Réttur


Réttur - 01.01.1974, Side 16

Réttur - 01.01.1974, Side 16
það eru ýmist vandamál sósíalismans eða jjálfstæðisbaráttu Islendinga að fornu og nýju og standa sífellt í brennipunkti hreyfinganna. Aðallega er það afstaðan milli hugsjónar- innar annarsvegar og hins „pólitíska raunsæ- is'' eða „realpólitíkurinnar" hinsvegar, sem veldur hugarangri hans. Hann óttast afslátt- arstefnu frá hugsjóninni, er nálgist svik, — en jafnframt hefur hann slíka tröllatrú á þjóðinni, fjöldanum, að hún geti aldrei brugð- ist vonum hans. (Og rétt er það að að lokum mun þjóðin hans sjá um að honum verði að trú sinni, en henni getur löngum fatast flugið háa á leiðinni þangað til lokasigrinum er náð.) Þannig er því varið með hugleiðingar hans út af samþykkt Keflavíkursamningsins 5. okt 1946 (sjá bls. 258 og áfram). Hann heldur að við hefðum getað hindrað þann samning, ef „einurð sem dugði" hefði verið beitt. Kristinn var þá, ásamt Sigurði Guðmunds- syni, ritstjóri Þjóðviljans. Sú sókn, er hann skipuleggur þá í Þjóðviljanum, gegn Kefla- víkursamningnum, er líklega hámark þess í þrótti og víðfeðmi, sem nokkurn tíman hef- ur náðst í sjálfstæðisbaráttunni nýju. Með eldmóði sínum magnar hann ekki hvað síst menntamennina til að gerast þátttakendur í baráttunni. Meðal þeirra, sem skrifa þá und- ir áskorun til Alþingis um þjóðaratkvæða- greiðslu um samninginn eru: Davíð Stefáns- son, Páll Isólfsson, Steinn Steinarr, Einar Ol. Sveinsson, Tómas Guðmundsson, Halldór Laxness, Olafur Lárusson, Sigurður Nordal, Asgrímur Jónsson, Vilmundur Jónsson, Lárus Pálsson o. fl. o. fl. — Sósíalistaflokkurinn skipuleggur verklýðssamtökin til baráttu. Al- þýðusamband Islands kemur á allsherjarverk- falli í Reykjavík 23. sept. til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Mótmæli þorrans af verklýðsfélögum landsins gegn samþykkt samningsins streyma að til Alþingis. Séra Sig- urbjörn Einarsson, síðar biskup, heldur eina af sínum besm sjálfstæðisræðum á fundi í barnaskólaportinu, birt í Þjóðviljanum und- ir fyrirsögninni: „Möskvinn er máske lít- ill, en netið er stórt." Skrif Kristins sjálfs voru brennandi heit, borin uppi af þessari ódrepandi trú hans á þjóðina, sem hann ann svo heitt að nánast var tignun og sú trú entist honum allt hans líf. Hann hélt fram til síðustu stundar að það tækist að hindra samþykkt Keflavíkur- samningsins. Hann trúði á áhrif þess andlega og félagslega máttar, sem upp var skorinn með herör þessari hinni miklu, — hélt hún hefði áhrif á þá menn á þingi, sem ráðnir voru í að bregðast kosningaloforðum sum- arsins. Því var sem brysti strengur í brjósti hans, er samningurinn var samþykktur (32— 19) og þjóðaratkvæðagreiðslu hafnað (27— 24). Þessum eldheita hugsjónamanni var of- raun að sjá þann ósigur, er við og þjóðin biðu í þeirri eldraun. Eg man hann hringdi til mín að lokinni atkvæðagreiðslunni 5. okt. og sagði að nú yrði ég að skrifa leiðarann, hann væri ekki í skapi til þess. Og ég stal orðalagi de Gaulle frá 1940 og reit leið- arann undir fyrirsögninni: „Orusta hefur tap- ast, stríðið heldur áfram." Orustan hafði tapast um sumarið. Þjóðinni, sem var vissulega andvíg öllum herstöðvum, hafði fatast, er hún trúði þeim, sem þá létust vera andvígir her og sinnti ekki aðvörunum Sósíalistaflokksins um hvað við lægi, ef hann ekki stóryki fylgi sitt. En hann stóð í stað (19,5% fylgis í landinu, 28,5% fylgis í Reykjavík eins og 1942). Þar með var ljóst hvað verða vildi. Að beita öðrum ráðum, þegar blóðið ólgaði í æðum vonsvikins fólks um haustið, hefði verið óráð. Sósíalistaflokk- urinn gerði allt, sem í hans valdi stóð, til að hindra samþykktina, ekki síst með slitum 16

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.