Réttur - 01.01.1974, Page 70
Fleiri Nato-ríki reyna að ná meti Banda-
ríkjanna, forusturíki Natos í múgmorðum,
en tekst auðvitað ekki.. Nato-ríkið Portúgal
er mjög iðið við múgmorð í Angola, Mosam-
bik og Guinea-Bissau og fær napalmsprengj-
ur og önnur vopn frá félögum sínum í
Atlandshafsbandalaginu: Vestur-Þýzkalandi,
Frakklandi, Englandi.
Auðhringar þeir, er vopnin selja, græða
60% á vopnasölunni til ríkjanna. Það er
skiljanlegt að þessir voldugu vopnahringir
sjái um að þessari stóriðju sé haldið áfram.
Þessir „kaupmenn dauðans" eru ekki fyrir
ekki neitt voldugustu atvinnurekendur auð-
valdslandanna.
Natoríkin hafa fram til þessa eytt næst-
um tveim biljónum dollara í herbúnað og
stríð. Það væri hægt að útrýma allri neyð
á jörðinni fyrir þá upphæð: Þær 375 miljónir
manna, sem nú eru á takmörkum hungur-
dauðans, þyrftu ekki lengur að svelta. Milj-
ónir manna, sem hvorki kunna að lesa né
skrifa, gætu öðlast menntun, sjúkdómum
mætti útrýma. Fyrir 100 miljarða dollara,
brot af þessari upphæð, mætti byggja 30
miljónir nýtísku íbúða eða 450 þúsund skóla.
Imperíalisminn er höfuðbölvaldur mann-
kynsins í dag. Og Bandaríkin eru forusturíki
70
hans í kúgun og manndrápum — Og þess-
um aðilum vilja ýmsir ofurselja Island.
MISSKIPTING
Arið 1949 höfðu % hlutar mannkyns, er
búa í vanþróuðum löndum heims 15% af
heildartekjum mannkynsins. Voru meðaltekj-
ur þessara tveggja þriðjunga 55 dollarar á
mann, en í stóriðjulöndunum voru meðal-
tekjur 633 dollarar eða IIV2 faldar á við
hinar.
Frá 1950 til 1968 var meðal hagvöxtur
á ári í vanþróuðum löndum (Kína, Norður-
Vietnam og Norður-Kórea ekki talin með),
2,4% samkvæmt skýrslum Sameinuðu þjóð-
anna, — í stóriðjulöndum kapítalismans
3,2%, í Sovétríkjunum og öðrum sósíalistísk-
um löndum Austur-Evrópu 6,6%.
M. G. Mueller við háskólann í Glasgow
álítur að 1969 myndi með sömu hagvaxtar-
hlutföllum meðaltal tekna (miðað við verð-
lag 1949) í vanþróuðu löndunum vera 90
dollarar á mann á ári, í auðvaldslöndunum
1037 dollarar. Þannig myndi mismunurinn,
sem var 578 dollarar árið 1949 vera orðinn
947 dollarar 1969-