Réttur


Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 62

Réttur - 01.01.1974, Blaðsíða 62
ISAAC DEUTSCHER: ÁRIÐ 2000 Isaac Deutscher, sá merki marxisti, sjálf- stæður í hugsun og snjall sagnaritari, var spurður að því í sjónvarpsviðtali í Hamborg 23. júlí 1967, hvað hann áliti um þróun í stjórnmálum og þjóðfélagsháttum fram til ársins 2000. Hann svaraði nokkurnveginn á þessa leið: Ég held að um næstu aldamót verði eitt- hvað til sem líkist Bandaríkjum sósíalistískrar Evrópu. Efnahagsbandalagið er íhaldssamur forboði slíks, því jafnvel íhaldssamir stjórn- málamenn burgeisastéttarinnar eru farnir að sjá að þjóðríki er orðið úrelt að minnsta kosti í Evrópu, ef ekki í Asíu og Afríku. Til þess að lifa verður Evrópa að sameinast í alþjóð- lega heild, en ekki á grundvelli heimsvalda- stefnunnar, ekki á grundvelli þess að eitt auðvaldsríki nái tökum á öðrum og þenjist út, heldur á jafnréttisgrundvelli sósíalistískra þjóða. Ég er sannfærður um að þetta gerist. Bandaríki sósíalistískrar Evrópu verða lík- lega í tengslum við Sovétríkin. Ég álít að Sovétríkin hafi þá algerlega losað sig við arf Stalínismans, að í raun hafi frjáls sósíalismi þróast þar og að framfarir á sviði efnahags og menningar hafi gert kleift að komi á þriggja til fjögurra stunda vinnudegi og æðri menntun fyrir alla. Ég held að Sovétríkin og Bandaríki sósíalistískrar Evrópu muni þá búa saman í fullkomnum jöfnuði og muni ef til vill geta aðstoðað þjóðir Asíu og Afríku líka við að sameinast í slíkum „bandaríkjum”. Ég vona að svona þróun leiði ekki til árekstra Evrópu og hins hluta heimsins við Banda- ríkin, þó ég sé hræddur um — ef Bandaríki Norður-Ameríku verða að íhalds-steingerv- ingi á þjóðfélagssviðinu — að ýmsir hug- myndafræðingar, t.d. við Harvardháskóla, fari að búa til fræðikenningu um „kapítalisma í einu landi" rétt eins og kenningin um sósíal- isma í einu landi var sett fram í Rússlandi. En það varð aðeins eitt skeið í þróun Rúss- lands og eins yrði kapítalismi í einu landi aðeins skeið í þróun Ameríku. Síðan mann- kynið hóf siglingu sína út í geiminn, til að leggja hann undir sig, verður það að samein- ast á sinni eigin plánetu, og ég get ekki séð neitt annað félagslegt og siðferðilegt vald, er gæti sameinað mannkynið, en sósíalisma á grundvelli frelsis. 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.