Réttur


Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 67

Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 67
INNLEND ■ VÍÐSJÁ ■I— 1 KJARASAMNINGUM VERKALÝÐS- FÉLAGANNA LOKIÐ Kjarasamningar til tveggja ára voru undir- ritaðir 27. febrúar Verkfall hafði þá staðið í þrjá sólarhringa, en lengur hjá Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur. Niðurstaða samninganna var í meginatrið- um sem hér segir: Talið er að kauphækkanir vegna niðurfell- ingar á töxtum og tilfærslu samsvari að jafn- aði um 5,6% hækkun hjá almennu verka- lýðsfélögunum. Ofan á það kemur svo 8% hækkun nú þegar og 1200 krónur, en það samsvarar 12% hækkun að jafnaði. Hér er því alls um nálægt 18% hækkun að ræða hjá almennu verkalýðsfélögunum. Síðan kemur 3% hækkun 1. nóvember í haust og 3% hækkun 1. júlí 1975. Alls verður því á samningstímanum um að ræða 25% hækk- un. Fiskvinnslan hækkar þó meira en þessu nemur, eða um 19,4—23,2%, auk tvisvar sinnum 3% síðar. Þessi almenna hækkun kemur aðeins á laun sem ekki eru yfir 34.700 kr. á mánuði þegar samið er, en þeir sem hafa hærri laun nú fyrir dagvinnu fá hins vegar allir sömu krónutölu og sá sem hafði 34.700 kr. á mán- uni. Samkvæmt nýju samningunum verða lægstu mánaðarlaun kr. 32.000,00 á mánuði. I samningunum tókst að fá fram kaup- tryggingu að hluta sem hér segir: Verkafólk fær rétt á fullu dagvinnukaupi nú þegar í allt að 3 daga á viku, þótt það sé ekki kallað til vinnu. Frá 1. mars 1976 verða þetta svo 4 dagar og frá 1. mars 1978 fimm dagar þ.e. öll vikan, sem verkafólk á rétt á dagvinnulaunum, eða kauptryggingu, þótt það sé ekki kvatt ti! vinnu af einhverjum ástæðum. Til þess að tryggja framgang þessarar mik- ilvægu breytingar — sem er tvímælalaust eitt stærsta réttindamál kjarasamninganna féllst verkalýðshreyfingin á að berá sjálf, þ.e. með atvinnuleysistryggingasjóði, 60 % kostnaðar af þessari kauptryggingu, í formi endur- greiðslna til atvinnurekenda, en síðan lækki sú tala um 10% á ári uns hlutdeild atvinnu- leysistryggingasjóðs hverfur alveg á árinu 1984, að tíu árum liðnum. Þeir samningar sem undirritaðir voru 27. febrúar voru rammasamningar og hafa samn- ingar aldrei verið gerðir á svo víðtækum grundvelli fyrr. Þau kjaraatriði sem hér hefur verið lýst á undan eiga við um alla aðila innan Alþýðusambandsins nema Hið ísl. prentarafélag, sem ákvað að taka sig út úr samflotinu á síðustu stundu. En auk þeirra atriða sem áður var lýst var svo samið um allskonar sérkröfur einstakra félaga eða hópa innan félaga. Helsti tæknilegi munurinn á þessum samningum nú og samningunum 1971 er sá, að þá var aðeins samið um rammann í byrjun en síðan stóð yfir þref um sérkröfur í marga mánuði. Nú er fullsamið um aðalsamning og sérsamninga. Eðvarð Sigurðsson var formaður samninga- nefndar Alþýðusambands Islands. I viðtali við Þjóðviljann eftir samningana sagði Eðvarð að hið athyglisverðasta við þessa 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.