Réttur


Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 13

Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 13
Engels-útgáfunnar hjá Dietz Verlag 1963, bls. 451). [En fyrst við erum að tala um þá Engels og Pál, skyldi þá ekki Engels, ef hann hefði lifað í dag, hafa vitnað í fyrra bréf Páls til Korinþumanna: „Ég áminni yður, bræður, vegna nafns Drottins vors Jesú Krists, að þér mælið allir hið sama og að ekki séu flokka- drættir á meðal yðar, heldur að þér séuð fullkomlega sameinaðir í sama hugarfari og sömu skoðun. Því að mér hefur verið tjáð um yður, bræður mínir, af heimilismönnum Kloe, að þrætur eigi sér stað meðal yðar. Ég á við þetta, að sérhver yðar segir: Ég er Páls; — ég er Appolóns; — ég er Kefasar; — eða ég er Krists". — Þeir hafa þá verið með Mao og Stalín og Che Guevara og Brézjnéf og fleiri, þá líka!]. Engels hefur á efri árum verið samanburð- urinn við frumkristnina svo ríkur í huga að síðustu stærri greininni, er hann skrifar fyrir andlátið, — inngangi að riti Marx: „Stétta- baráttan í Frakklandi 1848—50", — lýkur hann með lýsingu á þeim „hættulega bylting- arflokki" frumkristninni í Rómaveldi og sigri hans. (Sjá „Úrvalsrit Marx og Engels" á ís- lensku II. bindi, bls. 23—24). Síðustu orð hans eru um er kristnin er gerð að ríkistrú. Öll er greinin þrungin af trúnni á nálægan sigur sósíalismans. En það er sárt að hafa ekki hans skarpskygni og gagnrýni, þegar að því kom að vandamál sósíalismans og rík- isvalds hans tóku að krefjast nýrra úrlausna. En látum nú lokið þessum útúrdúr í kristi- legan kommúnisma og vandamál þau, er sigr- inum fylgja. Síðasti kaflinn af endurminningum Gunn- ars á ekki síður erindi til alþýðu nú en hinir. Lýsingin á viðureigninni við réttvísina á valdadögum þríflokkanna er ómetanleg og sönn, allt frá eðlilegum og mannlegum við- brögðum góðra drengja í þjóðfélagi kunn- Gunnar boðar fagnaðarboðskapinn forðum daga. ingsskaparins til undirlægjuháttar æðsm yfir- valda undir erlent vald, samanber umsögn Péturs Magnússonar: „Mikið andskotans rétt- arfar er þetta orðið hjá okkur í landinu." — Það var gott með öllu öðru að fá frásögn Gunnars um þann ágætismann, Pémr Magn- Usson, sem sýndi ekki hvað síst á þeim árum þá íslensku eðliskosti, sem þjóð vor má vera stolmst af. Þegar hugsað er til slíks manns rennur manni til rifja, hve djúpt þorri ís- lenskrar borgarastéttar er sokkinn. Það væri hreyfingu íslenskra sósíalista mikill fengur að fá fleiri slíkar bækur sem þessa frá Gunnari. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.