Réttur


Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 43

Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 43
Svipmynd frá Berlín 1945. Engels. Jafnt andstæðingar sem vinir viðurkenna afrekið. Ég efast um að alþjóðahyggja alþýðunnar sé í nokkru sósíalistísku landi sterkari en DDR. Og það er ekki lítið afrek að ala þá hugsjón upp í brjósti þess fólks, sem afvegaleitt var af þýzkri hernað- arstefnu, hafandi svo hættuna á gamla þýzka þjóð- rembingnum alltaf við hliðina. Hinum sósíalistíska sameiningarflokki — SED hefur vissulega tekizt það vel að skapa hið rétta jafnvægi á milli alþjóða- hyggju alþýðunnar annarsvegar og þjóðarstolts vegna síns sósíalistíska lands hinsvegar. Og ef nokkuð er þá var áherzlan á alþjóðahyggju sósial- ismans ætíð ríkarl. Eðlilega varð umfram allt að varast að gera nokkuð það, sem orðið gæti til framdráttar gamla þýzka imperíalismanum, yfir- drotnunarstefnunni, sem steypt hefur heiminum í tvær heimsstyrjaldir, — og líka orðið þýzka verka- lýðnum dýrkeypt. Hin ríka áherzla á stéttarandstöðu þýzks verkalýðs við þýzka auðvaldið hjálpaði því til að rata þarna hinn rétta veg. En þetta hefur ekki gengið eins og i sögu. Það hefur ekki verið sjálfsagt mál að svo vel tækist. Það var ekki dælt inn dollurum í DDR eins og í Vestur-Þýzkaland. Þeir urðu sjálfir að byggja upp land sitt með hörðum höndum og heitum huga — verkamenn, bændur, menntamenn í DDR. Þeir urðu að greiða sínar skaðabætur fyrir glæpi nazista- stjórnarinnar. Og það kostaði allt átak. Það var ekki aðeins að tengja saman þýzka verksnilli og sósíalistískt skipulag. Það þurfti ekki sízt aga og eldmóð — og að tengja þau ólíku öfl rétt saman, í því lá oft stjórnlistin. Og hún var ekki auðveld: öfgarnar biðu beggja vegna við, ofstækið hjá eld- 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.