Réttur


Réttur - 01.01.1974, Qupperneq 53

Réttur - 01.01.1974, Qupperneq 53
við Lenín. Tók þátt í ráðstefnunum í Zimmerwald og Kienthal 1915—16. Til Þýzkalands i nóvember 1918, ýmist að skipuleggja stórfundi eða I fangelsi. I KPD 1919. Var einn af stofnendum Alþjóða- sambands ungra kommúnista og leiðtogi þess 1919 —1922. Skipulagði hjálpina við Sovétríkin 1921, er hungursneyðin var. Siðar stofnandi Alþjóðasam- hjálpar verkalýðsins (A.S.V. — I.A.H.) og löngum aðalstjórnandi hennar. Þingmaður í þýzka ríkisþing- inu frá 1924. Forustumaður í ,,Bandalaginu gegn heimsvaldastefnunni", er stofnað var 1927. I mið- stjórn KPD 1927. Eftir valdatöku fasista skipulagði hann mikið starf í París, bæði hvað útgáfu snerti, — sem var eitt höfuðstarf hans í Þýzkalandi, — og hverskonar fjöldastarf. Lenti I deilum við flokks- forustuna 1937 og var rekinn úr flokknum 1939. Var í frönskum flóttamannabúðum 1940 og var drepinn í júní, er flóttafólkið var á leið suður Frakkland. Erich Miihsam (1878—1934), stúdent, sonur lyf- sala. Varð ungur skáld og anarkisti. Settist 1908 að I Múnchen, ritaði mikið í róttæk, sósíalistísk blöð. Barðist gegn striðinu 1914. Stóð i sambandi við ,,Spartacus“-samtök Karls Liebknechts og Rosu Luxemburg. 1918 um tíma I fangelsi. 8. nóv. 1918 I verkamannaráð byltingarinnar. Var með I upp- reisnarstjórninni I Bayern. 1919 var hann dæmdur i 15 ára fangelsi. (Albert Daudistel skáld var og dæmdur þá, kona hans Edith Daudistel dó nýlega í Reykjavík, en þau flúðu hingað undan nasismanum 1933). Sakaruppgjöf 1924. Eindreginn baráttumað- ur gegn fasismanum, reit greinar, Ijóð og leikrit. Einn af leiðtogum „Rauðrar hjálpar", er hjálpaði pólitiskum föngum og aðstandendum þeirra. Tekinn fastur strax eftir ríkisþingsbrunann 1933, varð að þola hræðilegar pyndingar I fangelsum og fanga- búðum nasista, uns hann var að lokum kvalinn til bana I Oranienburg-fangabúðunum hjá Berlín 10. júlí 1934. („Morgunblaðið" lofsöng þá mikið „dugn- að“ Görings, en átti auðvitað aldrei annað en sví- virðingar til handa skáldhetjum eins og Múhsam og Ossietsky, ef það minntist þá á þá). Fiete Schulze (1894—1935). Einn af forustumönn- verkalýðsins í Hamborg, náinn samstarfsmaður Thálmanns alla tið. Kallaður „rauði hershöfðinginn" vegna frammistöðu sinnar í baráttunni. Var svikinn I hendur nazistum í april 1933 og kvalinn í fang- elsum í tvö ár, en ekkert gat brotið þrek hans. Nazistar dæmdu hann 10. janúar þrisvar sinnum til dauða og í 260 ára fangelsi. Dómurinn vakti heift um alla Evrópu. 6. júní 1935 var hann hálshöggvinn í Hamborg. Liselotte Hermann. (1908—38) Stúdent. Nam við háskólann I Berlin og Stuttgart, vann fyrir sér sem vinnukona og verkakona I verksmiðjum til að geta stundað námið. Starfaði I æskulýðssambandi kommúnista, eftir 1933 í banni laganna. Eignaðist dreng 1934. Tekin föst 1935 og kvalin, en lét aldrei undan. Dæmd til dauða 12. júni 1937 og hálshöggv- in 20. júní 1938 í Berlín. Ágætar ritgerðir um baráttu kommúnista og ann- ara andfasista gegn nasismanum er að finna I eftir- töldum bókum og tímaritum: Geschichte der deutschen Arbeiterbewegung Band 5. (1933—1945) Dietz Verlag. Berlín 1966. Paterna o. fl.: Deutschland von 1933 bis 1939. VEB Deutscher Verlag der Wissenschaften. 1949. Allan Merson: The Nazis and Monopoly Capital, í „Our history" nr. 57. Gefið út af History Group C.P.G.B. 16. King Street. London W. C. 298 HY. 1973. Allan Merson: The struggle for Socialist Con- science in Nazi Germany. I „Marxism to day“, nóvemberhefti 1973. — Allan Merson er mörgum íslenskum sósíalistum að góðu kunnur. Hann er lektor í sögu í háskólanum i Southampton. 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.