Morgunblaðið - 15.10.2006, Side 23

Morgunblaðið - 15.10.2006, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 23 voru og þar hafði ég séð hana leika við börnin úti í sandkassa en síðan hafði ég auðvitað séð hana í gervi skrímslisins Silvíu Nætur og vissi því hvaða hæfileikum hún bjó yfir. Eftir að hafa boðið henni í prufu var ljóst að henni var treystandi fyrir hlutverkinu. Þetta var al- gjörlega hárrétt val. Ég er feikilega ánægður með frammistöðu hennar í myndinni og sömuleiðis fannst Arn- aldi góð hugmynd að Ágústa léki Evu Lind.“ Eitt mikilvægt verkefni beið þó Baltasars og Ágústu áður en byrjað var á myndinni. „Við þurftum að má út Silvíu Nótt og það tókst,“ segir Baltasar. Leiklist hefur lengi verið eitt aðaláhugamál Ágústu og því fannst henni hún hafa himin höndum tekið þegar Baltasar bauð henni hlut- verkið. „Ég hef aldrei leikið persónu í líkingu við Evu Lind en ég treysti bara á að Baltasar léti mig vita ef ég stæði mig ekki. Ég ákvað að gera Evu Lind ekki að dæmigerð- um fíkniefnaneytanda, heldur hafa hana svolítið óræða. Hún sýnir því ekki mikil svipbrigði, enda er hún svo týnd að hún veit ekki alveg hver hún er.“ Gastu sótt í eigin reynslu? „Já, já, hafa ekki allir einhvern tímann verið svolítið týndir og átt erfitt með að fóta sig? Ég talaði líka við vinkonu mína sem hefur svipaða reynslu að baki og Eva Lind. Það hjálpaði mér mikið. Í bókinni er aldrei tekið fram hvaða fíkniefni Eva Lind notar, heldur er bara sagt að hún sé í neyslu og að hún geti ekki hætt. Hún reynir að kenna for- eldrum sínum og skilnaði þeirra um hvernig komið er fyrir henni, en það er auðvitað ekki rétt hjá henni. Eva Lind er bara veik. Hún hefur bara enn ekki gert sér grein fyrir því.“ Atriðin þar sem Eva Lind birtist í myndinni eru þónokkur talsins og sum reyndu verulega á Ágústu. Í einu þeirra þurfti hún standa á nærfötunum einum fata úti um miðja nótt. „Það var kalt,“ segir Ágústa brosandi, „en ég er ýmsu vön. Ég var mjög stressuð áður en tökur hófust og ég man að fyrsta daginn fannst mér andrúmsloftið á tökustaðnum svo rólegt. Ég hafði skilað mínu í tveimur atriðum en enginn sagði mér hvernig ég hefði staðið mig. Mig fór því strax að gruna að þetta hefði verið svo hrikalega slæmt að enginn þyrði að segja neitt við mig. Ég fékk svo slæman móral yfir að vera að skemma myndina að ég ákvað að gefa mig á tal við Baltasar og láta hann vita að ef ég stæði mig ekki mætti hann alveg segja það. Þá hló hann og sagðist ekkert vera hrædd- ur við að segja fólki hug sinn og að þetta hefði verið alveg ágætt hjá mér.“ Aðdáendur bóka Arnaldar höfðu skiljanlega mikinn áhuga á því hverjum yrði falið hlutverk Erlends og loks féll það í skaut Ingvari E. Sigurðssyni. Hvernig var að leika á móti jafn reyndum leikara? „Það var merkilega eðlilegt. Ingv- ar er auðvitað frábær leikari auk þess sem hann gefur mikið af sér en það hjálpaði mér ekki síst. Það er svo mikilvægt að ég trúi því sem mótleikarinn minn segir. Þegar það gerist næ ég að gleyma mér og lifa mig betur inn í augnablikið. Þá verða líka galdrar.“ Baltasar finnst mjög ánægjulegt hvað Ingvar og Ágústa náðu vel saman. „Það getur verið erfitt fyrir leikara að leika á móti ólærðu fólki og vondur mótleikur getur sett þá út af laginu en Ingvar var mjög ánægður með að vinna með Ágústu,“ segir Baltasar. Skemmtilegasta atriðið fannst Ágústu þegar hún og fleiri elduðu saman kjötsúpuna sem Eva Lind gefur pabba sínum að borða. „Allir hjálpuðust að við eldamennskuna og fólk átti það til að fá sér dreitil beint úr pottinum. Það var mikil nostalgíustemning yfir þeim degi enda ár og aldir síðan ég hafði borðað kjötsúpu og drukkið mjólk með í ullarsokkum og allt. Það var æðislegt.“ Leikferillinn hófst í Kópavogi Þegar ég spyr Ágústu hvort henni hafi boðist fleiri hlutverk í kvikmyndum svarar hún leyndar- dómsfull: „Jafnvel, en kannski ég eigi eftir að gefa mig meira að tón- list á næstunni. Það er best að ein- beita sér bara að einu í einu. Það er ein stefna tekin í dag og önnur á morgun. Við skulum bara sjá til. Það er svo ótrúlega margt sem mig langar til að gera en hvað það verð- ur veit nú enginn – ekki einu sinni ég.“ Mýrin hefur selst í bílförmum á Íslandi og víðar um heim reyndar. Hvers vegna ætti allt þetta fólk að vilja sjá Mýrina þegar allir vita fyr- ir löngu hver framdi morðið? „Það er allt önnur upplifun að sjá kvikmynd en að lesa bók,“ svarar Ágústa. „Handritið er heldur ekkert alveg eins og bókin og kannski hef- ur endinum líka verið breytt. Kannski er Eva Lind orðin morð- inginn, kannski fer Baltasar á kost- um sem unglingaveikur gotari í kirkjugarðinum í andaglasi á einu leiðanna og kannski opnast himn- arnir og niður hrynja ókeypis plasmasjónvörp, hver veit? Þetta er fokkingbíó!“ Skemmtilegasta kvikmyndin sem Ágústa hefur séð er bandaríska gamanmyndin Night at the Rox- bury en uppáhaldsleikarinn hennar, Will Ferrell, fer þar með annað að- alhlutverka. Síðan er hún líka aðdá- andi spænska kvikmyndaleikstjór- ans Pedros Almodovar. „Annars er ég hrifin af alls konar myndum,“ tekur hún fram. „Ég gleymi þeim reyndar alltaf mjög fljótt.“ Leikferill Ágústu Evu, sem nú er 24 ára, hófst fyrir um það bil fjórum árum þegar vinur hennar fékk hana með sér á æfingu hjá Leikfélagi Kópavogs. Þar fannst Ágústu svo skemmtilegt að hún var þar með annan fótinn í um þrjú ár. Þegar hún kom þangað fyrst stóð fyrir dyrum að æfa leikrit unnið upp úr Grimmsævintýrum í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Þar lék Ágústa Eva nokkur hlutverk, þ.á m. Grétu í ævintýrinu um Hans og Grétu og lötu stúlkuna í samnefndri sögu. Leikfélag Kópavogs sýndi Grimms- ævintýrin á leiklistarhátíð í Litháen og Svíþjóð en á síðarnefnda staðn- um sá Ágústa rússneska sýningu sem opnaði augu hennar fyrir því hvað leikhúsið getur boðið upp á. „Leikflokkurinn hafði sjálfur samið verkið sem var án orða. Þess í stað komu leikararnir sögunni til skila meðal annars með látbragði, skuggamyndum og tónlist. Þessi sýning hitti mig beint í hjartastað.“ Vegur Grimmsævintýranna var allnokkur því Þjóðleikhúsið valdi sýninguna athyglisverðustu áhuga- mannasýninguna það árið og því fékk Leikfélag Kópavogs tækifæri til að sýna hana á Stóra sviðinu. Samt hefur Ágústu aldrei langað til að sækja um inngöngu í leiklist- ardeild Listaháskólans. „Ég hef hreinlega ekki haft tíma til þess en ég hef farið á fjölda leiklistar- námskeiða þar sem ég lærði mjög » Því fleiri bækur sem ég les eftir Arnald því meira finn ég sameiginlegt með okkur Evu Lind.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.