Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 53
við Lenín. Tók þátt í ráðstefnunum í Zimmerwald
og Kienthal 1915—16. Til Þýzkalands i nóvember
1918, ýmist að skipuleggja stórfundi eða I fangelsi.
I KPD 1919. Var einn af stofnendum Alþjóða-
sambands ungra kommúnista og leiðtogi þess 1919
—1922. Skipulagði hjálpina við Sovétríkin 1921, er
hungursneyðin var. Siðar stofnandi Alþjóðasam-
hjálpar verkalýðsins (A.S.V. — I.A.H.) og löngum
aðalstjórnandi hennar. Þingmaður í þýzka ríkisþing-
inu frá 1924. Forustumaður í ,,Bandalaginu gegn
heimsvaldastefnunni", er stofnað var 1927. I mið-
stjórn KPD 1927. Eftir valdatöku fasista skipulagði
hann mikið starf í París, bæði hvað útgáfu snerti,
— sem var eitt höfuðstarf hans í Þýzkalandi, —
og hverskonar fjöldastarf. Lenti I deilum við flokks-
forustuna 1937 og var rekinn úr flokknum 1939.
Var í frönskum flóttamannabúðum 1940 og var
drepinn í júní, er flóttafólkið var á leið suður
Frakkland.
Erich Miihsam (1878—1934), stúdent, sonur lyf-
sala. Varð ungur skáld og anarkisti. Settist 1908
að I Múnchen, ritaði mikið í róttæk, sósíalistísk
blöð. Barðist gegn striðinu 1914. Stóð i sambandi
við ,,Spartacus“-samtök Karls Liebknechts og Rosu
Luxemburg. 1918 um tíma I fangelsi. 8. nóv. 1918
I verkamannaráð byltingarinnar. Var með I upp-
reisnarstjórninni I Bayern. 1919 var hann dæmdur
i 15 ára fangelsi. (Albert Daudistel skáld var og
dæmdur þá, kona hans Edith Daudistel dó nýlega
í Reykjavík, en þau flúðu hingað undan nasismanum
1933). Sakaruppgjöf 1924. Eindreginn baráttumað-
ur gegn fasismanum, reit greinar, Ijóð og leikrit.
Einn af leiðtogum „Rauðrar hjálpar", er hjálpaði
pólitiskum föngum og aðstandendum þeirra. Tekinn
fastur strax eftir ríkisþingsbrunann 1933, varð að
þola hræðilegar pyndingar I fangelsum og fanga-
búðum nasista, uns hann var að lokum kvalinn til
bana I Oranienburg-fangabúðunum hjá Berlín 10.
júlí 1934. („Morgunblaðið" lofsöng þá mikið „dugn-
að“ Görings, en átti auðvitað aldrei annað en sví-
virðingar til handa skáldhetjum eins og Múhsam
og Ossietsky, ef það minntist þá á þá).
Fiete Schulze (1894—1935). Einn af forustumönn-
verkalýðsins í Hamborg, náinn samstarfsmaður
Thálmanns alla tið. Kallaður „rauði hershöfðinginn"
vegna frammistöðu sinnar í baráttunni. Var svikinn
I hendur nazistum í april 1933 og kvalinn í fang-
elsum í tvö ár, en ekkert gat brotið þrek hans.
Nazistar dæmdu hann 10. janúar þrisvar sinnum
til dauða og í 260 ára fangelsi. Dómurinn vakti heift
um alla Evrópu. 6. júní 1935 var hann hálshöggvinn
í Hamborg.
Liselotte Hermann. (1908—38) Stúdent. Nam við
háskólann I Berlin og Stuttgart, vann fyrir sér sem
vinnukona og verkakona I verksmiðjum til að geta
stundað námið. Starfaði I æskulýðssambandi
kommúnista, eftir 1933 í banni laganna. Eignaðist
dreng 1934. Tekin föst 1935 og kvalin, en lét aldrei
undan. Dæmd til dauða 12. júni 1937 og hálshöggv-
in 20. júní 1938 í Berlín.
Ágætar ritgerðir um baráttu kommúnista og ann-
ara andfasista gegn nasismanum er að finna I eftir-
töldum bókum og tímaritum:
Geschichte der deutschen Arbeiterbewegung
Band 5. (1933—1945) Dietz Verlag. Berlín 1966.
Paterna o. fl.: Deutschland von 1933 bis 1939.
VEB Deutscher Verlag der Wissenschaften. 1949.
Allan Merson: The Nazis and Monopoly Capital,
í „Our history" nr. 57. Gefið út af History Group
C.P.G.B. 16. King Street. London W. C. 298 HY.
1973.
Allan Merson: The struggle for Socialist Con-
science in Nazi Germany. I „Marxism to day“,
nóvemberhefti 1973. — Allan Merson er mörgum
íslenskum sósíalistum að góðu kunnur. Hann er
lektor í sögu í háskólanum i Southampton.
53