Réttur


Réttur - 01.01.1974, Side 1

Réttur - 01.01.1974, Side 1
léttur 57. árgangur 1 974 — 1 . hefti LAKDSBOKASAFN 314802 Í3LANDS Tveir atburðir framar öðrum setja mark sitt á fyrstu mánuði þessa nýbyrjaða árs: sigur verklýðssamtakanna í nýafstöðnum vinnudeilum og undirskriftar- safnanir hernámssinna. Sigur íslensks verkalýðs með samningunum 27. febrúar er mikill, ekki síst vegna þess að með honum fást verulegar kjarabætur fyrir þær konur, er að fiskverkun vinna, auk alls annars, sem á vannst, ekki síst í skjóli þess að vinsamleg ríkisstjórn verkalýðnum situr nú að völdum. Þessi sigur sýnir enn einu sinni hve mikið vald verkalýðsins er, einkum þegar ekki er hægt að beita ríkisvaldinu gegn honum, eins og gert var 1959—1971, — jafnvel að ríkisvaldinu sé nú beitt til að uppfylla óskir verkamanna. En þessi sigur krefst þess að íslenzkur verkalýður athugi stöðu sína alla. Valdinu fylgir vandi. Það vald, sem verkalýðurinn hefur öðlast vegna sam- takamáttar síns, skapar honum skyldur. Sá verkalýður, sem afnumið hefur fátæktina og getur allt að því fyrirskipað launahækkanir og lög, verður frekar fyrr en síðar að taka að sér stjórn þjóðfélagsins. Meðan einkaatvinnu- rekendur ráða framleiðslutækjunum og allur atvinnurekstur miðast við þeirra gróða, munu þeir á einn eða annan máta velta kauphækkunum af sér yfir á verðlagið. Og þegar íslensk verðbólga er ekki lengur ein að verki með sín

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.