Réttur


Réttur - 01.01.1974, Side 15

Réttur - 01.01.1974, Side 15
sterkt, en íslenska þjóðin þverklofin: Bur- geisastéttin að mestu á bandi hins útlenda valds, voldugar stofnanir sundurgrafnar af áróðri og áhrifum 30 ára hernáms, áhrifa- mestu fjölmiðlar landsins, útvarp og sjón- varp, að mestu rekin í anda afturhaldsins á þessu tímabili og útbreiddasta blað landsins alveg í þjónustu árásarvaldsins, þannig að með sjónhverfingum og vélabrögðum allra þessara áhrifatækja er búið að gera árásar- aðila og kúgara að verndara, vin og hjálpara í augum þúsunda Islendinga. Viðureignin við þennan óvætt, sem á sig tekur allra kvikinda líki, verður því bæði löng og ströng. Því eru bækur Kristins, — þess manns, er var í senn frumkvöðull að skipulagningu skáldakynslóðarinnar rauðu og andlegur leiðtogi þeirra löngum, — bækur um reisnina mestu í sjálfstæðisbaráttunum tveim og byltingarrætur þeirra, svo ágæmr fengur öllum þeim, er þá baráttu eiga að heyja. Það kom hér enn einu sinni í Kristins hlut að skapa eigi aðeins bókmenntasögu, heldur og að skrifa hana. Kemur hér að not- um öll hans yfirburða þekking á félagslegum, bókmenntalegum og pólitískum forsendum jafnt Fjölnismanna sem „rauðra penna", hvað hina síðari snertir mikið byggt á per- sónulegri reynslu og þekkingu. Margur fræði- maðurinn mun eiga eftir síðar að byggja á ýmsu í þessum ritum, er farið verður til hlítar að rannsaka sögulega þau rismiklu skeið tvö. ★ Kristinn skrifar síðustu bók sína, „Ný augu" sárveikur, veit að hann á skammt eftir og verður að nota tímann. Og það er mikill missir fyrir sósíalistíska hreyfingu á Islandi að hann skyldi ekki lifa það að geta gert hana eins úr garði og hann vafalaust hefði KRISTINN I''■..ANDRIÍS.SON Ný augu TÍMAR FJÖLNLSMANNA kosið. En það er fádæmi hvílíku hann hefur getað afkastað á þessum skamma tíma, en honum lá svo margt þungt á hjarta, sem hann varð að tjá sig um. Eitt af því varðar alla vora hreyfingu: Hugsjónamaðurinn mikli óttast um hug- sjónina og örlög hennar og því er rauði þráð- urinn í þessari bók hitaður svo af hugsjóna- eldi, að oft verður hann glóandi, jafnvel í þeirri hætm að brenna sundur. Það er óhjákvæmilegt í þessu sambandi að íhuga nokkur viss vandamál, sem Kristinn hefur auðsjáanlega verið að glíma við, því 15

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.