Réttur


Réttur - 01.01.1974, Síða 67

Réttur - 01.01.1974, Síða 67
INNLEND ■ VÍÐSJÁ ■I— 1 KJARASAMNINGUM VERKALÝÐS- FÉLAGANNA LOKIÐ Kjarasamningar til tveggja ára voru undir- ritaðir 27. febrúar Verkfall hafði þá staðið í þrjá sólarhringa, en lengur hjá Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur. Niðurstaða samninganna var í meginatrið- um sem hér segir: Talið er að kauphækkanir vegna niðurfell- ingar á töxtum og tilfærslu samsvari að jafn- aði um 5,6% hækkun hjá almennu verka- lýðsfélögunum. Ofan á það kemur svo 8% hækkun nú þegar og 1200 krónur, en það samsvarar 12% hækkun að jafnaði. Hér er því alls um nálægt 18% hækkun að ræða hjá almennu verkalýðsfélögunum. Síðan kemur 3% hækkun 1. nóvember í haust og 3% hækkun 1. júlí 1975. Alls verður því á samningstímanum um að ræða 25% hækk- un. Fiskvinnslan hækkar þó meira en þessu nemur, eða um 19,4—23,2%, auk tvisvar sinnum 3% síðar. Þessi almenna hækkun kemur aðeins á laun sem ekki eru yfir 34.700 kr. á mánuði þegar samið er, en þeir sem hafa hærri laun nú fyrir dagvinnu fá hins vegar allir sömu krónutölu og sá sem hafði 34.700 kr. á mán- uni. Samkvæmt nýju samningunum verða lægstu mánaðarlaun kr. 32.000,00 á mánuði. I samningunum tókst að fá fram kaup- tryggingu að hluta sem hér segir: Verkafólk fær rétt á fullu dagvinnukaupi nú þegar í allt að 3 daga á viku, þótt það sé ekki kallað til vinnu. Frá 1. mars 1976 verða þetta svo 4 dagar og frá 1. mars 1978 fimm dagar þ.e. öll vikan, sem verkafólk á rétt á dagvinnulaunum, eða kauptryggingu, þótt það sé ekki kvatt ti! vinnu af einhverjum ástæðum. Til þess að tryggja framgang þessarar mik- ilvægu breytingar — sem er tvímælalaust eitt stærsta réttindamál kjarasamninganna féllst verkalýðshreyfingin á að berá sjálf, þ.e. með atvinnuleysistryggingasjóði, 60 % kostnaðar af þessari kauptryggingu, í formi endur- greiðslna til atvinnurekenda, en síðan lækki sú tala um 10% á ári uns hlutdeild atvinnu- leysistryggingasjóðs hverfur alveg á árinu 1984, að tíu árum liðnum. Þeir samningar sem undirritaðir voru 27. febrúar voru rammasamningar og hafa samn- ingar aldrei verið gerðir á svo víðtækum grundvelli fyrr. Þau kjaraatriði sem hér hefur verið lýst á undan eiga við um alla aðila innan Alþýðusambandsins nema Hið ísl. prentarafélag, sem ákvað að taka sig út úr samflotinu á síðustu stundu. En auk þeirra atriða sem áður var lýst var svo samið um allskonar sérkröfur einstakra félaga eða hópa innan félaga. Helsti tæknilegi munurinn á þessum samningum nú og samningunum 1971 er sá, að þá var aðeins samið um rammann í byrjun en síðan stóð yfir þref um sérkröfur í marga mánuði. Nú er fullsamið um aðalsamning og sérsamninga. Eðvarð Sigurðsson var formaður samninga- nefndar Alþýðusambands Islands. I viðtali við Þjóðviljann eftir samningana sagði Eðvarð að hið athyglisverðasta við þessa 67

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.