Réttur


Réttur - 01.01.1974, Side 24

Réttur - 01.01.1974, Side 24
fram og tekist að hindra nýsköpunina, þá hefðu Bandaríkin líklega fengið herstöðvar þær, er þau ásældust til 99 ára, og Island hefði verið jafn fátækt eftir stríð og það var áður — sjálf- stæði og lýðræði síðan orðið nafnið tómt. 2. Eftir 6 ára „helmingaskiptastjórn" Ihalds og Framsóknar 1950—56 var sárasta atvinnu- leysi í þrem landsfjórðungum og 3000 Islend- ingar í vinnu hjá stærsta atvinnurekanda lands- ins, ameríska hernum. Trú þjóðarinnar á að við gætum komist atvinnulega af án hersins var að byrja að bila. Liklega hefði landflóttinn hafist þá strax, ef ekki hefðu orðið umskiptin 1956. 3. Viðreisnarstjórnin leiddi ekki aðeins yfir þjóðina geigvænlegustu gengislækkanir í sögu hennar (dollarinn úr 16 kr. upp í 88 kr.), land- flótta og atvinnuleysi, — hún hefði einnig ofur- selt auðlindir Islands erlendum auðhringum, eins og hún byrjaði á með svissneska álhringnum og ætlaði að halda áfram með 10—12 slíka, ef ekki hefði verið tekið í taumana. Engin þessara rikisstjórna hefði stækkað land- helgina úr 4 mílum. Það sést á andstöðu ihaldsins gegn stækkun I 12 mílur 1958 og skuldbindingu þess við Breta með landráðasamningnum „óupp- segjanlega" 1961 að stækka ekki úr 12 milum, nema með leyfi þeirra eða Haagdómstólsins. I efnahagsmálum alþýðu hefur afstaða atvinnu- rekendastéttarinnar frá upphafi verið skýr. Hve góð sem þjóðarafkoman var, þá þoldi hún aldrei hærra kaupgjald til launafólks að þeirra sögn! Burgeisastéttin hefur þvi aldrei þjáðst af „föður- landsofstæki" né umhyggju fyrir alþýðu hag, en fyrir peninga var flest falt. Lágkúruð gróðavonin hefur lengst af verið leiðarvísir hennar, grýlan að- ferðin til að hræða fávísa til fylgis við sig og boð- skapur erlendra erkibiskupa auðsins verið henni viskunnar opinberun, er heyra bæri og hlýða. Þá örfáu menn sina, er upp úr lágkúrunni risu, hefur hún aldrei metið né skilið til fulls, hvað þá breytt eftir þeirra fyrirmynd. Þegar sú stétt, sem talin er yfirstétt þjóðfélags- ins og ætti að vera forustustétt þess samkvæmt því, er svo aum og óforsjál sem burgeisastétt vor, þá á þjóðin framtíð sina undir þvi að verka- lýðsstéttin rísi undir því hlutverki að vera ekki aðeins hið sterka vald með þjóðinni, heldur og að vera forsjá hennar að viti og réttlæti. Gifta þjóðarinnar er þvi undir því komin að saman fari afl og vit hjá verkalýðsstéttinni eða með öðr- um orðum: vald verkalýðssamtakanna og pólitískur þroski verkalýðsins. Þegar „faglegt" vald verka- lýðs væri orðið slíkt að það raunverulega réði þróun þjóðfélagsins, en pólitískur þroski stéttar- innar sem heildar væri hinsvegar ekki meiri en svo að hún gerði sér ekki Ijóst sem heild hver sú þróun ætti að vera, — þá gæti það haft svipuð áhrif og einskonar „geðklofi", þar sem ekki væri samræmi milli afls og vits. Og sá „geðklofi" yrði ekki læknaður með neinni „spennitreyju" einok- unar, eins og eitt sinn var reynt, heldur aðeins með frjálsri en skjótri þróun hins pólitíska þroska. Þegar reisn íslenskrar verklýðshreyfingar hefur verið mest og áhrif hennar valdið straumhvörfum í Islandssögunni, hefur verið fulit og frjálst samræmi milli afls hennar og vits, milli faglegrar og pólitískrar verklýðshreyfingar: 1. Þegar nýsköpun atvinnulífsins var knúin fram 1944 stóðu A.S.I. og verklýðsfélög um alit land að þeirri framkvæmd með Sósialistaflokkn- um og öðrum þeim pólitisku öflum, er þar voru að verki. 2. Vorið 1956 hafði A.S.I. frumkvæði að því að reyna að fá vinstri flokkana alla til pólitísks samstarfs og lagði síðar sitt fram til þess að vinstri stjórnin var mynduð. Alþýðusamband Islands og verklýðsfélög um land allt hafa vissulega sýnt margskonar skilning á þvi hve dýrmæt núverandi alþýðustjórn sé fyrir alþýðu landsins með því að hafa útrýmt atvinnu- leysi og skapað bestu lífsafkomu, sem alþýða Is- lands hefur nokkru sinni notið. En það skortir á þá pólitisku yfirsýn og það sameiginlega stefnu- mark, sem verklýðssamtökin þurfa óhjákvæmilega að eiga nú ef ekki á illa að fara, svo mjög sem öll viðhorf í efnahagsmálum Islands og heimsins alls nú hafa breysit. I síðastliðin þrjátiu ár hefur verðbólgan aukist á Islandi um ca. 11% á ári að meðaltali. Lengst af hefur hún erlendis, eftir stríð, ýmist staðið I stað eða verið haldið sæmilega í skefjum, aðeins auk- ist um 2—4%. 24

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.