Réttur


Réttur - 01.04.1974, Page 37

Réttur - 01.04.1974, Page 37
ráðist á og hertekið 10. maí 1940, í hendur Bandaríkjanna, til þess þannig að tryggja sér betur aðstoð þeirra í stríðinu. þeirrar skútu, er sumir óttuðust að væri að sökkva. Nú voru góð ráð dýr. Eitt af mörg- um ráðum, sem Churchill grípur til, er að framselja Island, sem breski herinn hafði I. Skiptimynt Afstaða Roosevelts Bandaríkjaforseta mun á þessum tíma hafa verið sú að reyna af fremsta megni að hjálpa Bretum og hindra að þeir gæfust upp fyrir Hitler — eins og Chamberlain vildi gera í júnílok 1940.‘> Hinsvegar voru ýmsir amerísku auðhring- irnir í mjög nánum tengslum við þá þýsku, svo sem siður er hjá þessum herrum, sem eiga gróðann einan að föðurlandi. Samning- ar Standard Oil Co. við I. G. Farben, efna- fræðihringinn þýska, svo og við japönsk fyr- irtæki hjálpuðu Hitler við vígbúnaðinn og voru Bandaríkjunum stórhættuleg og síðar skaðleg, er þau sjálf drógust inn í stríðið.4) Roosevelt og nánusm samstarfsmönnum hans var ljóst hve sterk og hættuleg áhrif auðhringanna amerísku voru. William E. Dodd, einn trúnaðarmanna hans, frjálslyndur söguprófessor, skrifaði í dagbók sína 4. mars 1934, er hann var sendiherra í Berlín, um útlitið fyrir Roosevelt ári eftir að hann hafði tekið við forsetaembættinu: „Ef heppnin er með honum, munu hug- sjónir Adams’ og Jeffersons verða fram- kvæmdar í þjóðfélagi, þar sem þrælahaldar- arnir — menn stórfyrirtækjanna („great business men") — hafa ekkert meira að segja". Og hann bætir við: „En ef gæfan verður Roosevelt ekki hlið- holl, eða ef hann skildi deyja áður en mest- öllu verki hans er lokið, þá verður komið á einræði; það myndi steypa Bandaríkjunum í glömn." Roosevelt var ætíð sjálfum ljóst, hver hætta var á ferðum. I boðskap til þingsins sagði hann eitt sinn: „I lýdrcedislandi er jrelsinu ekki borgið, ef íbúar þess láta sér það linda, að einkavald eflist þar í svo ríkum mceli að voldugra verði en lýðrœðisríkið. Það er í reyndinni fasismi, — drottnun eins einstaklings, hóps eða ann- ars ákvarðandi einkavalds yfir ríkisstjóm- inni." Roosevelt hafði raunverulega bjargað hinu borgaralega lýðræði Bandaríkjanna út úr heimskreppunni — og ameríska auðvaldið hataði hann fyrir það og kallaði hann komm- únista, það hefði gjarnan séð fasismann sem „bjargvættinn" úr kreppunni eins og í Þýska- landi. Auðhringavaldið ameríska hugsaði aðeins um aukin völd sín og meiri gróða. Afstaða þess kom að nokkm leyti í ljós í orðum Trumans við „New York Times" 24. júní 1941 eftir árás Hitlers á Sovétríkin. Hann sagði orðrétt: „Ef við sjáum að Þýskaland vinni, cettum við að hjálpa Rússlandi, og ef Rússland vinnur, œttum við að hjálpa Þýska- landi og láta þau þannig drepa hvort annað sem best." Öldungadeildarmaðurinn Taft, republikani, var enn ákveðnari: „Sigur kommúnismans í heiminum væri fyrir Banda- ríkin miklu hætmlegri en sigur fasismans." 109

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.