Réttur


Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 30

Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 30
tveir hermenn með skotklárar byssur standa and- spænis honum. Glottandi bjóða þeir honum að ganga inn og jafnframt þrífur annar þeirra til hans og dregur hann inn í íbúðina. Þeir hrifsa skjala- tösku hans og það fyrsta sem þeir festa hönd á eru eintök af „Rauða fánanum". „Ritstjóri „Rauða fánans", enn einn stórlaxinn!" segja þeir kampakátir. Þeim nægja blöðin sem sönnunargagn og spyrja hvorki um nafn né skilriki. Út úr öðru herbergi koma hermenn með Rósu Lúxemburg. Hún er veik og hafði legið rúmföst, en er flutt á burt án tillits til þess, og Wilhelm Pieck einnig. Þau gátu ráðið það af gleiðbrosandi samtali hermannanna, að Karl Liebknecht hefði þegar verið færður á Eden hótelið, en þar hafði herráð lögregluliðs lífvarðarsveitarinnar bækistöð. Verkamenn hötuðu sérstaklega foringja og óbreytta hermenn úr liði þessu, fyrir ofbeldi og grimmd. I anddyri hótelsins tóku hermenn, foringjar og hótelgestir á móti Rósu Luxemburg og Wilhelm Pieck með dýrslegu öskri. Flestir þeirra voru prangarar, spákaupmenn og fjárhættuspilarar. Þeir öskruðu og æptu, hræktu og hrintu og hrópuðu um leið og þau fóru framhjá: „Drepið þau, hengið þaul" „Hvorugt ykkar fer héðan lifandi", öskraði liðs- foringi að Wilhelm Pieck. Á ganginum á annarri hæð varð Wilhelm Pieck að standa með andlitið upp að vegg. Tveir hermenn með hlaðnar byssur stóðu vörð um hann. „Skjótið strax ef hann reynir að flýja", heyrði hann skipað drynjandi röddu. Til hægri fanganum voru dyr. Á hurðinni hékk pappaspjald með áletruninni: Pabst höfuðsmaður. Karl Liebknecht kemur nú út um þessar dyr um- kringdur hermönnum og liðsforingjum. Andlitið er náfölt og ber merki um ógurlegar kvalir. Wilhelm Pieck má ekki líti við, en hann finnur og heyrir þótt hann sjái ekki, að á næstu minútum er framið ruddalegt, flárátt, lítilmannlegt morð. Karl Liebknecht, sá kjarkmesti af hugrökkum baráttumönnum gegn þýzkri hernaðarstefnu, er varnarlaus settur í hendurnar á þessum dýrslega skríl drukkinna liðsforingja og hermanna. Það upp- hefst dýrslegt öskur þegar farið er með Karl Liebknecht niður stigann að hótelanddyrinu. „Höggið hitti", heyrði Wilhelm Pieck kallað — síðan heyrðist bifreið aka af stað. Rósa Lúxemburg varð að feta þessa sömu leið í höndum morðingjanna. Þessi dýr í mannsmynd lömdu þessa veikbyggðu konu uns hún féll i gólfið. Þeir drógu hana út á götu. Á meðan endurtóku sig í sibylju öskrin í þessum morðingjum og fordrukknu hótelgestum. Skothvellur frá skammbyssu heyrðist í gegnum hávaðann — og aftur heyrðist bifreið aka af stað. Það liðu nokkrar sársaukafullar mínútur. Þá skipuðu hermennirnir þessum öskrandi hótel- gestum að fara til herbergja sinna eða yfirgefa húsið. Þögnin sem á eftir kom var ógnvekjandi. Það er skipt um hermenn að gæta Wilhelm Pieck. Hann sá útundan sér, að liðsforingi fær öðrum þeirra einhver skilríki, en heyrir ekki hvað hann segir. Það líða nokkrar mínútur i mikilli spennu. Aftur heyrist fótatak nálgast og Wilhelm Pieck heyrir að sagt er: „Ég sé um það." Þá heyrist að byssa er spennt. Wilhelm Pieck snýr sér snögglega við. Hermaður- inn fyrir framan hann hrekkur við og honum fallast hendur með byssuna. Fanginn horfir ógnandi í augu óttaslegins hermannsins. Fyrst löngu seinna komst hann að því, að maður þessi var Runge húsari. Hann var einn af morðingjum Rósu og Karls. I svip hermannsins endurspeglaðist heimska og bleyðimennska og Wilhelm Pieck var strax Ijóst, að þessi maður mundi hlýða öllum fyrirskipunum. Hann krafðist því með skipandi rödd: „Fylgið mér undireins til Pabst höfuðsmanns!" Og án þess að biða svars gekk hann að dyrunum sem á stóð: Pabst höfuðsmaður, og opnaði þær og stóð aug- liti til auglits við manninn sem hafði gefið fyrir- mælin um að myrða Karl Liebknecht og Rósu Lúx- emburg. Wilhelm Pieck vissi að líf hans hékk á bláþræði. Hann varð að tala mál sem höfuðsmaðurinn skildi, mótmæla, krefjast, ógna. Hryssingslegri spurningu höfuðsmannsins um erindi svaraði Wilhelm Pieck: ,,Ég krefst þess að mér verði sleppt þegar I staðl Hversvegna hef ég verið handtekinn ólöglega og jafnvel hótað að skjóta mig?" Höfuðsmaðurinn glápir steinhissa. Hann var að enda við að fyrirskipa, að ritstjóri Rauða fánans skyldi drepinn eins og Liebknecht og Lúxembúrg, og nú krefst maðurinn þess að honum sé sleppt. „Hver eruð þér eiginlega?" verður honum að orði. „Ég er blaðamaður við Frankfurter Zeitung", svaraði Wilhelm Pieck og sýnir honum til staðfest- ingar skírteini sitt. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.