Réttur


Réttur - 01.01.1974, Page 42

Réttur - 01.01.1974, Page 42
Svipmynd frá Berlín 1945. um þýzk-fluttrar ræðu Franks,* fulltrúa Kommún- istaflokks Tékkóslóvakíu — hann var varamaður Slanskys aðalritara flokksins, — því 1945 var ekki gott að mæla á þýzku í Tékkóslóvakíu nema við nána félaga. En látum hér staðar numið — ella leiddu endur- minningarnar of langt. * Josef Frank var ásamt Rudolf Slansky dæmdur saklaus til dauða í ofsóknarréttarhöldunum gegn ágætum kommúnistum í Tékkóslóvakíu 1952 og tekinn af lífi ásamt tíu öðrum félögum 3. des. 1952. IV. Kraftaverkið, sem hafið var i rústum Berlínar 1945, hefur tekizt. Það er stolt þjóð, sem litur nú á verk sín eftir aldarfjórðungstilveru DDR. Þýzka alþýðulýðveldið er nú 10. mesta iðnaðarland heims. Lífskjör alþýðu í landinu eru hin beztu í sósíalistísku ríkjunum. Æskan er nú full trúar á framtíðina, í íþróttum Ólympíuleikja skipar hún sér við hlið risaveldanna. SED —hinn sósíalistiski sameiningarflokkur Þýzka- lands — hefur haft forustuna um þessa nýsköpun lands og þjóðar. Og hann hefur jafnhliða hinu þjóð- lega endurreisnarafreki, sýnt slíka alþjóðahyggju i verki, að fyrirmynd er að (Vietnam t.d.) og unnið afrek í vísindalegu útgáfustarfi á ritum Marx og 42

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.