Réttur


Réttur - 01.04.1974, Qupperneq 26

Réttur - 01.04.1974, Qupperneq 26
er áunnist hafa og faerir alþýðu það, sem á vantar. Og ef við ekki naum árangri í þeim tveim verk- efnum, sem á undan eru talin, í háþróuðu lýðrœð- isþjóðfélagi sem okkar, þá blasir sú hætta við að við komumst aldrei að markinu sjálfu, hversu mjög sem við einblínum á það og tölum frjálslega og fagurlega um byltinguna. Það dugar ekki að einblína á eitt af þeim. Flokkurinn verður að valda þeim öllum og öll bar- átta og starfsemi alþýðu innan auðvaldsskipulags- ins verður um leið að vera uppeldi hennar og æfing til að stjórna sjálf síðar — og í því uppeldi þurfa sem flestir að mótast til forustu, svo það verði að lokum í sem ríkustum mæli alþýðan sjálf og öll, sem völdin tekur og stjórnar, en ekki aðeins útvaldir handhafar valds hennar, svo óhjákvæmi- legt sem slíkt getur verið um tíma. ATHUGASEMDIR: Ég hef gert nánari grein fyrir manngildi í tengslum v.ð verklýðshreyfinguna í greininni „Úr álögum" í Rétti 1964 (bls. 156—164). Þar eru rædd vandamál íslenskrar verklýðshreyfingar hvað snert- ir átökin milli manngildishugsjónar sósíalismans og peningagildismats auðvaldsins — og sú öfugþróun, sem orðið hefur í islensku þjóðfélagi í þessum efnum. Marx og Engels skilgreina í upphafi Komm- únistaávarpsins hvernig auðmannastéttin umhverfi „manngildi i markaðsgildi" og öllu mati mannanna i samræmi við það. 2) 1961 hækkaði „viðreisnarstjórn" burgeisastéttar- innar dollarinn um 13%, — og svifti til þess að geta gert það Alþingi skráningarvald.nu — þegar verklýðsstéttin hafði hækkað kaupið um 13%. Allar slikar gengislækkunaraðferðir á Islandi eru upphaflega runnar undan rifjum amerísks fjármála- valds, sem ætlaði sér strax með Marshallsamningn- um og lagafrumvarpinu um gengislækkun 1950 að fyrirskipa bönkum að lækka krónuna, ef kaupið hækkaði. ■3) Eignir ríkisbankanna í lausafé eru smámunir í samanburði við þetta fjármagn. Eigið fé þeirra allra er um 1500 miljónir kr. /‘) Vinnutíminn fyr.r börn var þá oft 14 til 16 stund- ir á dag. Tilvitnun þessi er í ávarp I. Alþjóðasam- bands verklýðsfélaganna, sem Marx samdi 1864 og hljóðar svo á þýsku: „Zum erstenmal erlag die politische ökonomie der Mittelklasse in hellem Tageslicht vor der politischen ökonomie der Arbeiterklasse". (16. bindi Marx-Engels-ritanna, Dietz-Verlag. 1962, bls. 11). s) Það var 1919 að Lloyd George, sem forsætisráð- herra Bretlands, stóð frammi fyrir þvi að „þrí- velda bandalagið”, samtök sterkustu fagsamband- anna bresku: kolanámumanna, járnbrautarverka- manna og hafnarverkamanna, var í miklum sóknar- hug, reiðubúið t.l allsherjarverkfalls. Hann kallaði á foringja þeirra og sagði við þá eftirfarandi, sem einn þeirra, Smillie, síðar greindi frá, og Bevan seg r frá í æfiminningum sínum (,,ln Place of Fear"): „Hann var hreinskilinn við okkur frá upphafi . . . Hann sagði við okkur: „Herrar mínir, þið hafið smíðað ykkur voldugt vopn í þríveldabandalagi ykkar. Mér finnst það skylda mín að segja ykkur að að okkar áliti hafið þið okkur í hendi ykkar. Herinn er í upplausn og ekki hægt að treysta honum. Örói er þegar í ýmsum herbúðum. Við erum nýkomnir út úr mikiili styrjöld og fólkið vill fá laun fyrir fórnir sinar og við getum ekki fulinægt kröfum þess. Ef þ:ð undir þessum kringumstæðum framkvæmið hótun ykkar og gerið verkfall, þá sigrið þið okkur. En ef þið gerið það," hélt Lloyd George áfram „hafið þið þá íhugað afleiðingarnar. Verkfallið er gegn stjórn landsins og sigur í því skapar algera pól tíska kreppu í landinu. Því, ef upp rís vald í ríkinu, sem er sterkara en ríkið sjálft, þá verður það að taka að sér hlutverk rikisins, — eða þá að draga sig i hlé og viðurkenna (beygja sig fyrir) vald ríkisins. Herrar mínir", hélt forsæt- isráðherrann áfram rólega, „hafið þ:ð athugað þetta og eruð þið reiðubúnir?" „Frá þessu augna- bliki", sagði Robert Smillie, „vorum við sigraðir og v:ð vissum það." (A. Bevan: „In Place of Fear" bls. 21—22). Auðvitað var Lloyd George að blekkja verklýðsleiðtogana. Hann var reiðubúinn að berj- ast, en hann þekkti þeirra veiku hliðar og tókst að hagnýta sér það. Dæmið sýnir hve vonlaus sú verklýðsbarátta er, sem ekki þorir að taka pól tísku afleiðingunum af þvi að vera svo sterk faglega að ósigrandi sé. 98
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.