Réttur


Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 41

Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 41
var ekki aðeins Berlín, sem var í rústum. Fólkið var og sem rúst, — fólkið, sem hafði verið afvega- leitt af lýðskrumi fasismans til sjálfsdýrkunar herra- þjóðar og nú var steypt af valdatindi niður í hyl- dýpi örvæntingar hins sigraða. Ég hóf á ný að hnýta þau þræðraþönd alþjóða- hyggjunnar, sem eru hverjum sósíalistaflokki lífs- nauðsyn — og skylda. Ég var á fundi KPD í ,,Neue Welt" í Hasenheide, gamia sögulega samkomuhús- inu, 7. nóv. 1945, er minnst var afmælis rússnesku verklýðsbyltingarinnar, — ég talaði nokkur orð við Wlhelm Pieck í símann úr hóteli ameríska her- námsliðsins (!) — og ég heimsótti Hans Teubner, ritstjóra blaðs Kommúnistaflokkins* (Volkszeitung). Ég kynntist því svo öllu á næstu árum, — kom þar við 1947, 1949 og var 1950 é 3. flokksþinginu, — er hinn nýi sósíalistiski sameiningarflokkur hóf að vinna það kraftaverk að reisa þetta allt úr rústum nazismans: fólkið, atvinnulífið, mann- félagið. Við höfðum af okkar litlu getu reynt að vekja samúð og skilning með baráttu þýzku hetj- anna, er börðust við ofurefli fasismans. Ég gaf Pieck litla bæklinginn okkar um Thálmann. Ég lenti stundum í því að vera boðberi milli fornra félaga, sem þjáðst höfðu saman í fangabúðum, en örlögin skildu nú að.** Hin gömlu kynni mín af þýzkri verklýðshreyfingu og Kommúnistaflokki hennar gáfu mér stundum inn- sýn i vandamál þeirra. Ég minnist slíks atviks frá þingi þýzka flokksins 1950: Flokkurinn og flokksforustan höfðu tekið á vandamálunum af ekta þýzkri alvöru og slikri sjálfs- gagnrýni að síst var skirrst að tala um það næstum því sem syndari, ,er gerir yfirbót', hverja sök þýzki verkalýðurinn og flokkur hans hefðu einnig átt á því að láta nazismann komast til valda. I fundar- lok I kaffihléi kom ungur maður frá útvarpinu með hljóðnema til okkar útlendu gestanna, til að safna umsögnum um áhrifin af þinginu. Ég sagði m.a. við hann á þessa leið: ,,Það hefur hér mikið verið talað um sök („Schuld") þýzka flokksins og sjálfs- gagnrýni við höfð. Það er gott og blessað. En fyrir okkur útlendu fulltrúana er nær að ræða um hverja skuld („Schuld") vér eigum þýzka verkamanna- mannaflokknum að gjalda, — þeim aldargamla þýzka verkamannaflokki Marx og Engels, Bebels og Liebknechts, Karls og Rósu, Thálmanns og Piecks, þeim flokki er forðum ruddi brautina og nú hefur fært svo dýrar fórnir." Og er ég hafði lokið máli mínu, gekk ungi maðurinn til mín og þrýsti hönd mína. — Stolt og sjálfsgagnrýni þurfa helzt að geta farið saman. — Annars var þetta flokks- þing táknrænt fyrir það að þýzki flokkurinn var aftur kominn I sinn forna sess, mikilsvirtur af öðrum marxistiskum flokkum. Margir erlendu fulltrúanna fluttu kveðjuræður sínar á þýzku. Ég minnist eink- * Fyrstu orðin, sem Teubner sagði við mig, voru: Hvernig líður „Ársæli og Möggu?" — Hann hafði dvalið á heimili þeirra hjónanna Ársæls Sigurðs- sonar og Margrétar Ottósdóttur í Kaupmannahöfn, eftir að hann komst út úr dýflissu nazista, en Ár- sæll hélt síðar uppi leynilegum tengslum við komm- unista i Þýzkalandi og hjálpaði þeim eftir mætti. — Ég get ekki stillt mig um að vitna hér I frásögn mína um Teubner í „Blaðamannabókinni' '1946: Hans Teubner „var tekinn fastur 1933 ásamt öðrum félaga sínum. Þeir voru báðir pyntaðir hræðilega. Pyntingar riðu félaga hans að fullu, en Teubner lifði þær af. Hann sat í dýflissu til 1936. Þá tókst honum að losna og komast út úr Þýzka- landi. Hann komst til Spánar og starfaði fyrir lýð- veldisstjórnina til 1939. Eftir sigur fasismans á Spáni, lenti hann til Sviss. Þar var hann tekinn og settur í varðhald. Sat hann þar tvö ár í tukthúsi og fjögur ár í fangabúðum við illa ævi. Kona hans var með honum á Spáni og í Sviss. Dóttur hans var smyglað út úr Þýzkalandi og henni að lokum komið til hans í Sviss." Þegar ég kom inn til hans, — og ég fékk við- talið bara af því að ég var frá Islandi, afsakaði hann tímaleysið með þessum orðum: „I tólf ár hefur mig langað til þess að tala og sérstaklega til þess að hitta aftur samherja úr öðrum löndum eða vini mína í Þýzkalandi, sem lifað hafa nazismann af — og svo, þegar maður hittir þá, eftir öll þessi ár, þá hefur maður engan tíma til að tala við þá." ** Svo sem milli Bruno Leuschner og Einars Ger- hardsen, sem áður var fré sagt i „Rétti" (1965). 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.