Réttur


Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 52

Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 52
Þingmaður. Starfandi á laun í Þýzkalandi eftir valdatöku fasista. 1936—39 pólitiskur leiðtogi hjá Alþjóðahersveitinni á Spáni. I framkvæmdanefnd Alþjóðasambands kommúnista. 1939 er hann settur í fangelsi í Frakklandi, afhentur Gestapo 1942 og var í dauðabúðunum í Mauthausen til 1945. Siðan einn af forustumönnum SED. Bruno Leuschner (1910—1965). 1930 meðlimur KPD. Starfaði á laun eftir valdatöku nazista, hand- tekinn 1936 og var siðan í ýmsum fangabúðum, síðast í Mauthausen. Varð eftir stríð einn af beztu forustumönnum SED, löngum formaður áætlunar- ráðs ríkisins, miðstjórnarmeðlimur o. s. frv. Sjá nánar um hann í Rétti 1965, bls. 82—84, greinina „Bruno Leuschner látinn." Heinrich Rau (1899—1961). 1916 með í „Spart- acus." Virkur í nóvemberbyltingunni 1918, þá í Óháða sósíalistaflokknum. 1919 í KPD. Þingmaður. Mikill starfsmaður. Eftir 1933 skipulagði hann leyni- starfið í Suðvestur-Þýzkalandi. I fangelsi frá maí 1933 til 1935. Komst úr landi. Foringi XI. Alþjóða- hersveitarinnar á Spáni 1937-—38, framúrskarandi vinsæll foringi sakir hreysti sinnar og siðferðis- þreks. Særðist í maí 1938 og var fluttur til Frakk- lands. Tekinn fastur í París 1. sept. 1939 og afhent- ur nasistum 1942. Var í dýflissum nasista í Berlín og síðast í Mauthausen. Varð eftir stríð einn af beztu foringjum flokksins, í miðstjórn, þingi og ríkisstjórn. Varaforsætisráðherra frá 1950. Og frá apríl 1955 var hann jafnframt ráðherra utanríkis- verzlunar. Alfred Neumann f. 1909. Gekk í KPD 1929. Barð- ist í Alþjóðahersveitinni á Spáni, Hallgrímur Hall- grímsson segir frá honum í bók sinni og Neumann spurði mig mikið eftir Hallgrími, er ég hitti hann eitt sinn á flokksþingi SED. Að lokinni borgara- styrjöldinni á Spáni, var hann settur í fangabúðir j Frakklandi, afhentur Gesíapo 1941 og í fanga- búðum síðan. Var strax einn af leiðtogum flokks- ins eftir 1945, frá 1961 I ríkisstjórn, nú varafor- sætisráðherra. Hans Teubner, sjá 3. hefti Réttar 1973. Hermann Remmele, (1880—1939). Gekk 1897 í Sósialdemókratafl. og 1919 meðstofnandi Óháða sósíalistaflokksins, 1920 i KPD. Þingmaður þýzka rikisþingsins 1920, 1923—26 ritstjóri „Rote Fahne", aðalmálgagns flokksins. 1924—1933 í framkvæmda- nefnd flokksins, 1927—32 ritstjóri tímarits flokks- ins „Die Internationale". Meðlimur í framkvæmda- nefnd Alþjóðasambands kommúnista frá marz 1926. Lenti eftir 1932 í nokkrum innanflokksdeilum. Var búsettur í Moskvu frá 1932. Tekinn þar fastur, ranglega ákærður og lézt þar 1938. Wilhelm Florin (1894—1944). I striðinu 1914—18 starfaði hann sem hermaður að undirróðri gegn \ keisarastjórninni í tengslum við „Spartakus", og tókst að flýja og fara huldu höfði, er hann hafði verið tekinn fastur fyrir áróður sinn. 1918 í Óháða sósíalistaflokknum. Var í Verkamanna- og her- manna-ráðinu í Köln í byltingunni 1918. 1920 i KPD. Ágætur verkalýðsforingi í mörgum verkföll- um. Varð oft að fara huldu höfði. Frá 1924 þing- maður í rikisþinginu og í miðstjórn KPD. Frá 1932 einn af forystumönnum Alþjóðasambands komm- únista. Flokksstjórn KPD ákvað í maí 1933 að hann skyldi fara til Frakklands ásamt Franz Dahlem og Wilhelm Pieck og mynda framkvæmdastjórn KPD þar. Starfaði í stjórn Alþjóðasambands kommún- ista í Moskvu. Mikill skipuleggjandi og áróðurs- maður. Philipp Dengel (1888—1948). Otull baráttumaður í verkalýðshreyfingunni strax á unga aldri. 1919 í KPD. 1924—30 í rikisþinginu. 1928 meðlimur i framkvæmdanefnd Alþjóðasambands kommúnista. 1928—29 ritstjóri „Rote Fahne". Otull starfsmaður á alþjóðavettvangi. Fékk hjartaslag 22. júní 1941 og náði aldrei heilsu síðan. Hugo Eberlein (1887—1944). 1906 í Sósíaldemo- krataflokkinn. Starfaði með Karl Liebknecht og Rosu Luxemburg. Tekinn fastur 1915 og aftur 1916 vegna pólitískrar starfsemi sinnar. Strauk úr haldi. Þátttakandi i nóvemberbyltingunni 1918. Kosinn i stjórn „Spartakusar" 1918, skipulagði dreifingu blaðsins „Rote Fahne" í byltingunni. I stjórn KPD frá upphafi. Einn af stofnendum Alþjóðasambands kommúnista og ætíð einn af beztu skipuleggjend- um, sem sambandið og þýzki Kommúnistaflokkurinn hafði á að skipa. Skipulagði leynistarf KPD utan- lands og innan eftir valdatöku nazista. Tekinn fastur í Strassburg 1935 og fór, er hann losnaði, til Sov- ríkjanna. Tekinn fastur þar, ranglega ákærður og dó þar 1944. Willi Múnzenberg. (1889—1940) 1906 í Sósial- demókrataflokkinn. Verður brétt leiðtogi sósíal istískrar æskulýðshreyfingar í stríðinu, líka á al- þjóðamælikvarða. Var þá í Sviss og i tengslum 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.