Réttur


Réttur - 01.01.1974, Side 62

Réttur - 01.01.1974, Side 62
ISAAC DEUTSCHER: ÁRIÐ 2000 Isaac Deutscher, sá merki marxisti, sjálf- stæður í hugsun og snjall sagnaritari, var spurður að því í sjónvarpsviðtali í Hamborg 23. júlí 1967, hvað hann áliti um þróun í stjórnmálum og þjóðfélagsháttum fram til ársins 2000. Hann svaraði nokkurnveginn á þessa leið: Ég held að um næstu aldamót verði eitt- hvað til sem líkist Bandaríkjum sósíalistískrar Evrópu. Efnahagsbandalagið er íhaldssamur forboði slíks, því jafnvel íhaldssamir stjórn- málamenn burgeisastéttarinnar eru farnir að sjá að þjóðríki er orðið úrelt að minnsta kosti í Evrópu, ef ekki í Asíu og Afríku. Til þess að lifa verður Evrópa að sameinast í alþjóð- lega heild, en ekki á grundvelli heimsvalda- stefnunnar, ekki á grundvelli þess að eitt auðvaldsríki nái tökum á öðrum og þenjist út, heldur á jafnréttisgrundvelli sósíalistískra þjóða. Ég er sannfærður um að þetta gerist. Bandaríki sósíalistískrar Evrópu verða lík- lega í tengslum við Sovétríkin. Ég álít að Sovétríkin hafi þá algerlega losað sig við arf Stalínismans, að í raun hafi frjáls sósíalismi þróast þar og að framfarir á sviði efnahags og menningar hafi gert kleift að komi á þriggja til fjögurra stunda vinnudegi og æðri menntun fyrir alla. Ég held að Sovétríkin og Bandaríki sósíalistískrar Evrópu muni þá búa saman í fullkomnum jöfnuði og muni ef til vill geta aðstoðað þjóðir Asíu og Afríku líka við að sameinast í slíkum „bandaríkjum”. Ég vona að svona þróun leiði ekki til árekstra Evrópu og hins hluta heimsins við Banda- ríkin, þó ég sé hræddur um — ef Bandaríki Norður-Ameríku verða að íhalds-steingerv- ingi á þjóðfélagssviðinu — að ýmsir hug- myndafræðingar, t.d. við Harvardháskóla, fari að búa til fræðikenningu um „kapítalisma í einu landi" rétt eins og kenningin um sósíal- isma í einu landi var sett fram í Rússlandi. En það varð aðeins eitt skeið í þróun Rúss- lands og eins yrði kapítalismi í einu landi aðeins skeið í þróun Ameríku. Síðan mann- kynið hóf siglingu sína út í geiminn, til að leggja hann undir sig, verður það að samein- ast á sinni eigin plánetu, og ég get ekki séð neitt annað félagslegt og siðferðilegt vald, er gæti sameinað mannkynið, en sósíalisma á grundvelli frelsis. 62

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.