Réttur


Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 23

Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 23
VALD OG VIT Hugleiðingar um valdahlutföll höfuð- stéttanna í þjóðfélaginu og nauðsynina á pólitískri framsýni verklýðsstéttarinnar Síðan 1942 hefur verið visst valdajafnvægi milli höfuðstétta íslensks þjóðfélags: verkalýðs eða launastétta annarsvegar og atvinnurekenda eða burgeisastéttar hinsvegar. Þó hefur ríkisvaldið allan tímann verið burgeisastéttarinnar, sökum þess hve rikistækið sjálft, embættisvélin, er gagnsýrð við- horfi hennar og því ætíð hallast á verkalýðinn, nema þegar fulltrúar hans hafa verið í ríkisstjórn og getað hindrað að miklu leyti aðgerðir gegn hon- um og jafnvel knúið fram verulegar félagslegar um- bætur. Verkalýðurinn hefur því alla þessa þrjá ára- tugi orðið að beita samtökunum, oft af hörku til að jafna metin, halda í horfinu og hann hefur afl og vald til að vinna hvert verkfall, — og tókst í fyrsta skipti 1971 að fara fram úr þeirri kaupgetu tíma- kaups, er var 1942—1947. — Höfuðverkefni allra þeirra stjórna, sem verkalýðurinn hefur átt fulltrúa í, hefur hinsvegar verið, samtimis hagsmunabar- áttu stéttarinnar, að hindra burgeisastétt Islands í því að farga efnahagslegu sjálfstæði landsins og gera lýðveldið raunverulega að leppriki út- lendinga, svo sem nánar verður á minnst. Þegar aðalandstöðustéttir þjóðfélagsins eru nokkurn veginn jafn sterkar, gæti rikisvaldið öðl- ast visst sjálfstæði, ef höfuðstöðvar valdsins væru skipaðar mönnum, sem sjálfir væru óháðir bur- geisastéttinni andlega og hefðu þá framsýni til að bera og ébyrgðartilfinningu að sjá hvaða þróun er þjóðfélagi voru nú nauðsynleg. — En slíkt myndi vart gerast nema reisn verklýðshreyfingarinnar yrði það mikil, ekki síst um þjóðfélagsleg úrræði sam- fara valdi hennar, að slikir menn létu segjast og ynnu af heilum huga og fullum skilningi með henni, þegar hún hefur fulltrúa i ríkisstjórn. Þetta væri sérstaklega nauðsynlegt nú, hvað efnahagsmál snertir, þegar viðhorf verkalýðs og þjóðarheildar verður að breytast frá því, sem verið hefur síðustu þrjá áratugi. Skal og komið að því síðar. Nýafstaðin vinnudeila og niðurstöður hennar kalla sérstaklega á tafarlausa rannsókn og að- gerðir í þessum málum. I Islensk burgeisastétt hefur sem heild hvorki haft vit né vilja á að stjórna landinu sem sjálfstæðu landi. Hún væri löngu búin að gera það að útlendri hálfnýlendu, ef hún hefði fengið ein að ráða og verkalýðurinn og flokkar hans, Sósíalistaflokkur- inn og Alþýðubandalagið, ekki gripið í taumana — og einstakir menn innan fésýsluflokka hennar þá veitt lið til að afstýra óbætanlegum óhöppum. Lítum á hve hurð skall nærri hælum, er burgeisa- stéttin réð ein: 1. Ef þau afturhaldsöfl verslunarauðvaldsins, sem stóð að utanþingsstjórninni 1942—44 (coca-cola-stjórninni), hefðu haldið völdum á- 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.