Réttur


Réttur - 01.01.1974, Síða 37

Réttur - 01.01.1974, Síða 37
Háskólinn í Berlín endurreistur í gamla stilnum, nú kenndur við Humboldt (visindamennina), — áður við Friedrich Wilhelm (furstanal). ógn þýzki nazisminn var öllu mannlegu samfélagi, svo það situr ekki á okkur að ámæla þýzka flokkn- um, því síður að kenna honum um að ekki náðist í tíma samstarf við þá staurblindu menn, er stýrðu þýzkum sósíaldemókrötum, — heldur aðeins að undirstrika hvílik ógæfa það er að vanta á örlaga- timum þá forustumenn, sem hefðu haft djörfung og framsýni til svo róttækra stefnubreytinga, er þá þurfti. En jafnvel þótt flokkurinn hefði þá enn átt Rósu og Karl og þeim auðnast að móta rétta stefnu, þá er þarmeð ekki gefið að sú stefna hefði orðið ofan á. Þau biðu bæði ósigur á stofnþingi KPD í árslok 1918 fyrir þeim einangrunarsinnum, sem afneituðu þátttöku í kosningum. Það er einstakt í sinni röð fyrir sósíalistiskan flokk að eiga slíkan foringja sem Lenín var Bolsévikaflokknum, — hafði bæði þá yfirburði að sjá hverskonar stefnu þurfti að taka á hverjum tíma og þann sannfæringarkraft að geta alltaf talað meirihluta hinna sterku og sjálfstæðu persónuleika, er þá skipuðu forustu flokksins, á sitt mál. En einnig sjálfur Lenín var máttlaus án síns ágæta flokks og hans fylgis. Það fylgja miklar hættur slíkri forustu eins manns, svo sem Stalín sýndi í verki, en þrátt fyrir ágæti „sam- virkrar forustu" og öryggi hennar gegn einræði einstaklings, þá blasir þar við hætta stirðnunar, ef ekki er verið á verði. Samræmi og samvirkni milli sjálfstæðra, djarfra og viðsýnna foringja annarsvegar og sterks, þjálf- aðs og hugsjónalega tryggs flokks hinsvegar er forsenda þess að marxiskum flokki og forustu hans takist að móta við hverjar nýjar aðstæður rétta stefnu og vinna að loknum úrslitasigur — og tryggja í framtiðinni ávexti hans. Sósíalistisk verklýðshreyfing Þýzkalands hneig í valinn 1933 fyrir lævísum, djöfulmögnuðum áróðri þýzks peningavalds í gervi nazismans og vægðar- lausu ofbeldi þessa afturhalds, sem einskis sveifst. I fangabúðum fasismans sameinuðust þeir komm- únistar og sósíaldemókratar, sem ekki höfðu borið gæfu til sameiningar frjálsir. Á höggpallinum veitti hafnarverkamaðurinn Fiete Schulze böðlinum það kjaftshögg, sem þýzkri verkalýðshreyfingu láðist að rétta þýzku auðvaldi meðan tími var til. Nú gátu dómarar hins „aríska" Þýzkalands látið hálshöggva Lilo Hermann — fyrstu konuna leidda á höggstokk- inn 1938,— unga móður ekki þrítuga, og síðan 37

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.