Réttur


Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 28

Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 28
Það var all hljótt um Smrkovsky eftir þetta. Hann var áfram í Prag, veikur maður, mun hafa þjáðst af krabba. En hann beygði sig aldrei og hélt áfram til síðustu stundar að vinna að því að horfið væri aftur inn á þær brautir, sem samræmdust hugsjón sósíal- ismans og frelsisþrá vinnandi stétta handa og heila. Svo segir vestur-þýska tímaritið „Spiegel" frá (24. des. 1973), að Smrkovsky hafi ritað Brézjnéf bréf og afhent í sovéska sendiráðinu í Prag, þar sem hann fékk góðar viðtökur, — er fullyrt að tillögur hans um gerbreytingu til bóta mæti skilningi ýmissa forustumanna flokksins í Moskvu. Ymsir telja ekki vonlaust að viðurkennt verði að mikilla breytinga sé þörf. Smrkovsky hefur því ef til vill dáið í þeirri trú að sigur væri ekki eins langt framundan í sósíalistískri frelsisbaráttu eins og margir hafa óttast. ★ Síðan þetta var skrifað barst okkur í hend- ur það, sem L’Unita, blað ítalska Komm- únistaflokksins ritar um Smrkovsky og fylgir útdráttur úr því hér með. Blaðið rakti ævi- atriði hans, en segir svo um tímabilið eftir 1967: Smrkovsky „var einn af fremstu mönnum tékkoslóvakisku kommúnista- og verklýðs- hreyfingarinnar. Hann helgaði allt starf sitt og fjörutíu ár lífs síns þeirri hreyfingu". „Smrkovsky varð einn nánasti samverka- maður Dubceks, aðalritara flokksins. Hann var í æðstu stjórn flokksins og forseti þjóð- þingsins. Hann tók þátt í ýmsum fundum með kommúnistaflokkum sósíalistísku land- anna og fór — eftir hina vopnuðu innrás 21. ágúst — ásamt öðrum foringjum „hinnar nýju stefnu" til Moskvu, til þess að verja lögmæti og réttmæti stefnu þeirrar, er Kommúnistaflokkurinn og ríkisstjórnin höfðu fylgt." „Eftir að „ný stefna" hafði verið knúð fram, var frá janúar 1969 smámsaman farið að setja Smrkovsky út úr áhrifastöðum. Hann var settur af sem þingforseti, — gerður vara- forseti um tíma, — settur út úr miðstjórninni, í desember 1969 var hann látinn hætta sem þingmaður og loks rekinn úr flokknum. Um þetta leyti veiktist hann og var marga mán- uði á sjúkrahúsi. Þá var ráðist mjög á hann í hinum ýmsu fjölmiðlum. I viðtali sem ítalska vikuritið „Vie Nuove" átti við hann í september 1971, sagði hann: „Líf mitt nú takmarkast við einkamál, bækur og hugleiðingar. Oll félagsleg sam- bönd takmarkast af þeirri staðreynd, að hver sá, sem tekur upp samband við mig, á of- sóknir á hættu." Ennfremur ritar „Wiener Tagebuch" um Smrkovsky og segir m.a. þetta. „Hann var ekki aðeins einn af vinsælustu brautryðjendum „vorsins í Prag", sá maður, er andaðist nú 15. janúar. Hann var sú manngerð byltingarsinnaðra verklýðsleiðtoga, sem nú fer fækkandi." ... — „Hann lét sér ekki nægja að taka á móti hyllingu fjöldans, er fram hjá gekk ræðupalli, heldur ræddi við alþýðu í beinni snertingu við hana, án alls lífvarðar, hvort sem var í Fucik-garðinum eða „gamla borgar-torginu". Svo miklar voru vin- sældir þessa hreina byltingarmanns að síðasta árið höfðu fulltrúar hernámsveldisins sam- band við hann í þeirri von að fá Smrkovsky til einhverskonar samstarfs, er veitt gæti rík- isstjórn landsins traust." 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.