Réttur


Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 59

Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 59
hléssamkomulag Egypta og Israela, sem undirritað var i janúar sl. Hefur þetta skref þótt bera vott um hæfileika og áhrifamátt hans og einlægan frið- arvilja hins mektuga heimsveldis í vestri. Vopna- hléssamkomulagið hefur ekki gerst án samþykkis Sovétríkjanna enda í fullu samræmi við utanrikis- stefnu þeirra um friðsamlega sambúð. Kjörorðið friðsamleg sambúð stórveldanna eða réttara sagt milli Sovétríkjanna og auðvaldsheimsins er ekki nýtt af nálinni. I reynd má rekja slóð þess alla leið til kenningar Stalíns og Bucharins um sósí- alisma i einu landi. Leitaðist Stalín eftir þjóðlegu öryggi fyrir Sovétríkin innan ramma hins alþjóðlega status quo. Þessu marki reyndi hann að ná með hugmyndafræðilegri einangrun Sovétrikjanna og kepptist við að halda þeim utan við alþjóðlega stéttabaráttu. Þessi stefna lagði allt upp úr frið- samlegri sambúð hins sovéska þjóðríkis við borg- araleg þjóðríki í vestri, sem leiddi m.a. til valda- töku Hitlers 1933. Þegar Krústjoff tók við stjórnartaumunum, gerði hann ákveðnar tilraunir til að afhjúpa ofbeldisdýrk- un Stalíntímabilsins en skildi það mál þó eftir í miðjum klíðum. Þótt Krústjoff hafi breytt ýmsum stjórnarháttum innanlands, hróflaði hann ekkert við grundvallarstefnu stalínismans í utanrikismál- um, sem byggðust á því að rússneska þjóðrikið hafði algjöra forsjá og gát á hinni alþjóðlegu sósí- alísku hreyfingu og beitti henni I þágu hernaðar- legs öryggis Sovétríkjanna. Þessi stefna hefur vissulega styrkt stöðu Sovétrikjanna sem áhrifa- veldis í Austur-Evrópu en um leið hefur hún stór- aukið athafnamöguleika Bandaríkjanna. Stalín og eftirmenn hans leiddu alþjóðlega stéttabaráttu á blindgötur. Án sameiginlegs áhuga stórveldanna á eigin öryggi og minni spennu hefði aldrei komið til samninga Kissingers í Austurlöndum nær. Of augljóst er orðið að Sovétríkjunum hefur verið hrundið brott úr Austurlöndum nær af Banda- rikjunum. Þegar setið var við samningaborðið og samið um vopnahlé virtist enginn sakna Sovétrikj- anna, meðan Bandaríkin sátu í forsæti og stýrðu málum. Án efa verður þetta vatn á myllu þeirra rikisstjórna, sem þrátt fyrir áróðurslegar vináttu- yfirlýsingar — vantreystu sovéskri nærveru austur þar frá upphafi og vildu hana sem minnsta. Þegar haft er í huga að arabísku löndin eru aug- Ijóslega reiðubúin að auka og dýpka samstarf sitt yið auðvaldslöndin sem helst í hendur við vaxandi undirokun sósíalískra og kommúnískra hópa i sömu löndum, hlýtur sú spurning að vakna, hvort Sovét- ríkin séu ekki að Ijúga að sjálfum sér, þegar þau klifa á því, að lönd eins og Egyptaland og Alsír fari árangursríkt hinn ekki-kapítaliska þróunarveg. Spurningin er ekki siður mikilvæg fyrir Kína sem skilyrðislaust studdi arabaríkin í átökunum. Bandaríkin notfæra sér ástandið og virðast ætla að knýja fram stefnu sem tryggir tilveru og öryggi israelsríkis um leið og hún uppfyllir kröfur Araba um rýmingu hertekinna landsvæða. Á bak við sáttasemjarahlutverk Bandarikjanna liggur þó sú hugsun að þetta verk verði útvikkað með aukinni pólitiskri og efnahagslegri nærveru þeirra þ.e. gamla heimsveldastefnan. Það sem hér er að gerast er hægt að segja i einni setningu. Henry Kissinger er hinn heiðarlegi sáttasemjari og ameriskt auðmagn er aflgjafi framtíðarsambúðar Araba, Israela og Palestínubúa. Evrópska borgarapressan er tæpast búin að átta sig á þessu og allra sist Morgunblaðið, sem enn talar um „ósvífna arabíska kúgun". Vinstrisinnar, sem vanir eru vingjarnlegum yfir- lýsingum í garð araba eru fullir undrunar yfir því, að lausn þessarar kreppu skuli taka á sig æ meiri gagnbyltingarblæ. Kannski þeir eigi erfitt með að venjast af brjósti hinnar lenínsku heimsvaldakenn- ingar? I reynd er ekki ólíklegt að samið verði um það, að Israel yfirgefi herteknu svæðin frá 1967. Auk þess verði stofnað palestínskt riki á vesturbakka Jórdan og Gasa en Israel verði siðan viðurkennt af flestum arabaríkjunum. Þetta friðarsamkomulag — sem hefur á sér öll einkenni uppskriftarinnar um friðsamlega sambúð, mun fella burtu þær ástæður sem hafa valdið nánum tengslum arabaríkjanna við Sovétrikin. Hér er kostað kapps um að koma í veg fyrir vopnaátök milli þjóðríkja. Stéttaátök útilokuð í bráð en ýtt undir eflingu óbreytts ástands heimsins. Vopnakaup araba verða ekki lengur jafnnauðsyn- leg og áður auk þess sem auðvelt yrði að fá vopn í Vestri, þegar samið hefur verið um hámarks vopnabúnað á svæðinu. Þar með væri opin leið fyrir endurinniimun arabísku ríkjanna inn í vest- rænt áhrifasvæði, sem styrktist af stórum hráefna- og sölumörkuðum. Það má kalla það nokkra kaldhæðni að einmitt Amerika skuli hafa opnað þessar dyr. Bandaríkin sýna og sanna veldi sitt og ögra hinum vanmegna 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.