Réttur


Réttur - 01.01.1974, Side 32

Réttur - 01.01.1974, Side 32
EINAR OLGEIRSSON RISIÐ ÚR Hugleiðingar um , I síðastliðnu ári hafa orðið alger umskipti á af- stöðu ríkja auðvaldsins til Þýzka alþýðulýðveldis- ins (DDR). Nú viðurkennir loks allur þorri auðvalds- rikjanna Þýzka alþýðulýðveldið eftir að hafa tæpan aldarfjórðung barið höfðinu við steininn og neitað staðreyndum. Er DDR nú orðið meðlimur Samein- uðu þjóðanna. Island hefur nú skipzt á sendifulltrúum við Þýzka alþýðulýðveldið eftir að hafa átt við það ýmiskonar menningarleg og viðskiptaleg sambönd í tvo ára- tugi. Sérstaklega hafa Eystrasaltsvikurnar stuðlað að nánum kynnum og vináttu milli verkalýðshreyfinga landanna og annarra samtaka í báðum löndunum. Og á því ári, sem nú er að byrja, verður DDR 25 ára gamalt. Það er því ástæða til að íhuga ýmislegt og minn- ast margs í samskiptum og sögu sósíalísku verk- lýðshreyfinganna í þessum tveim löndum. RÚSTUM hitt Þýskalandið” I. Þegar myrkur nazismans grúfði yfir Þýzkalandi og lagðist síðan sem mara yfir meirihluta Evrópu, — þegar verklýðssamtök og -flokkar voru hnepptir í fjötra og tugir þúsunda sósíalista — kommún- ista sem sósíaldemókrata — kvaldir í fangelsum, — þegar beztu rithöfundar og vísindamenn Þýzka- lands urðu að flýja land, — þegar blóðidrifinn naz- isminn saurgaði svo alla germanska arfleifð með ofstæki sínu að enn eymir eftir af,* — þegar blóð- ríki þýzka auðvaldsins leiddi hrylling heimsstyrjald- arinnar yfir Evrópu, — þá lá við að óafmáanlegur smánarblettur kæmi á allt, sem þýzkt var. * Vesturþýzki Nobelsverðlaunahafinn Helnrich Böll sagði í samtali við Svövu Jakobsdóttur, sem hún sagði frá í Þjóðviljanum að hann hefði ungur haft ást á Islendingasögum, en gæti nú vart hugsað sér að lesa þær eftir misnotkun Hitlers á þelm. 32

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.