Réttur


Réttur - 01.01.1974, Qupperneq 61

Réttur - 01.01.1974, Qupperneq 61
bærar og var þeim loka5 í stórum stil en dýrum áformum um uppbyggingu kjarnorkuvera stungið undir stól og gefin upp á bátinn. Þannig hafði lang- varandi olíuverð gert ríkisstjórnir grandvaralausar. Þetta olíuflóð stóð til 1970/1971 en þá fór að bera á olíuskorti og fóru þá olíuhringarnir að hugsa til hreyfings. Þegar Gaddafi Líbýjuforseti þjóðnýtti dreifingarfélög olíu og dróg úr framleiðslu um helm- ing um leið og hann hækkaði verðið, mótmælti eng- inn bandarískur diplómat, eru þeir þó ekki vanir að sitja hjá þöglir í slikum málum. Orsökin er augljós. Stærsta fórnardýr Gaddafis var Occidental Petr- oleum Co., en það félag hafði árum saman undir- boðið stóru olíuhringana á evrópska og ameríska markaðnum og rakað saman auðæfum. Þetta félag fann enga náð hjá verndurum hins frjálsa framtaks. Þar sem olíuhringarnir ráða yfir öllum millistigum framleiðslunnar allt frá borun til smásölu er auðvelt að veita verðhækkuninni áfram og láta neytandann borga, að sjálfsögðu með myndarlegum aukagróða. Þeim reyndist líka fyrirhafnarlítið að bæta sér upp gengisfellingu dollarans. i sumum arabalöndum tókst olíuhringunum m.a.s. að fjármagna stórauknar fjárfestingar sínar með peningum, sem þeir höfðu sjálfir greitt olíuhækkunina með en fengið siðan að láni hjá þessum ríkjum. Gagnvart slíkum staðreyndum er ekki annað að sjá en hinir stóru amerísku hringir hafi með öllum sínum olíumiljörðum fyrir löngu tryggt sig gagnvart þeim tíma, þegar olían verður þrotin. Þeir hafa yfir- ráð yfir helmingi af öllu úraníum heimsins og meir en einum þriðja af kolabirgðum Bandaríkjanna, en vinnsla þeirra er aftur orðin arðbær vegna olíu- verðsins. Hér hlýtur spurningin um hlutverk stjórnarinnar í Washington i þessum samblástri olíuhringa og olíuframleiðslulanda að vakna. Hvað kemur þetta henni við? Japanskir og vestur-evrópskir samkeppnisaðilar fengu sína olíu á miklu lægra verði en Bandaríkin. Meðan bandarískur neytandi borgaði 4 dollara á tunnu greiddi evrópubúinn 2 dollara. Megnið af arabísku olíunni fór til síðarnefndra aðila. Þessi verðmunur kom m. a. fram í óhagstæðum viðskipta- jöfnuði Bandaríkjanna, og erfiðri samkeppnisað- stöðu á erlendum mörkuðum. Héðan kemur áhugi bandarísku stjórnarinnar. Hvort sem hér er um að ræða samantekin ráð olíuframleiðenda og auðhringa eða eingöngu vit- orð, skiptir ekki meginmáli. Hitt er þegar augljóst, að samkeppnisaðstaða V-Evrópu og Japans gagn- vart Bandaríkjunum hefur versnað að stórum mun, auk þess sem Bandaríkin hafa sannað pólitiskt og efnahagslegt forræði sitt í heiminum. Fyrir Sovét- ríkin þýðir þetta meiri pólitiska einangrun og skert- ara áhrifasvið. Einkum mun þetta hafa ófyrirsjáanlega erfiðleika í för með sér fyrir Efnahagsbandalagið. Hækkaður framleiðslukostnaður, vandamál vegna dýrrar olíu og e. t. v. oliuskortur auk þeirrar pólitisku og efna- hagslegu ögrunar þessa mjög svo samkeppnishæfa aðila, Bandarikjanna. 1 Hér er viða stuðst allnáið við grein í „links" sozi- alistische Zeitung nr. 50, 1973. - M. a. stuðst við greinar f „politisk revy" Nr. 233. Auk þess notaðar heimildir úr Der Spiegel, Frank- furter Rundschau og The Economist. 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.