Réttur - 01.04.1974, Page 14
að halda heimleiðis frá Leipz g til Berlín eftir að
hafa m.a. fengið að koma inn á flokksþing þýska
kommúnistaflokksins, sem haldið var í Leipzig.
Við biðum eft:r lest á járnbrautarstöðinni og
gáfum okkur á tal við verkamann, er sat þar
við borð sem við og drakk sinn bjór. Hann
tók að skilgreina efnahagsástandið í Þýska-
landi á þessum tima markfallsins mikla og
hverjir stjórnuðu því fyrlrbrigði og græddu á
þvi. Þessi verkamaður ræddi málið með slikum
rökum og af slikri þekkingu að auðheyrt var að
hann var þrællesinn i hagfræði marxismans og
skólaður i þeim ágætu verklýðsskólum, sem
þýska verkalýðshreyfingin hélt þá uppi. Við
kvöddum hann með virktum og virðingu, er lest
okkar kom, og sögðum: „Við erum líka komm-
únistar".
Það er hin brýnasta nauðsyn að sem flestir
verkamenn í sósíalísku verkýðshreyfingunni kunni
góð skil á marxistískum fræðum: þekki það þjóð-
félag, sem þeir þurfa að berjast gegn, og viti
hverskonar mannfélag þeir ætla að skapa sér og
sínum. Hinir andlegu yfirburðir verkalýðsins yfir
auðmannastéttina eru honum jafn nauðsynlegir og
styrkleikur hans og vald gagnvart henn'.
Þessvegna er skólun sósíalistiskrar verklýðs-
hreyfingar á félögum sínum hin brýnasta nauðsyn.
Það var frá upphafi mikill Ijóður á ráði Alþýðu-
flokksins hvernig hann vanrækti þessa skyldu
hverrar róttækrar verklýðshreyfingar. Það féll i
skaut vinstri arms hreyf.'ngarinnar að gefa út það
litið, sem út kom af fræðiritum sósialismans á því
skeiði: Kommúnistaávarpið (1924), Þróun jafnað-
arstefnunnar (1928) og fleira. Þannig hélt það og
áfram eftir að Kommúnistaflokkurlnn var stofnaður
og sýndi mikinn dugnað í útgáfu bóka og bæklinga.
Eina virkilega viðleitnin af hálfu Alþýðuflokksins
eftir 1930 var það, sem „Bókmenntafélag jafnaðar-
manna" gerði. Hið andlega ósjálfstæði Alþýðu-
tloKksins var líka er fram í sótti i samræmi við
þennan skort á útbreiðslu sósíalískrar þekkingar
og hefur nú endað með því að vissir foringjar og
nokkur hluti flokksins eru raunverulega orðnir hvort-
tveggja í senn: samdauna Ihaldinu pólitískt og háð-
ir því hvað blaðakost snertir.
Hinsvegar gerbreyttlst öll aðstaða sósíalistiskrar
verklýðshreyfingar hvað bókaútgáfu snertir við til-
komu Máls og menningar og bókaútgáfunnar Heims-
kringlu fyrir frumkvæði kommúnista og þá fyrst
og fremst Kristinn E. Andrésson. Áður (1926) hafði
Réttur orðið timarit marxista. Svo það var unnið
markvisst að því að auka þekkingu hinna vinnandi
stétta á þjóðfélagsmálunum almennt og marxisman-
anum sérstaklega, eigi aðeins með slíkri útgáfu
bóka og tímarita, heldur og blaðaútgáfu, einkum
eftir að Þjóðvilj nn varð dagblað 1936. Hinsvegar
hefur starfsemi Alþýðusambands Islands á þessum
vettvangi verið alltof litil og léleg, þegar frá eru
skilin fyrstu árin eftir 1942, þegar „Vinnan" kom
út sem glæsilegur boðberi fyrir hugsjón og hags-
muni allra vinnandi stétta. Það er stundum eins og
hinn brennandi áhugi á boðskap verklýðshreyfingar-
innar hafi kólnað og orðið úti í hinu kalda stríði og
meðvitund n um frelsismarkmið hreyfingarnnar
dofnað að sama skapi og sjóðir verklýðsstéttarinn-
ar urðu digrari — og er það illa farið. „Vinnan"
sem nú kemur út á vegum A.S.I. er aðeins svipur
hjá sjón miðað við það, sem var fyrir 30 árum.
Betur má þvi ef duga skal. I þessum efnum þarf
verklýðshreyfingin að stiga stór skref fram á við
á næstunni. Einmitt með áróðri sinum hefur aftur-
haldið skapað sér sterka aðstöðu, sem verklýð-
urinn þarf að hnekkja, til þess að geta orðið for-
ustan i þjóðfélaginu. Á öllum þessum sviðum bíða
því sósíalistisks verklýðsflokks hin veigamestu og
vandasömustu verkefni, en lausn þeirra er algert
skilyrði fyrir forustu og varanlegu valdi hans í
þjóðfélaginu.
Verklýðshreyfingin í þeirri merkingu, sem orðið
er notað hér í „Rétti" sem hreyfing alla þeirra,
er á launavinnu lifa, hvort sem þeir í daglegu tali
eru kallaðir verkamenn, iðnaðarmenn eða langskóla-
gengnir „launþegar," — verklýðsheyfingin hefur
breytst frá þeim tímum, er hún var að mestu
hreyfing bláfátækra ófaglærðra daglaunamanna. Sú
breyting skapar mikil vandamál. Þótt ekki sé um
að ræða hagsmunamótsetningar mllli ófaglærðra
verkamanna, faglærðra iðnaðarmanna eða lang-
skólamenntaðra sérfræðinga á ýmsum sviðum, þá
eru hagsmunir þeirra og einkum hagsmunasjónar-
mið oft mjög mismunandi. Sjálfstjórn alls þessa
„verkalýðs" er prófsteinn á þroska hans og hæfi-
le ka til að stjórna. Það reynir á öll þessi launa-
vinnuöfl að koma sér saman, — hugsum aðeins til
ASl og BSRB og nú BHM, í því sambandi. Síð-
ustu kjarasamningar sýna hve brýn þörf er á að
öll þessi stétt hugsi af alvöru og breyti af réttlæti.
Til þess að geta stjórnað þjóðfélaginu, verður öll
launavinnustéttin að sýna að hún geti stjórnað
sjálfri sér — og öll stéttabaráttan er sá harði skóli,
86