Réttur


Réttur - 01.01.1974, Qupperneq 25

Réttur - 01.01.1974, Qupperneq 25
Islensk atvinnurekendastétt hefur velt öllum kauphækkunum af sér út í verðlag með verðbólgu og gengislækkunum — og mun reyna að halda því áfram eftir mætti. Verklýðsstéttin hefur löngum verið nógu sterk, til þess að þæta sér þessa verðbólgu upp með kauphækkunum og kauplagsvísitölu, — oft með fórnfrekri baráttu. Og hún hefur litlu átt að tapa, — alltaf þó nokkru sparifé, — en stundum jafnvel grætt á því að verðbólga gerði margri verkamanna- fjölskyldunni auðveldara að eignast íbúð, ef kaupið var hækkað i sífellu og ef lán voru ekki visitölu- bundin. Nú er þetta gerbreytt: í fyrsta lagi: Verkalýðurinn, — launastéttirnar yfirleitt — eru orðnar eigendur mesta lausa fjármagns, sem til er í landinu. Verklýðssamtökin eiga 2500 miljónir króna í atvinnuleysistryggingasjóði nú þegar og 4000 miljónir i lífeyrissjóðum sínum og munu eiga í þeim um 8000 miljónir i lok þessa áratugs. — Verkalýðurinn hefur þvi mest allra stétta að tapa á áframhaldandi verðbólgu. I öðru lagi: Verðbólgan óx þó ekki meir en fyrr segir af því henni var haldið niðri erlendis. Nú er þetta ger- breytt: Verðbólgan óx siðasta ár með „íslenskum" hraða i flestum auðvaldslöndum, er við skiptum við. Að meðaltali óx verðbólgan í löndum Efna- hagssamvinnu Evrópu (OECD) um 12% árið 1973 þar á meðal í Danmörku og Englandi. I Japan óx hún um 19%. Og á þessu ári mun hún víðast hvar vaxa álíka. Og svo bætist verðbyltingin í olíu við. — Með öðrum orðum: Ef íslenska verðbólgu- hjólið veltur með venjulegum hraða, þá vex verð- bólgan um meir en 20% á ári, ef ekkert er að gert. 1973 er verðbólga hér 22% og verður meiri 1974, ef svo heldur áfram, sem horfir. Slik verðbólga eyðileggur alla sjóði verklýðssam- takanna á einum áratug. Þeir verða þá bara augna- bliksgaman til útlána í ibúðir og bíla, en ekkert framtíðaröryggi útslitins verkafólks. Verðtrygging þeirra myndi kosta annaðhvort aukinn söluskatt, sem lætur verðbólguhjólið snúast enn hraðar — eða hækkaðan tekjuskatt, sem menn hafna. — Og afleiðing slíkrar verðbólgu á efnahagslíf þjóð- arinnar verður annaðhvort gengislækkanir eða at- vinnuleysi. Máski hvortveggja. Hér verður að taka í taumana. Burgeisastéttin gerir það ekki. Hún veltir bara af sér inn í verðlagið, ef hún getur. Hún heimtar meiri lán úr ríkisbönkunum, — og það getur brostið, því trúin á gildi sparifjár treynist vart lengi með svona óðaverðbólgu. — En fasteignir atvinnurek- enda hækka i verði. Eini aðilinn, sem hefur í senn hag af að hindra svo vitskerta verðbólgu, — og hefði mátt til þess að gera það, ef vilji væri til, — það er verkalýð- urinn, — launastéttirnar. Til þess þarf ákveðna pólitíska stefnu, sem öll verklýðssamtökin fylki sér um. Það verður að stöðva islensku verðbóiguna. Þá útlendu ráðum við ekki við. Fyrsta atriðið til þess er að banna atvinnurek- endum — og þá fyrst og fremst verslunarvaldinu — að velta kauphækkunum yfir í verðlagið. Til þess að slíkt bann yrði framkvæmanlegt þarf ger- breytingu á allri gerð atvinnu- og viðskiptalífsins, víða samsteypu í stærri heildir til að gera rekstur ódýrari, útrýmingu hverskonar brasks og svindils, sem nú tiðkast í íslensku viðskiptalifi og vægðar- lausar sparnaðarráðstafanir jafn i einkarekstri sem ríkisbúskapnum. Hve erfitt muni að framkvæma þetta sést best á því að enn skuli ekki svo sjálfsagðar ráðstafanir hafa fengist fram sem þjóðnýting olíudreifingar og trygginga eða sameining banka. I rauninni ættu verklýðssamtökin að gera það að skilyrði í öllum kaupsamningum að atvinnurek- endur noti ekki kauphaekkanir sem rök fyrir verð- lagshækkunum. (Máske væri best að setja og i lög að starfsfólk megi yfirtaka fyrirtæki til reksturs, ef ekki nást samningar um kaup, I stað þess að fara I verkfall). Úr þessum erfiðleikum verður ekki leyst nema verklýðssamtök og verklýðsflokkar standi saman um stefnumörkun og framkvæmd. Sú prófraun, sem verkalýður landsins, faglega og pólitiskt, þannig gengur undir, sker úr um hvort hann er fær um að taka að sér forustu þjóðarinnar á örlagastund. Geti hann það ekki skapast sú hætta að verstu afturhaldsöfl burgeisastéttarinnar geti hagnýtt það öngþveiti, er koma kann, til að koma á harðstjórn gegn verkalýðnum með erlendri aðstoð að undan- gengnu taumlausu lýðskrumi að fasista hætti. E. O. 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.