Réttur - 01.01.1974, Qupperneq 52
Þingmaður. Starfandi á laun í Þýzkalandi eftir
valdatöku fasista. 1936—39 pólitiskur leiðtogi hjá
Alþjóðahersveitinni á Spáni. I framkvæmdanefnd
Alþjóðasambands kommúnista. 1939 er hann settur
í fangelsi í Frakklandi, afhentur Gestapo 1942 og
var í dauðabúðunum í Mauthausen til 1945. Siðan
einn af forustumönnum SED.
Bruno Leuschner (1910—1965). 1930 meðlimur
KPD. Starfaði á laun eftir valdatöku nazista, hand-
tekinn 1936 og var siðan í ýmsum fangabúðum,
síðast í Mauthausen. Varð eftir stríð einn af beztu
forustumönnum SED, löngum formaður áætlunar-
ráðs ríkisins, miðstjórnarmeðlimur o. s. frv. Sjá
nánar um hann í Rétti 1965, bls. 82—84, greinina
„Bruno Leuschner látinn."
Heinrich Rau (1899—1961). 1916 með í „Spart-
acus." Virkur í nóvemberbyltingunni 1918, þá í
Óháða sósíalistaflokknum. 1919 í KPD. Þingmaður.
Mikill starfsmaður. Eftir 1933 skipulagði hann leyni-
starfið í Suðvestur-Þýzkalandi. I fangelsi frá maí
1933 til 1935. Komst úr landi. Foringi XI. Alþjóða-
hersveitarinnar á Spáni 1937-—38, framúrskarandi
vinsæll foringi sakir hreysti sinnar og siðferðis-
þreks. Særðist í maí 1938 og var fluttur til Frakk-
lands. Tekinn fastur í París 1. sept. 1939 og afhent-
ur nasistum 1942. Var í dýflissum nasista í Berlín
og síðast í Mauthausen. Varð eftir stríð einn af
beztu foringjum flokksins, í miðstjórn, þingi og
ríkisstjórn. Varaforsætisráðherra frá 1950. Og frá
apríl 1955 var hann jafnframt ráðherra utanríkis-
verzlunar.
Alfred Neumann f. 1909. Gekk í KPD 1929. Barð-
ist í Alþjóðahersveitinni á Spáni, Hallgrímur Hall-
grímsson segir frá honum í bók sinni og Neumann
spurði mig mikið eftir Hallgrími, er ég hitti hann
eitt sinn á flokksþingi SED. Að lokinni borgara-
styrjöldinni á Spáni, var hann settur í fangabúðir
j Frakklandi, afhentur Gesíapo 1941 og í fanga-
búðum síðan. Var strax einn af leiðtogum flokks-
ins eftir 1945, frá 1961 I ríkisstjórn, nú varafor-
sætisráðherra.
Hans Teubner, sjá 3. hefti Réttar 1973.
Hermann Remmele, (1880—1939). Gekk 1897 í
Sósialdemókratafl. og 1919 meðstofnandi Óháða
sósíalistaflokksins, 1920 i KPD. Þingmaður þýzka
rikisþingsins 1920, 1923—26 ritstjóri „Rote Fahne",
aðalmálgagns flokksins. 1924—1933 í framkvæmda-
nefnd flokksins, 1927—32 ritstjóri tímarits flokks-
ins „Die Internationale". Meðlimur í framkvæmda-
nefnd Alþjóðasambands kommúnista frá marz 1926.
Lenti eftir 1932 í nokkrum innanflokksdeilum. Var
búsettur í Moskvu frá 1932. Tekinn þar fastur,
ranglega ákærður og lézt þar 1938.
Wilhelm Florin (1894—1944). I striðinu 1914—18
starfaði hann sem hermaður að undirróðri gegn \
keisarastjórninni í tengslum við „Spartakus", og
tókst að flýja og fara huldu höfði, er hann hafði
verið tekinn fastur fyrir áróður sinn. 1918 í Óháða
sósíalistaflokknum. Var í Verkamanna- og her-
manna-ráðinu í Köln í byltingunni 1918. 1920 i
KPD. Ágætur verkalýðsforingi í mörgum verkföll-
um. Varð oft að fara huldu höfði. Frá 1924 þing-
maður í rikisþinginu og í miðstjórn KPD. Frá 1932
einn af forystumönnum Alþjóðasambands komm-
únista. Flokksstjórn KPD ákvað í maí 1933 að hann
skyldi fara til Frakklands ásamt Franz Dahlem og
Wilhelm Pieck og mynda framkvæmdastjórn KPD
þar. Starfaði í stjórn Alþjóðasambands kommún-
ista í Moskvu. Mikill skipuleggjandi og áróðurs-
maður.
Philipp Dengel (1888—1948). Otull baráttumaður
í verkalýðshreyfingunni strax á unga aldri. 1919 í
KPD. 1924—30 í rikisþinginu. 1928 meðlimur i
framkvæmdanefnd Alþjóðasambands kommúnista.
1928—29 ritstjóri „Rote Fahne". Otull starfsmaður
á alþjóðavettvangi. Fékk hjartaslag 22. júní 1941
og náði aldrei heilsu síðan.
Hugo Eberlein (1887—1944). 1906 í Sósíaldemo-
krataflokkinn. Starfaði með Karl Liebknecht og
Rosu Luxemburg. Tekinn fastur 1915 og aftur 1916
vegna pólitískrar starfsemi sinnar. Strauk úr haldi.
Þátttakandi i nóvemberbyltingunni 1918. Kosinn i
stjórn „Spartakusar" 1918, skipulagði dreifingu
blaðsins „Rote Fahne" í byltingunni. I stjórn KPD
frá upphafi. Einn af stofnendum Alþjóðasambands
kommúnista og ætíð einn af beztu skipuleggjend-
um, sem sambandið og þýzki Kommúnistaflokkurinn
hafði á að skipa. Skipulagði leynistarf KPD utan-
lands og innan eftir valdatöku nazista. Tekinn fastur
í Strassburg 1935 og fór, er hann losnaði, til Sov-
ríkjanna. Tekinn fastur þar, ranglega ákærður og
dó þar 1944.
Willi Múnzenberg. (1889—1940) 1906 í Sósial-
demókrataflokkinn. Verður brétt leiðtogi sósíal
istískrar æskulýðshreyfingar í stríðinu, líka á al-
þjóðamælikvarða. Var þá í Sviss og i tengslum
52