Réttur


Réttur - 01.01.1974, Side 13

Réttur - 01.01.1974, Side 13
Engels-útgáfunnar hjá Dietz Verlag 1963, bls. 451). [En fyrst við erum að tala um þá Engels og Pál, skyldi þá ekki Engels, ef hann hefði lifað í dag, hafa vitnað í fyrra bréf Páls til Korinþumanna: „Ég áminni yður, bræður, vegna nafns Drottins vors Jesú Krists, að þér mælið allir hið sama og að ekki séu flokka- drættir á meðal yðar, heldur að þér séuð fullkomlega sameinaðir í sama hugarfari og sömu skoðun. Því að mér hefur verið tjáð um yður, bræður mínir, af heimilismönnum Kloe, að þrætur eigi sér stað meðal yðar. Ég á við þetta, að sérhver yðar segir: Ég er Páls; — ég er Appolóns; — ég er Kefasar; — eða ég er Krists". — Þeir hafa þá verið með Mao og Stalín og Che Guevara og Brézjnéf og fleiri, þá líka!]. Engels hefur á efri árum verið samanburð- urinn við frumkristnina svo ríkur í huga að síðustu stærri greininni, er hann skrifar fyrir andlátið, — inngangi að riti Marx: „Stétta- baráttan í Frakklandi 1848—50", — lýkur hann með lýsingu á þeim „hættulega bylting- arflokki" frumkristninni í Rómaveldi og sigri hans. (Sjá „Úrvalsrit Marx og Engels" á ís- lensku II. bindi, bls. 23—24). Síðustu orð hans eru um er kristnin er gerð að ríkistrú. Öll er greinin þrungin af trúnni á nálægan sigur sósíalismans. En það er sárt að hafa ekki hans skarpskygni og gagnrýni, þegar að því kom að vandamál sósíalismans og rík- isvalds hans tóku að krefjast nýrra úrlausna. En látum nú lokið þessum útúrdúr í kristi- legan kommúnisma og vandamál þau, er sigr- inum fylgja. Síðasti kaflinn af endurminningum Gunn- ars á ekki síður erindi til alþýðu nú en hinir. Lýsingin á viðureigninni við réttvísina á valdadögum þríflokkanna er ómetanleg og sönn, allt frá eðlilegum og mannlegum við- brögðum góðra drengja í þjóðfélagi kunn- Gunnar boðar fagnaðarboðskapinn forðum daga. ingsskaparins til undirlægjuháttar æðsm yfir- valda undir erlent vald, samanber umsögn Péturs Magnússonar: „Mikið andskotans rétt- arfar er þetta orðið hjá okkur í landinu." — Það var gott með öllu öðru að fá frásögn Gunnars um þann ágætismann, Pémr Magn- Usson, sem sýndi ekki hvað síst á þeim árum þá íslensku eðliskosti, sem þjóð vor má vera stolmst af. Þegar hugsað er til slíks manns rennur manni til rifja, hve djúpt þorri ís- lenskrar borgarastéttar er sokkinn. Það væri hreyfingu íslenskra sósíalista mikill fengur að fá fleiri slíkar bækur sem þessa frá Gunnari. 13

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.