Réttur


Réttur - 01.01.1974, Síða 44

Réttur - 01.01.1974, Síða 44
Alexanderplatz i rústum 1945. móðnum, kúgunin í námunda við agann. — Og það var ekki sparað að auka á erfiðleikana, skara í eldinn vestan frá. Borgarablöð Vestur-Þýzkalands kölluðu Ulbricht, aðalritara SED, oft „rauða járnkanslarann". (Járn- kanslarinn var Bismarck). Og það var ekki að ástæðulausu. Hrifningin af Sovétríkjunum og tign- unin á Stalin, þar með þakklætið til þeirra, er frelsað höfðu alþýðuna undan fasismanum, yfir- gnæfði fyrstu árin hina miklu erfð þýzka verka- lýðsins sjálfs, skyggði jafnvel á Ivlarx og Engels. Og þegar holskeflur ofsóknanna riðu yfir hinn sósí- alistiska heim með réttarhöldum gegn „titoistum", sem kostuðu Slansky, Rajk og fleiri ágæta komm- únista lífið, þá skullu þær og á DDR og ágætir félagar eins og Paul Merker, Hans Teubner o. fl. — siðar foringi eins og Anton Ackermann, — urðu fyrir barðinu á þeim. Það voru ill verk ofstækis, er þá voru framin — og öll hreyfing sósíalismans þarf að læra að varast þau víti, — en SED slapp þó við þá ógæfu að rjóða hendur sínar blóði ýmissa sinna beztu manna, svo sem henti ýmsa kommúnistaflokka alþýðulýð- veldanna um þessar mundir og hent hafði Komm- únistaflokk Sovétríkjanna 1936—38, og þá létu og ýmsir þýzkir kommúnistar þar lífið. 44

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.