnarandstæðingar dæmdir af herrétti og skotnir. Allt er þetta eftir góðri amerískri fyrir- mynd: 1953 var að undirlagi CIA — banda- rísku njósnastofnunarinnar — valdarán fram- ið, Mossadegh steypt af stóli, af því hann vildi þjóðnýta olíulindirnar, sem voru í eigu útlendu auðhringanna, — og bara á einni nóttu, 24. ágúst, voru 300 manns drepnir. Síðan eru svörin álíka við öllum mótmælum, td. í maí 1963, þegar kennarar, stúdentar og verkamenn efndu til mótmæla og 2000 voru drepnir aðeins í Teheran. ALÞJÓÐAHRINGARNIR Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að al- þjóðahringar, sem hafa fyrst og fremst að- setur í Bandaríkjunum, áttu 268 miljarða dollara í reiðu fé sem varasjóði síðasta ár. Það er álíka fúlga og allir fjársjóðir Bret- lands, Vestur-Þýzkalands, Frakklands og Belgíu samanlagðir. Sem dæmi um féflettingu þessara auð- hringa má nefna eftirfarandi: 200 slíkir eru að verki í Suður-Ameríku. Síðasta ár fjárfestu þeir þar 15 miljarða dollara, en fluttu út 19 miljarða dollara af þeim gróða, er þeir afla sér þar. Sem dæmi um aðferðir þeirra til að hafa áhrif segir franska blaðið l’Express frá því, einkum um ITT, hvernig þessir alþjóðahring- ar hafi háttsetta menn launaða í þjónustu sinni, til þess að hafa áhrif á ríkisstjórnir og nefnir meðal annara: Eugene Black, fyrrv. aðalforstjóra Alþjóðabankans, Trygve Lie, fyrrv. utanríkisráðherra Noregs og aðalritara Sameinuðu þjóðanna og Paul Henri Spaak, fyrrv. forsætis- og utanríkisráðherra Belgíu. 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.