Réttur


Réttur - 01.04.1974, Page 61

Réttur - 01.04.1974, Page 61
Reykjanes: 3.747 atkvæði eða 17,9%. Kjörinn Gils Guðmundsson. (3-056 atkv. — 17,1% og einn mann). Vesturland: 1.179 atkvæði eða 16,3% og einn mann kjörinn, Jónas Arnason. (932 atkv., 14% og einn mann). Vestfirðir: 578 atkvæði og 11,3% atkv., engan mann kjörinn. (277 atkv. og 5,6%). Þetta er hlutfallslega mesta aukning Al- þýðubandalagsins í alþingiskosningunum í einu kjördæmi. Kjartan Olafsson, efsti mað- ur G-listans á Vestfjörðum, verður 1. vara- maður landkjörinna þingmanna Alþýðu- bandalagsins. Norðurland vestra: 850 atkv. eða 15,6% og Ragnar Arnalds kjörinn. (897 atkvæði, 17,4% og einn mann). Norðurland eystra: 1.731 atkv. 14,1% og einn mann kjörinn, Stefán Jónsson. (1.215 atkv. 10,7% og engan mann kjörinn). Austurland: 1.594 atkv. eða 25,2% og einn maður kjörinn, Lúðvík Jósepsson. (1.435 atkv., 24,9% og einn mann kjörinn). Suðurland: 1.369 atkvæði, 14,1% og einn mann kjörinn, Garðar Sigurðsson. (1.392 atkv. og 15,0%, einn mann kjörinn.) Alþýðubandalagið fékk því alls átta kjör- dæmakosna þingmenn, en að auki þrjá upp- bótarmenn: Svövu Jakobsdóttur, Helga F. Seljan og Geir Gunnarsson, þá sömu og í kosningunum 1971. HERINN BURT 21. mars náðist fyrir forustu Alþýðubanda- lagsins samkomulag í ríkisstjórninni um til- lögur til Bandaríkjamanna um brottför hers- ins. Meginatriði þeirra eru Jpessi: 1. Herinn fari í fjórum áföngum. Fyrsti fjórðungur fyrir árslok 1974, annar fjórðungur fyrir mitt ár 1975, þriðji fjórðungur fyrir árslok 1975 og afgang- urinn fyrir mitt ár 1976. 2. Til að fullnægja skuldbindingum íslands við NATO leggur íslenska ríkisstjórnin til að málum verði komið fyrir á þennan hátt: • Flugvélar á vegum NATO hafi lendingar- leyfi á Keflavíkurflugvelli þegar þurfa þykir að mati íslenskra stjórnarvalda. Þó skal ekki vera hér föst bækistöð herflug- véla. • Vegna lendinganna hafi NATO heimild til að hafa hér 100—200 manna hóp flugvirkja og annarra tæknimanna sem ekki eru hermenn til að sjá um eftirlit með flugvélunum. • Við brottför hersins taki Islendingar við allri löggæslu á flugvellinum. • íslendingar taki við radarstöðvunum á Suðurnesjum og í Hornafirði ef þurfa þykir. Þetta voru aðalatriði tillagnanna. Jafnhliða ákvörðun um tillögur þær sem að ofan er greint frá tók ríkisstjórnin þær ákvarðanir, sem ekki eru samningsatriði við Bandaríkja- menn: • Sjónvarp hersins verði þegar í stað tak- markað við völlinn einan. Sjónvarpinu verði alveg lokað á miðju næsta ári. • Oll stjórnarfarsleg meðferð mála á vell- inum falli undir stjórnarráð íslands og hin einstöku ráðuneyti þess með venjulegum hætti, eins og hvert annað íslenskt land- svæði. Og loks um málsmeðferð: • Sendiherra Bandaríkjanna hefur verið beðinn að koma tillögum ríkisstjórnarinn- ar á framfæri við stjórn sína. Síðan mun utanríkisráðherra ræða við fulltrúa Banda- ríkjastjórnar. Náist þá ekki samkomulag verður lögð fyrir það þing er nú situr — þ. e. á næstu vikum, tillaga ríkisstjórnar- innar um uppsögn herstöðvasamningsins. Sv. G. 133

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.