Morgunblaðið - 15.10.2006, Page 10

Morgunblaðið - 15.10.2006, Page 10
10 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ E llefu þingmenn sem voru í framboði síðast verða það ekki nú. Davíð Oddsson, Guðmundur Árni Stefánsson og Halldór Ásgrímsson létu af þing- mennsku á kjörtímabilinu og átta hafa lýst því yfir að þeir muni ekki sækjast eftir endurkjöri; Dagný Jónsdóttir, Guðmundur Hallvarðs- son, Halldór Blöndal, Jóhann Ár- sælsson, Margrét Frímannsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigríður Anna Þórðardóttir og Sólveig Pét- ursdóttir. Flest á þetta fólk langan þingferil að baki og sjö þeirra hafa verið ráðherrar, en Dagný Jónsdóttir sker sig úr hópnum að því leytinu til að hún hefur aðeins setið eitt kjör- tímabil á þingi. Málefni innflytjenda hefur borið hátt í umræðu undanfarinna missera. Hátt í sextíu tungumál eru töluð í leikskólum Reykjavíkurborgar og til- kynnt var um undirbúning að stofn- un stjórnmálaflokks, sem taki sér- staklega á málefnum innflytjenda. Paul F. Nikolov blaðamaður, sem ætlaði að stofna slíkan flokk, hefur hins vegar valið þann kostinn að ganga til liðs við Vinstrihreyfinguna – grænt framboð og býður sig fram í forvali VG fyrir Reykjavíkur- kjördæmin tvö og Suðvestur- kjördæmi. Sérstaka athygli hefur og vakið framboð Grazyna Maria Okuniewska, hjúkrunarfræðings af pólskum uppruna, hjá Sjálfstæðis- flokknum í Reykjavík. Barizt í Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn fékk 9 menn kjörna í Reykjavíkurkjördæmunum í síðustu kosningum, 4 í Reykjavík norður og 5 í Reykjavík suður. Í Reykjavík hefur skapazt rúm á list- um sjálfstæðismanna við brotthvarf Davíðs Oddssonar úr pólitík. Þá hafa Sólveig Pétursdóttir og Guðmundur Hallvarðsson ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Af þeim, sem koma nýir inn og sækjast eftir sæti á lista í sameig- inlegu prófkjöri fyrir Reykjavíkur- kjördæmin 27. og 28. október nk. eru það aðeins Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, og Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sem ekki verður séð að hafi tekið þátt í póli- tísku starfi fyrr. Hún stefnir á 3. sæt- ið, hann á 6. sæti. Dögg Pálsdóttir lögmaður gefur kost á sér í 4. sætið. Hún hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, m.a. sem varafor- maður Hvatar, félags sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík. Sigríður A. Andersen lögfræð- ingur stefnir á 5.–7. sætið. Hún á töluvert starf fyrir Sjálfstæðisflokk- Samherjar berjast um sæti á listum Morgunblaðið/Sverrir Þegar litið er yfir þann fjölda, sem nú vonast eftir að ná sæti á listum stjórnmálaflokka um allt land, er ljóst að eftir sem áður feta margir sömu stjórn- málaleiðina og hafa starfað fyrir flokkana á ýms- an hátt áður en þeir huga að þingsetu. En alltaf mæta einhverjir nýir til leiks á stjórnmálasviðinu og að þessu sinni stefna slíkir á toppinn á tveimur listum Samfylkingar; í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Texti | Freysteinn Jóhannsson | freysteinn@mbl.is og Ragnhildur Sverrisdóttir | rsv@mbl.is PENINGAMARKAÐSSJÓÐURINN Markmið Peningamarkaðssjóðsins er að skila jafnri ávöxtun með fjárfestingum í skammtímaverðbréfum. Aðallega er fjárfest í innlánum, skuldabréfum og víxlum skráðum í Kauphöll Íslands. Meðaltími sjóðsins er mjög stuttur, innan við ár og því er ekki að vænta mikilla sveiflna á gengi sjóðsins. Peningamarkaðssjóðurinn skilaði 14,0% nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 1. september–2. október 2006. Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 575 4400 eða kíktu á vefsíðuna okkar www.vsp.is. Engin kaup- eða söluþóknun Peningamarkaðssjóðurinn er rekinn af Rekstrarfélagi Sparisjóðanna hf. Verðbréfaþjónusta Sparisjóðanna hf. er vörsluaðili sjóðsins. Peningamarkaðssjóðurinn er fjárfestingarsjóður sem starfar skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Fjárfestingarsjóður telst vera áhættusamari fjárfesting en verðbréfasjóður skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjóðs er m.a. fólgin í rýmri fjárfestingarheimildum sem geta leitt til minni áhættudreifingar en í verðbréfasjóði. Frekari upplýsingar um sjóðinn má finna í útboðslýsingu og útdrætti útboðslýsingar sem hægt er að nálgast á www.vsp.is F í t o n / S Í A

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.