Réttur


Réttur - 01.01.1974, Side 43

Réttur - 01.01.1974, Side 43
Svipmynd frá Berlín 1945. Engels. Jafnt andstæðingar sem vinir viðurkenna afrekið. Ég efast um að alþjóðahyggja alþýðunnar sé í nokkru sósíalistísku landi sterkari en DDR. Og það er ekki lítið afrek að ala þá hugsjón upp í brjósti þess fólks, sem afvegaleitt var af þýzkri hernað- arstefnu, hafandi svo hættuna á gamla þýzka þjóð- rembingnum alltaf við hliðina. Hinum sósíalistíska sameiningarflokki — SED hefur vissulega tekizt það vel að skapa hið rétta jafnvægi á milli alþjóða- hyggju alþýðunnar annarsvegar og þjóðarstolts vegna síns sósíalistíska lands hinsvegar. Og ef nokkuð er þá var áherzlan á alþjóðahyggju sósial- ismans ætíð ríkarl. Eðlilega varð umfram allt að varast að gera nokkuð það, sem orðið gæti til framdráttar gamla þýzka imperíalismanum, yfir- drotnunarstefnunni, sem steypt hefur heiminum í tvær heimsstyrjaldir, — og líka orðið þýzka verka- lýðnum dýrkeypt. Hin ríka áherzla á stéttarandstöðu þýzks verkalýðs við þýzka auðvaldið hjálpaði því til að rata þarna hinn rétta veg. En þetta hefur ekki gengið eins og i sögu. Það hefur ekki verið sjálfsagt mál að svo vel tækist. Það var ekki dælt inn dollurum í DDR eins og í Vestur-Þýzkaland. Þeir urðu sjálfir að byggja upp land sitt með hörðum höndum og heitum huga — verkamenn, bændur, menntamenn í DDR. Þeir urðu að greiða sínar skaðabætur fyrir glæpi nazista- stjórnarinnar. Og það kostaði allt átak. Það var ekki aðeins að tengja saman þýzka verksnilli og sósíalistískt skipulag. Það þurfti ekki sízt aga og eldmóð — og að tengja þau ólíku öfl rétt saman, í því lá oft stjórnlistin. Og hún var ekki auðveld: öfgarnar biðu beggja vegna við, ofstækið hjá eld- 43

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.