Réttur


Réttur - 01.01.1974, Side 20

Réttur - 01.01.1974, Side 20
meirihluta á Alþingi, eftir að forustur Fram- sóknar og Alþýðuflokks höfðu í algeru á- byrgðarleysi neitað öllum samfylkingartil- boðum K.F.I. Og sú áætlun flokksins stóðst. Þá eru ekki síður þær ræðurnar athyglis- verðar og lærdómsríkar fyrir ungu kynslóð- ina í dag, er haldnar eru á mestu þrenginga- tímum Sósíalistaflokksins, er skæðustu of- sóknirnar dundu yfir og þeir innviðir voru treystir, er endast heilli kynslóð til gifturíkrar forustu. Ræðurnar og greinarnar frá tímabilinu 1941—44 eru ekki síst vel fallnar til að læra af hvernig skilgreina skuli ástand, sem breyt- ist ótt og títt, og ákveða stefnuna án þess að missa sjónar af markinu. En fyrir þá, sem aðeins þekkja stjórnmála- leiðtogann og bardagamanninn Brynjólf Bjarnason, er það máske opinberun að lesa erindið: „Við eigum þetta land" (1943) og fá innsýn í hugarheim þess ágæta heimspek- ings og náttúruskoðara, sem af einskærri skyldutilfinningu hins hámenntaða og sið- ferðilega sterka manns vígir allt líf sitt og helgar alla krafta sína frelsisbaráttu kúgaðs fólks og varnarbaráttu smárrar þjóðar gegn risaveldum auðsins. — Og kiljurnar geyma fleiri ræður af þessu tagi. Yið upprifjun einnar ræðu frá nýsköpunar- árunum, rennur manni til rifja hve aftur- haldið og þröngsýnin er lífseig á æðri stöð- um í voru landi Islandi: Brynjólfur, besti menntamálaráðherra, sem Islands hefur eign- ast, lagði í ræðu sinni til háskólans 1. des. 1944 meðal annars áherslu á að meira mætti beita marxismanum við rannsóknir á sögu o. fl. við háskólann. Síðan eru liðin 30 ár. Borgaralegir háskólar Vesturlanda ætla marx- istiskum vísindum ærið rúm í ýmsum deild- um sínum, jafnvel í Bandaríkjunum sjálfum. En enn þá eru yfirvöld Háskóla Islands söm við sig. Ef til vil er siðferðisþróttur Brynjólfs — og orðanna list eftir því — hvergi sterkari en í þeim ræðum hans, þar sem hann stendur sem fulltrúi hinnar vopnlausu íslensku smá- þjóðar með andlega yfirburði hins góða mál- staðar gagnvart stórveldi auðsins gráu fyrir járnum. Sérstaklega eiga þessar þrjár erindi til Islendinga í dag: 1. „Það svar verÖur munaö ár og aldir." (Framsöguræða 28. mars 1949, um inngöng- una í Atlantshafsbandalagið). 2. „ViÖ getum unnið sigur í baráttu viö ægilegasta herveldi heims". (Ræða á mót- mælafundi Sósíalistaflokksins 16. maí 1951 gegn hernáminu). 3. „Við munum verða stórveldi og Banda- ríkin umkomulaus og smá." (Utvarpsræða frá Alþingi í des. 1953). Þannig mætti halda áfram að telja allar þær greinar, sem eiga brýnt erindi til okkar í baráttu dagsins í dag, og aðrar, sem gefa sögulega innsýn í viðureign Sósíalistaflokks- ins við erfiðleikana á sjöunda áratugnum, — og oflangt yrði það allt að rekja. En tvær af síðustu ræðunum verðskulda alveg sérstaklega að hver sósíalisti íhugi þær og allar aðstæður í sambandi við þær til hlítar: Hin fyrri er „Alþýðubandalagið sem stjórnmálaflokkur", haldin á flokksráðstefnu á Akureyri 1969- Þar markar hann með allri reynslu hins aldna leiðtoga og af skarp- skyggni hins marxistíska hugsuðar hlutverk það, sem Alþýðubandalaginu er ætlað í ís- lenskri sögu og þarf að týgja sig til að leysa það af hendi. Þessa stuttu ræðu, sem þá var haldin og hér er prentuð, þyrftu allir fylgjendur Alþýðubandalagsins að lesa vel og leggja sér á hjarta. Eigi mun af veita. Síðari ræðan er: „Sósíalistafélag Reykjavík- ur kvatt," flutt 15. jan. 1970 á fundi þess fé- lags, er Brynjólfi og fleiri ágætum félögum 20

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.