Réttur


Réttur - 01.01.1974, Side 33

Réttur - 01.01.1974, Side 33
Bruno Leuschner (t.v.) og Heinrich Rau (t.h.). Þá var það „hitt Þýzkalandið," sem bjargaði heiðri þýzku þjóðarinnar: Það Þýzkaland samtíðar- innar, sem allstaðar háði við ófreskjuna sinn ó- jafna leik, — það Þýzkaland arfleifðarinnar, af- skræmdrar og misnotaðrar, sem leið undir fargi smánarinnar, sem styndu andar skáldanna i Weim- ar undir nálægð Buchenwald.** Þeir, sem unnu þessu Þýzkalandi, — Þýzkalandi ** Fangabúðirnar alræmdu í Buchenwald eru I næsta négrenni Weimar, en þann garð gerðu Goethe og Schiller frægan um aldamótin 1800. Marx og Goethes, Engels og Schillers, Þýzkalandi frelsisbaráttu verkalýðsins gegn áþján auðdrottna og junkara, — þeir hugsuðu þá til þeirra manna, er hófu nú baráttuna á ný í rústum hrundra viga, börðust hver með sinu móti gegn fordæðu fas- ismans: I fangelsum fasismans skapast samhjálp hinna varnarlausu fanga. Það voru þýzku komm- únistarnir, sósíaldemókratarnir og aðrir lýðræðis- sinnar, sem fyrstir allra urðu fyrir barðinu á naz- ismanum. Og svo hafa mér sagt tékkneskir fangar, að þegar hundruð þúsunda útlendra fanga voru þarna síðar I hundruðum „búða", þá voru það ein- mitt þýzku kommúnistarnir sem oftast höfðu traust 33

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.