Réttur


Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 57

Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 57
verkamenn ættu að styðja þetta mál eftir mætti, því vér eigum erfiðast allra með að fá okkur bað í heimahúsum." Síðasta tölublað kemur út af „Nýja íslandi" í janúar 1906. (III. árg. 1. tbl.). I því er birt þýðing á kvæði U. P. Overby „Stríðssöngur jafnaðarmanna”, sem Þorsteinn Gíslason þýddi. Uppbaf hans er: „Sko roðann í austri! — hann brýtur sér braut!" Aður hafði birst róttækt kvæði þýtt: „Verkfallsbrjóturinn", í nóvember 1904. Nú var í undirbúningi annað blað: „Al- þýðublaðið" (gamla), sem fimmtán manna hópur stóð að, allt fátækir alþýðumenn. Rit- stjóri þess varð Pétur G. Guðmundsson bók- bindari. Var það prentað í Gutenberg, svo máske hefur það orðið að samkomulagi, að „Nýja Island" hætti þá. Af Alþýðublaðinu komu 18 tölublöð 1906 og sjö á árinu 1907. Það var baráttublað einvörðungu. Þau voru ekki stór í sniðum þessi fyrstu blöð sósíalismans á Islandi, tvídálka 17 cm. á hæð, heldur minni brot en Réttur er í nú. En þau hjálpuðu til að ryðja brautina. Vérkamannafélagið Dagsbrún var stofnað 26. janúar 1906 á fundi í Bárubúð. 1910 býður Dagsbrún ásamt Landvarnarflokknum fram lista í bæjarstjórnarkosningunum. Var Pétur G. Guðmundsson efsti rnaður, Guð- mundur Hannesson læknir annar og hlaut listinn 315 atkvæði og kom Pétri að. Arið 1912 bauð svo Dagsbrún fram fyrsta óháða lista alþýðusamtakanna og var Þorvarð- ur Þorvarðarson þar efsti maður. Hlaut list- inn 281 atkvæði og fór Þorvarður í bæjar- stjórnina einn af þeim lista. Brautryðjendur verklýðssamtakanna, þeir, sem hófust handa fátækir við hinar erfiðustu kringumstæður, lærðu það brátt af reynsl- unni hver nauðsyn verkalýðssamtökunum var á því að flytja stéttabaráttuna inn á stjórn- málasviðið. En enn sem komið var miðaðist Prentsmiðjan Gutenberg í Þingholtsstr. 6 ca. 1910 „pólitík" á íslandi einvörðungu við sjálf- stæðisbaráttuna. Því stóð í 1. tbl. Alþýðu- blaðsins: „Pólitík mun blaðið sneiða hjá svo sem hægt er og varast stranglega flokka- drátt." En í 2. tbl. skorar Þorsteinn Erlings- son á verkamenn að snúa sér heils hugar að sósíalismanum. Smásaman skilst verkamönnum Islands að þeim beri að mynda sinn stéttarflokk, móta sína sósíalistísku stéttarpólitík, þannig að það líða ekki nema 22 ár frá stofnun fyrstu sjó- mannasamtakanna og 12 ár frá upphafi fyrsta sósíalistíska blaðsins þar til fyrsti sósíalistíski stéttarflokkurinn er myndaður 1916. Þeirri reynslu má íslenskur verkalýður aldrei gleyma. [Saga prentsmiðjunar Gutenberg er rakin allmik- ið í 1. tbl. Prentarans (júní 1945). Ritstjóri er þá Helgi Hóseasson. Ritar Stefán ögmundsson, sem þá er formaður H.I.P. og varaforseti A.S.i. inn- gangsorð að frásögnunum undir fyrirsögninni ,,Afl- gjafinn Gutenberg", en Jón Árnason og Guðmund- ur Halldórsson rita aðalgreinarnar um þá gömlu „Gutenberg" prentaranna sjálfra]. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.