Morgunblaðið - 15.10.2006, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hvers konar endemis vitleysa er þetta í þér, Nonni minn? Hverjir heldur þú að hafi haft
nennu til að hlusta á blaðrið í þér, hvað þá að teipa það?
VEÐUR
ÍMorgunblaðinuí gær birtist
samtal við Thor-
björn Jagland,
forseta norska
Stórþingsins. Í
upphafi þess segir
m.a.: „Íslenzk og
norsk stjórnvöld
þurfa að auka
samvinnu sína
vegna varna og eftirlits með Norður-
Atlantshafi nú þegar varnarliðið er
endanlega farið frá Íslandi. Margt
brennur á í þeim efnum, t.d. aukin
umferð olíuskipa á hafsvæðinu norð-
ur af Íslandi,“ segir Thorbjörn Jag-
land, forseti norska Stórþingsins.
Og ennfremur: „Jagland, sem erfyrrverandi formaður norska
Verkamannaflokksins, er staddur hér
á landi um þessar mundir í opinberri
heimsókn ásamt eiginkonu sinni í
boði forseta Alþingis. Hann var for-
sætisráðherra á árunum 1996–1997
og utanríkisráðherra 2000–2001 og
situr nú í varnarmálanefnd norska
þingsins.“
Síðan er vitnað til Jaglands semsegir m.a.: „Við stöndum frammi
fyrir annarri stöðu eftir að herinn
fór, en það eru einnig breytingar á
Norður-Atlantshafinu, sem ekki
tengjast því. Þar er skipaumferð að
aukast, einkum til og frá Barentshafi,
þar sem eru miklar olíu- og gaslindir.
Leið skipanna, sem flytja þessi hrá-
efni, liggur frá Barentshafi til Banda-
ríkjanna eða Evrópu.
Það er í það minnsta ljóst að um-
ferð slíkra skipa er að aukast og nú
þegar Bandaríkjamenn eru farnir
kallar það á aukna samvinnu milli til
dæmis Íslands og Noregs …“
Brottför varnarliðsins skilur eftirtómarúm í utanríkispólitík okkar
Íslendinga. Stóraukið samstarf við
Norðmenn um öryggismál á Norður-
Atlantshafi mundi fylla upp í það
tómarúm. Þess vegna á slíkt samstarf
að verða kjarninn í nýrri utanríkis-
og öryggismálastefnu okkar.
Ummæli Jaglands sýna, að í Noregier hljómgrunnur fyrir slíku sam-
starfi. Ríkisstjórnin á að fylgja þessu
eftir.
STAKSTEINAR
Thorbjörn Jagland
Ísland og Noregur
SIGMUND
!"
#$%
& '
( &
) *
+
, $
-
.
)+
! " "
/0
/
1
2
0
+ 0
(+
3/
#
4
&56
7 2
"&
$
$ %
$ ! " "
$ ! " "
8
("9:;
!
"!
(
""
9 (
&!' (
'
)*
<0
< <0
< <0
&(
+ %, - .
:= +
<5
/) ( !
) "
4
0
>
>6
0 ! ' 1
* ! 02 2 %
" 3
%
& 4 %1
'( ) "
9
0 ,1 &2 %" 5 ! 0 2 %
)6
" 7
& 4 %" 3
1 '( ) )6
"
86 ! 99
) ! 4 ) + %
1%23?2
?(<3@AB
(C,-B<3@AB
*3D.C',B
"
#1
#"
" #"#
"#
#"
"
"
"#
"#
"
#" 1
1
1#
1
1
1#
#1
1
1#
1
1
1
1
#1
NÝTT leikfang á gömlum grunni var
kynnt til sögunnar á föstudag og
fékk Jón Sigurðsson iðnaðarráð-
herra fyrsta eintakið af leikfanginu,
sem ber heitið Völuskrín. Hug-
myndasmiður og eigandi Völuskríns
er Þórey Vilhjálmsdóttir viðskipta-
fræðingur en auk hennar og annarra
hefur Lóa Auðunsdóttir vöruhönn-
uður haft yfirumsjón með hönn-
uninni. Verkefnið hlaut styrk úr
verkefninu „Átak til atvinnusköp-
unar“ frá iðnaðarráðuneytinu.
Völuskrín er vísun í þá hirslu sem
börn geymdu gersemar sínar í áður
fyrr og inniheldur eftirgerðir þeirra
dýrabeina sem notuð voru fyrr á tíð
til að búa til hugarheim alvöru
sveitalífs. Í skríninu eru eftirgerðir
þrettán beina ásamt karli og kerl-
ingu. Að sögn Þóreyjar kviknaði
hugmyndin fyrir mörgum árum í
tengslum við störf hennar við að
taka á móti útlendingum en henni
fannst vanta úrval af þjóðlegum leik-
föngum fyrir ferðamennina. „Ég veit
að fólk vill færa börnunum sínum
eitthvað öðruvísi en fæst í öðrum
löndum og fór að hugsa hvað gæti
verið skemmtilegt að búa til. Það
fyrsta sem mér datt í hug var leggur
og skel. Ég vonaði að einhver myndi
framkvæma þetta því sjálf hafði ég
nóg annað að gera. En þar kom að
ég sótti um styrk frá iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytinu og hófst handa.
Við Lóa Auðundsóttir hönnuður höf-
um unnið sleitulaust að þróun leik-
fangsins og það er mjög gaman að
sjá það koma á markað eftir þriggja
ára vinnu.“
Völuskrín verður selt í helstu leik-
fanga- og ferðamannaverslunum frá
og með mánudeginum 16. október.
Völuskrín fært
í nútímabúning
Morgunblaðið/Kristinn
Fyrsta skrínið Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra ásamt hönnuði Völu-
skrínsins, Þóreyju Vilhjálmsdóttur, og Lóu Auðunsdóttur.
EINAR Már Sig-
urðarson hefur
ákveðið að bjóða
sig aftur fram í 2.
sætið á lista Sam-
fylkingarinnar í
Norðausturkjör-
dæmi í prófkjöri
flokksins sem
fram fer síðar í
mánuðinum.
Einar hefur
setið á Alþingi síðan 1999. Hann skip-
aði 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í
Austurlandskjördæmi það ár og 2.
sæti í Norðausturkjördæmi 2003.
Áður en Einar Már tók sæti á Al-
þingi hafði hann gegnt mörgum trún-
aðarstörfum. Hann sat m.a. í bæjar-
stjórn Neskaupstaðar og var
formaður bæjarráðs, þá hefur hann
verið formaður Sambands sveitarfé-
laga á Austurlandi, Ungmenna- og
íþróttasambands Austurlands og
Kennarasambands Austurlands.
Á Alþingi situr hann í fjárlaga- og
menntamálanefnd en hann hefur
einnig setið í landbúnaðar-, sam-
göngu- og iðnaðarnefnd.
Einar Már segir í fréttatilkynningu
að Samfylkingin í NA-kjördæmi þurfi
að stilla upp sterkum framboðslista
svo tryggja megi sigur í alþingiskosn-
ingunum á næsta ári. Hann telur að
þekking sín og reynsla komi að notum
í þeim tilgangi.
Einar Már
stefnir á
2. sætið
Einar Már
Sigurðarson
í vinnustofu minni að Garðaflöt 25 í Garðabæ.
Viðfangsefnin eru flest úr íslenzkri náttúru.
Sími 565 7855 – Verið velkomin.
Gísli Sigurðsson