Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hvers konar endemis vitleysa er þetta í þér, Nonni minn? Hverjir heldur þú að hafi haft nennu til að hlusta á blaðrið í þér, hvað þá að teipa það? VEÐUR ÍMorgunblaðinuí gær birtist samtal við Thor- björn Jagland, forseta norska Stórþingsins. Í upphafi þess segir m.a.: „Íslenzk og norsk stjórnvöld þurfa að auka samvinnu sína vegna varna og eftirlits með Norður- Atlantshafi nú þegar varnarliðið er endanlega farið frá Íslandi. Margt brennur á í þeim efnum, t.d. aukin umferð olíuskipa á hafsvæðinu norð- ur af Íslandi,“ segir Thorbjörn Jag- land, forseti norska Stórþingsins.     Og ennfremur: „Jagland, sem erfyrrverandi formaður norska Verkamannaflokksins, er staddur hér á landi um þessar mundir í opinberri heimsókn ásamt eiginkonu sinni í boði forseta Alþingis. Hann var for- sætisráðherra á árunum 1996–1997 og utanríkisráðherra 2000–2001 og situr nú í varnarmálanefnd norska þingsins.“     Síðan er vitnað til Jaglands semsegir m.a.: „Við stöndum frammi fyrir annarri stöðu eftir að herinn fór, en það eru einnig breytingar á Norður-Atlantshafinu, sem ekki tengjast því. Þar er skipaumferð að aukast, einkum til og frá Barentshafi, þar sem eru miklar olíu- og gaslindir. Leið skipanna, sem flytja þessi hrá- efni, liggur frá Barentshafi til Banda- ríkjanna eða Evrópu. Það er í það minnsta ljóst að um- ferð slíkra skipa er að aukast og nú þegar Bandaríkjamenn eru farnir kallar það á aukna samvinnu milli til dæmis Íslands og Noregs …“     Brottför varnarliðsins skilur eftirtómarúm í utanríkispólitík okkar Íslendinga. Stóraukið samstarf við Norðmenn um öryggismál á Norður- Atlantshafi mundi fylla upp í það tómarúm. Þess vegna á slíkt samstarf að verða kjarninn í nýrri utanríkis- og öryggismálastefnu okkar.     Ummæli Jaglands sýna, að í Noregier hljómgrunnur fyrir slíku sam- starfi. Ríkisstjórnin á að fylgja þessu eftir. STAKSTEINAR Thorbjörn Jagland Ísland og Noregur SIGMUND                        !"    #$%  & '                       ( & )  * + ,  $ -   .    ) +                      !  "   "    /0      /  1  2 0 + 0  (+  3/ #  4 &56 7 2 " &      $ $   % $ !  "   "   $ !  "   "         8  ("9:;                                                      ! "!        ( "" 9 (  &!' (   '       )*  <0  < <0  < <0  &(  + %, - .   :=  +         <5      /)    ( !  )   " 4 0  >   >6  0  !  '   1   *  ! 02  2 % " 3      %   &  4 %1   '( )  " 9  0    ,1   &2 %" 5 ! 0  2 %    )6    " 7   &  4 %" 3    1  '( )  )6  " 86 ! 99   ) ! 4   ) + % 1%23?2 ?(<3@AB (C,-B<3@AB *3D.C',B " #1 #" " #"# "# #"   "  " "# "#  "  #" 1 1 1# 1 1 1# #1 1 1# 1 1 1 1 #1           NÝTT leikfang á gömlum grunni var kynnt til sögunnar á föstudag og fékk Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra fyrsta eintakið af leikfanginu, sem ber heitið Völuskrín. Hug- myndasmiður og eigandi Völuskríns er Þórey Vilhjálmsdóttir viðskipta- fræðingur en auk hennar og annarra hefur Lóa Auðunsdóttir vöruhönn- uður haft yfirumsjón með hönn- uninni. Verkefnið hlaut styrk úr verkefninu „Átak til atvinnusköp- unar“ frá iðnaðarráðuneytinu. Völuskrín er vísun í þá hirslu sem börn geymdu gersemar sínar í áður fyrr og inniheldur eftirgerðir þeirra dýrabeina sem notuð voru fyrr á tíð til að búa til hugarheim alvöru sveitalífs. Í skríninu eru eftirgerðir þrettán beina ásamt karli og kerl- ingu. Að sögn Þóreyjar kviknaði hugmyndin fyrir mörgum árum í tengslum við störf hennar við að taka á móti útlendingum en henni fannst vanta úrval af þjóðlegum leik- föngum fyrir ferðamennina. „Ég veit að fólk vill færa börnunum sínum eitthvað öðruvísi en fæst í öðrum löndum og fór að hugsa hvað gæti verið skemmtilegt að búa til. Það fyrsta sem mér datt í hug var leggur og skel. Ég vonaði að einhver myndi framkvæma þetta því sjálf hafði ég nóg annað að gera. En þar kom að ég sótti um styrk frá iðnaðar- og við- skiptaráðuneytinu og hófst handa. Við Lóa Auðundsóttir hönnuður höf- um unnið sleitulaust að þróun leik- fangsins og það er mjög gaman að sjá það koma á markað eftir þriggja ára vinnu.“ Völuskrín verður selt í helstu leik- fanga- og ferðamannaverslunum frá og með mánudeginum 16. október. Völuskrín fært í nútímabúning Morgunblaðið/Kristinn Fyrsta skrínið Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra ásamt hönnuði Völu- skrínsins, Þóreyju Vilhjálmsdóttur, og Lóu Auðunsdóttur. EINAR Már Sig- urðarson hefur ákveðið að bjóða sig aftur fram í 2. sætið á lista Sam- fylkingarinnar í Norðausturkjör- dæmi í prófkjöri flokksins sem fram fer síðar í mánuðinum. Einar hefur setið á Alþingi síðan 1999. Hann skip- aði 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Austurlandskjördæmi það ár og 2. sæti í Norðausturkjördæmi 2003. Áður en Einar Már tók sæti á Al- þingi hafði hann gegnt mörgum trún- aðarstörfum. Hann sat m.a. í bæjar- stjórn Neskaupstaðar og var formaður bæjarráðs, þá hefur hann verið formaður Sambands sveitarfé- laga á Austurlandi, Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands og Kennarasambands Austurlands. Á Alþingi situr hann í fjárlaga- og menntamálanefnd en hann hefur einnig setið í landbúnaðar-, sam- göngu- og iðnaðarnefnd. Einar Már segir í fréttatilkynningu að Samfylkingin í NA-kjördæmi þurfi að stilla upp sterkum framboðslista svo tryggja megi sigur í alþingiskosn- ingunum á næsta ári. Hann telur að þekking sín og reynsla komi að notum í þeim tilgangi. Einar Már stefnir á 2. sætið Einar Már Sigurðarson í vinnustofu minni að Garðaflöt 25 í Garðabæ. Viðfangsefnin eru flest úr íslenzkri náttúru. Sími 565 7855 – Verið velkomin. Gísli Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.