Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 39
Erich Honecker
Hermann Axen
Horst Sindermann
Samkvæmt samningum sigurvegaranna átti ekki
Þýzkaland hernaðarstefnunnar, Þýzkaland hershöfð-
ingjanna, junkaranna, auðhringanna að fá að rísa
á ný. Það átti t.d. að þjóðnýta stóriðjuna í Ruhr
sem annarsstaðar samkvæmt Potsdamsamningnum.
Það var jafnt Krupp — þýzka auðvaldið — sem
hershöfðingjar og nazistaleiðtogar, sem voru sek-
ir fundnir og dæmdir i Nurnberg.
En engilsaxneska auðvaldið, sem áður hafði stutt
Hitler til valda til víga í Austurveg, sveik öll loforð
og samninga strax eftir sigurinn, þegar hættunni
fyrir það sjálft var afstýrt. Það hóf kalda stríðið
gegn kommúnismanum í þeim tilgangi að leggja
undir kapítal.smann alþýðulýðveldin nýju (,,to roll
back": að velta til baka rauðu öldunni). Það treysti
á einokun sína á atómbombunni og að blóðfórnir
Sovétþjóðanna hefðu veikt þær nægilega til und-
anláts. Það endurreisti auðhringi Vestur-Þýzkalands,
makaði sjálft krókinn um leið með drjúgum ítökum
i gróðalindunum, skóp afturhaldsríki Adenauers,
tók það inn í Nato,* hafnaði öllum tilboðum Sovét-
ríkjanna 1955-6 um sameiningu alls Þýzkalands
á grundvelli hlutleysis, — því það ætlaði sér að
leggja undir auðvaldið á ný — eigi aðeins Austur-
Þýzkaland — heldur og öll hin alþýðuríkin. Það
vantaði ekki græðgina og vitfyrrt ofstækið í yfir-
drottnara ameríska auðvaldsheimsins þá,** hvort
sem þeir hétu Truman, John Foster Dulles eða
* Þrátt fyrir mótmæli þýzku verklýðssamtakanna
og sósíaldemókrataflokksins.
** Það var þegar Morgunblaðið ætlaði af göflunum
að ganga út af Stokkhólmsávarpinu um stöðvun til-
rauna með kjarnorkusprengjur, en það hafði brenni-
merkt núverandi biskup landsins sem ,,hinn smurða
Moskvuagent", fyrir að vera gegn inngöngu Is-
lands i Nato.
39