Réttur


Réttur - 01.01.1974, Qupperneq 60

Réttur - 01.01.1974, Qupperneq 60
evrópska samkeppnisbróður, sem hélt sig vera bú- inn að taka sér þessi lönd frá með aukasamningum þeirra við EBE. Ef við skoðum þessi mál í ofangreindu sam- hengi sjáum við einnig að taka verður tillit til þess, að tíminn nú er ekki heldur beinlínis óhagstæður, hvort sem er pólitískt né hugmyndafræðilega. Það hlýtur að hafa borist fólki til eyrna að ,,arab- isk-múhameðskur sósíalismi" á ekkert skylt við sósíalisma en þó hefur það ekki heyrst að miklir árekstrar séu milli múhameðstrúar og auðmagns. Takmark Kissingers í Austurlöndum nær virðist beinast að eftirtöldum atriðum: 1. Draga úr áhrifum Sovétrikjanna með langvar- andi friðargerð. 2. Endurheimt Arabaríkjanna einkum Egyptalands, Sýrlands, Iraks og Líbýju í hið kapítalíska á- hrifasvæði. Flest hinna arabaríkjanna hafa í reynd aldrei yfirgefið þetta svæði. Þetta á að takast með hjálp íhaldssömu olíuríkjanna og amerískri þró- unaraðstoð. Endurheimt herteknu svæðanna vegna þrýstings Bandaríkjanna á Israel, mun mjög auka áhrifamátt Bandarikjamanna þar eystra. 3. Að stjaka þurtu af þessu svæði áhrifum Vestur- Evrópu, sem er hættulegur samkeppnisaðili þar. 4. Að lokum verða Bandaríkin að koma á fót sambandi við hinar fyrrverandi byltingarkenndu arabísku ríkisstjórnir. Vitað var að þær íhug- uðu að beita mun róttækari aðgerðum til að þrýsta á Bandaríkin heldur en olíusamdráttinn s.s. þjóðnýtingu bandarískra eigna, innflutn- ingsbann gegn bandarískum vörum og tilfærslu á miljörðum innstæðna í bandarískum bönkum. Vissulega eru margir óvissuþættir fyrir hendi áður en þessu marki er endanlega náð bæði þátt- taka Israels í þessum leik, sem enganveginn er fyllilega öruggt svo og innbyrðis samkomulag og samheldni arabaforingjanna og ekki síst afstaða Palestínuaraba. Allir þessir þættir skipta miklu máli og geta haft áhrif á endanlega sáttagjörð. En Israel á bæði við að stríða verulega efna- hagsörðugleika heima fyrir og er greinilega mjög einangrað á alþjóðavettvangi, sem takmarkar mjög hugsanleg þrákelknisviðbrögð þess við ýmsum framkvæmdaratriðum. En afsannar ekki olíutakmörkun Arabaríkjanna, sem enn stendur yfir að hluta, allar þessar vanga- veltur? Ég held ekki. Mun ég hér á eftir reyna að gera grein fyrir þessari skoðun, sem er ekki mjög auðvelt vegna ótryggrar fréttaþjónustu og spekú- latívum orðrómum sem blöð og greinarhöfundar notfæra sér gjarna i málflutningi sínum. En reynum samt að gera okkur nokkur atriði Ijós. Olíutakmörkunin og hringarnir2* Olíutakmörkun arabarikjanna hljóðaði upp á 20% frá magni sem selt var í september 1973. Á þessu stigi málsins skulum við ekki taka til greina við- þrögð olíuhringanna og hvernig þeir notfærðu sér þetta og sneru við í hagsmunaskyni. Skoðum það síðar. Olíutakmörkunin snertir fyrst og fremst Japan og Vestur-Evrópu, en ekki Bandaríkin, sem eru að miklu leyti óháð erlendum orkugjöfum. Þau flytja inn aðeins tæp 30% heildarolíueyðslu sinnar. Orkuforði Bandaríkjanna er óhemju mikill, og i sífellu finnast ný forðabúr. Nýlega uppgötvuðust olíuflögulög í nokkrum Vesturrikjum Bandarikjanna sem álitið er að innihaldi um 20.000 milljarða tunnur af olíu en það er 12 sinnum meira magn en forði Saudi-Arabíu. Kostnaðurinn við að ná þessari olíu er hlutfallslega mjög hár, og þarf olíuverð að hækka til að hagnýting þeirra borgi sig. Orkuvandi Bandaríkjanna er heimatilbúinn og til- heyrir fremur pólitiskum skoilaleik Nixons til að bægja athygli þjóðarinnar frá Watergate. Oðru máli gegnir um Vestur-Evrópu. V-Evrópa á fáa orkugjafa nema kol, og hefur orðið oliunni háðari með ári hverju. Hún á einskis úrkosta annars en borga sífellt hærra verð fyrir olíu, sem verður knappari og önnur iðnríki eru á höttunum eftir. Við getum líka nokkurnveginn fullyrt að engin leið er lengur að tala um „óskammfeilna ágengni" oliulandanna gagnvart iðnaðarlöndum Vestur- Evrópu, sem voru olíunni háð. Nýjustu athuganir benda til þess að fimm oliufélög, þar af fjögur bandarísk, (á þremur þeirra hefur Rockefellerættin gát), beinlínis báðu Jamini olíuráðherra Saudi- Arabíu að hækka olíuna m.a. til að koma í verð öðrum oliulindum, sem þau höfðu komist yfir. Olíuverðið hafði farið lækkandi allt frá stríðslokum og var t.d. hærra árið 1947 en árið 1972. Geysileg aukning á olíuhreinsunarstöðvum og margfaldað framboð hefur haft lækkandi áhrif á verðið þar til nú að feikileg hækkun verður á olíunni. Vegna þessa lága verðs urðu kolanámur óarð- 60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.