Réttur


Réttur - 01.01.1974, Side 50

Réttur - 01.01.1974, Side 50
og þessum, — og hún á marga slíka, — til að tryggja hana gegn því að blóðveldi fasismans kom- ist á að nýju, — og valdarán blóðhunda Bandaríkj- anna í Chile er enn ein viðvörunin. Þessir menn hafa lifað með henni þrengingarnar og unnið með henni að nýsköpun lands og þjóðar — og þeir munu ekki gleyma. Hinn sósíalistiski Sameiningarflokkur Þýzkalands (SED) og Sósíaldemokrataflokkur Vestur-Þýzka- lands hafa meðhöndlað misjafnlega þann sósíal- istiska arf, sem þeim var enn sameiginlegur fyrir sextíu árum. SED hefur lagt efnahags- og valdagrundvöll að þróun sósíalistisks þjóðfélags, varðveitt sinn sósíal- isma, — að vísu í harðri skel, — mjúk kvika mann- úðar- og frelsishugsjóna sósíalismans verður oft óþyrmilega úti í stormbyljum stéttabaráttunnar. Hægri armur SPD hefur hinsvegar haldið áfram þeirri uppgjafarstefnu fyrir auðvaldinu, sem leiddi ógæfuna yfir verkalýðshreyfingu Evrópu við svikin 1914. Hann hefur sem frönsku kóngarnir forðum „ekkert lært og engu gleymt." Sú uppgjöf hefur ekki aðeins verið í verki, heldur hefur og þeim fræðikenningum marxismans, sem gamli SPD hélt trúnað við i orði, verið fórnað. Sósíaldemókrata- flokkurinn þýzki mun vera minnst sósíalistiskur allra sósíaldemókrataflokka. — En hann er fjölda- flokkur verkalýðsins í Vestur-Þýzkalandi, hann hef- ur nú eignast heiðarlegari andfasista og sósíalista að foringja og innan han3 vex upp, fyrst og fremst, hjá æskunni, róttæk, sósíalistísk hreyfing. Það væri því örvænting ein að gefa hann upp. Það, sem Evrópa alþýðunnar þarf á að halda er eining, baráttueining allra sósíaljsta: kommúnista, sósialdemókrata og hvað þeir annars kjósa að kalla sig. Samstarf frönsku kommúnistanna og sósíaldemó- kratanna hefur þegar vísað veginn. Auðhringir Evrópu sameinast í æ hrikalegri ein- okunar- og afturhalds-samtök gegn alþýðu. Viðskiptastríð auðvaldslandanna innbyrðis, jafn- vel geigvænleg kreppa, sem gjaldeyrisöngþveitið aðeins er forsmekkur að, kann að vera á næsta leyti. Oliukreppan eykur svo á allt saman. Það má ekki gleymast að það var fasismi auð- valdsins, sem sigraði I siðustu heimskreppu. Kommúnistar og sósíaldemókratar hinna þýzku landa ættu að minnast þess enn að Thálmann og Breitscheid biðu bana saman í Buchenwald 1944. Slíkt skal aldrei aftur ske — er heitstrenging allra góðra sósíalista. Það væri mikil gæfa evrópskri alþýðu, ef verka- lýðsflokkar þýzku ríkjanna, verkalýðshreyfing sú, sem endur fyrir löngu ruddi braut undir forustu Bebels, næði samstarfi gegn auðhringavaldi þvi, sem nú tröllríður Evrópu. En meðan verkalýður alls hins forna Þýzkalands hefur enn ekki borið gæfu til þess að taka höndum saman og kveða niður það auðhringavald Vestur- Þýzkalands, sem eitrar jafnt sálir íbúanna sem umhverfið, — mun alþýðan í DDR halda áfram að byggja upp „hitt Þýzkalandið", skapa hið raunveru- lega „þýzka undur" í föðurlandi Marx og Engels — þrátt fyrir allt. SKÝRINGAR: Hér skal sagt í mjög stuttu máli frá þeim þýzku félögum, er hér eru nefndir og ekki eru alkunnir lesendum: Franz Dahlem, fæddur 1892. Frá 1913 í Sósíal- demókrataflokki Þýzkalands og æskulýðssamtökum hans. Gekk í KPD 1920, í miðstjórn flokksins 1927. 50

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.