Réttur


Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 32

Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 32
EINAR OLGEIRSSON RISIÐ ÚR Hugleiðingar um , I síðastliðnu ári hafa orðið alger umskipti á af- stöðu ríkja auðvaldsins til Þýzka alþýðulýðveldis- ins (DDR). Nú viðurkennir loks allur þorri auðvalds- rikjanna Þýzka alþýðulýðveldið eftir að hafa tæpan aldarfjórðung barið höfðinu við steininn og neitað staðreyndum. Er DDR nú orðið meðlimur Samein- uðu þjóðanna. Island hefur nú skipzt á sendifulltrúum við Þýzka alþýðulýðveldið eftir að hafa átt við það ýmiskonar menningarleg og viðskiptaleg sambönd í tvo ára- tugi. Sérstaklega hafa Eystrasaltsvikurnar stuðlað að nánum kynnum og vináttu milli verkalýðshreyfinga landanna og annarra samtaka í báðum löndunum. Og á því ári, sem nú er að byrja, verður DDR 25 ára gamalt. Það er því ástæða til að íhuga ýmislegt og minn- ast margs í samskiptum og sögu sósíalísku verk- lýðshreyfinganna í þessum tveim löndum. RÚSTUM hitt Þýskalandið” I. Þegar myrkur nazismans grúfði yfir Þýzkalandi og lagðist síðan sem mara yfir meirihluta Evrópu, — þegar verklýðssamtök og -flokkar voru hnepptir í fjötra og tugir þúsunda sósíalista — kommún- ista sem sósíaldemókrata — kvaldir í fangelsum, — þegar beztu rithöfundar og vísindamenn Þýzka- lands urðu að flýja land, — þegar blóðidrifinn naz- isminn saurgaði svo alla germanska arfleifð með ofstæki sínu að enn eymir eftir af,* — þegar blóð- ríki þýzka auðvaldsins leiddi hrylling heimsstyrjald- arinnar yfir Evrópu, — þá lá við að óafmáanlegur smánarblettur kæmi á allt, sem þýzkt var. * Vesturþýzki Nobelsverðlaunahafinn Helnrich Böll sagði í samtali við Svövu Jakobsdóttur, sem hún sagði frá í Þjóðviljanum að hann hefði ungur haft ást á Islendingasögum, en gæti nú vart hugsað sér að lesa þær eftir misnotkun Hitlers á þelm. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.