Réttur


Réttur - 01.04.1974, Side 59

Réttur - 01.04.1974, Side 59
lúalegustu árásir á forseta íslands fyrir að veita heimild til þingrofs, en staðreyndin var auðvitað sú að honum bar að gera slíkt og í annan stað var engin ieið að mynda neins konar starfshæfan meirinluta á alþingi. Þó kom það á daginn að það hafði verið reynt að frumkvæði Olafs Jóhannessonar að mynda einhverskonar þjóðstjórn og hann hafði líka reynt að kanna möguleika á stjórn Framsókn- ar og íhaldsins sem hafði strandað á því að Olafur vildi halda forsætisráðherranum hjá sér. Þar sem ekki hafði fengist fyrir því sam- þykki á alþingi hlaut ríkisstjórnin að efna til ráðstafana í efnahagsmálum sem stemmdu stigu við verðbólgunni sem ella skylli yfir 1. júní. Var ákveðið að greiða niður landbún- aðarvörur sem svaraði átta vísitölustigum. Þá voru sett bráðabirgðalög um verðlagsstöðvun til 31- ágúst. 26. maí fóru fram byggðakosningar í land- inu. Niðurstaða þeirra kosninga var vissu- lega geigvænleg, — íhaldið vann yfirleitt stórfellda kosningasigra, og stefndi síðan að hreinum meirihluta í alþingiskosningunum. Aður en greint verður frá helstu niðurstöðum um úrslit byggðakosninganna er vert að víkja að J-listanum: Fyrir byggðakosningarnar ákváðu forustu- menn Alþýðuflokksins og Samtaka frjáls- lyndra og vinstrimanna að hafa samstarf um framboð í öllum helstu kaupstöðum lands- ins. Það tókst þeim ekki, en sameiginleg framboð komu fram í Reykjavík, á Akureyri og á fáeinum minni stöðum. Er skemmst frá því að segja að þessi framboð „jafnaðar- 131

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.