Réttur


Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 18

Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 18
anna til þeirra miklu framtíðarafreka er ekk- ert áhlaupaverk. Það þarf mikinn andans mátt til að vekja og þroska fólkið til þess starfs — og gildi einstaklinganná til þess verður seint ofmetið, eins og Kristinn undir- strikar mjög. En varast skyldu menn þó oftrú á mætti andans og hafa í hyggju spakmæli Marx, sem oft er vitnað í: „Frœðikenningin verður að valdi, þegar hún grípur fjöldann." — Og síðar á sama stað: „Frceðikenningin verður aðeins fram- kvœmd hjá hverri þjóð í þeim mceli sem hún er fnllnœging þarfa hennar" J) Hugsjón bláfátækrar rússneskrar bænda- stéttar, sem att var út í óvinsælt yfirstéttar- stríð og hugsjón kúgaðs rússnesks verkalýðs í sömu aðstöðu var friður, brauð og jörð — og þær stéttir fylgdu þeim flokki til bylting- ar, sem einn reyndist þeim þörfum þeirra trúr. Snauður íslenskur verkalýður, þjáður af atvinnuleysi, kreppu og kúgun gerði afnám fátæktarinnar að hugsjón sinni af brýnni þörf. Og í þeirri baráttu fyrir brauði og lífi fylkti hann sér um þann flokk, er einn allra sýndi í verki viljann tii að gera þá hugsjón að veruleika — og tókst það: Fátæktinni var útrýmt sem almennu hlutskipti alþýðu, en auðvaldsskipulagið hélst. Lengra náði aflið ekki. Menn verða að hafa trúna á hvortveggja: hugsjóninni og fjöldanum, — án þess að ætl- ast til of mikils fyrr en í fyllingu tímans. List forustunnar felst í því að skilja hvenær sú fylling er komin og undir hvaða kringum- stæðum hún er hugsanleg. En til þess að gera hugsjón þjóðfrelsisins — frjálst, herlaust, hlutlaust Island — að veruleika, þarf sú hugmynd að verða að þörf fjöldans, að valdi, — og þá fyrst, en fyr ekki, verður hún að veruleika. Til þess að svo megi verða þarf eigi aðeins að fara eldi um mann- anna sál eins og Jónas og Jóhannes úr Kötl- um í ættjarðarljóðum sínum eða Halldór í „Islandsklukku" og „Atómstöð". Til þess þarf og hið þrotlausa uppeldisstarf, sem skapar það stolt og þann metnað meirihlutans að þjóðin láti ekki bjóða sér það hlutverk að vera augnabliksskjöldur til eyðingar sjálfri sér Ameríkönum til þægðar, ef til atomstríðs kemur, — til þess þarf þá samúð með fátæk- um þjóðum heims að gerast ei skósveinar hinna ríku gegn þeim, — þá þekkingu að sjá í gegnum lygavef fjölmiðlanna, sem reyna að binda hana og blinda, svo hún sofi vel við síðu morðhundanna portúgölsku og grísku undir yfirstjórn amerísku Víetnamböðlanna. En vissulega er og rétt að reikna alltaf með þeim möguleika að skyndilega geti eitthvað það gerst sem vekur þjóðina og opnar augu hennar fyrir því hverjum hún hefur ofurselt sig — og að henni er lífsnauðsyn að losa sig úr Nato-helsinu umsvifalaust. Það eru margar hugsanirnar, sem vakna við lestur hins hugmyndaauðuga sagnarits og heitu ádrepu Kristins og ótal vandamál, sem sett eru þar fram til umræðu og eigi er rúm að ræða hér. En í öllum þessum römmu reikningsskilum hins heita hjarta hugsjónamannsins við raun- sæi og afsláttarstefnu er einum aðila hlíft. Forusta Sovétríkjanna, realistarnir par excel- lence, loga enn fyrir hugskotssjónum hans í ljóma hugsjónanna. Mótsetningarnar í fari þeirra: milli þess volduga vígis sósíalismans, sem bjargar Víetnam, og ríkisvalds þess stór- veldis, sem brýtur á bak aftur frelsishreyfingu Kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu eru þar ekki til. En eigi meir um það á þessum stað. Hin heita erfðaskrá Kristins, þótt stundum of himð sé, skrifuð á sóttarsæng þess mikla brautryðjanda og ættjarðarvinar, þrungin á- hyggjum um verkalýðshreyfinguna, flokkinn 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.