Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 24
daglegt líf 24 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ mikið.“ Komu margir á sýning- arnar hjá Leikfélagi Kópavogs? „Nei, það gat nú einmitt verið svo- lítið sorglegt því margar af bestu leiksýningum sem ég hef séð hafa einmitt verið áhugaleiksýningar og algjör synd hversu fáir fengu að sjá þær. Sumar geta samt auðvitað verið hrikalega vondar en jafnvel það getur líka orðið afbragðs skemmtun. Þá finnur maður fyrir sömu tilfinningu og þegar maður horfir á bresku þættina The Office.“ Hlédrægur fjörkálfur Ágústa Eva ólst upp í Hvera- gerði til 11 ára aldurs. „Þar var gott að búa enda fullt þar af bæj- arfíflum. Ætli ég hafi ekki verið eitt þeirra.“ Foreldrar Ágústu heita Sigurdís Sveinsdóttir, kennari og textíl- hönnuður, og Erlendur Magnús- son, smiður, útskurðarmeistari og myndlistarmaður. Ágústa á fimm systkini. Öll eru þau eldri en hún fyrir utan almannatengilinn Finn- boga sem er árinu yngri. Hin eru: María ferðamálafræðingur, Sveinn tölvunarfræðingur, Eva María, sem býr í Grænlandi, og loks sálfræðineminn Sunna sem býr í Danmörku með syni sínum, Daníel Bjarti. „Ég held mikið upp á Daní- el Bjart. Hann er að verða níu ára og er mikill karakter. Af honum hef ég lært mikið. Við systkinin er- um óvenjusamheldin, að ég held. Við erum góðir vinir og skemmtum okkur gríðarlega vel saman. Við höfum líka svipaðan húmor og er- um þolinmóð hvert við annað. Við höfum náttúrlega haft alla ævina til að kynnast og læra hvert inn á annað og vitum því hvenær við þurfum að sveigja hvert framhjá öðru.“ Æska Ágústu var tiltölulega áhyggjulaus, að dómi hennar sjálfrar. „Við vinir mínir vorum mikið fyrir að hrekkja kennarana en satt best að segja er ég frekar lúmskur hrekkjalómur. Ég safnaði liði í prakkarastrikin og gerði litlar byltingar. Ég skemmti mér sjaldan jafn vel og þegar ég var í miðjum hóp af börnum í algjöru stjórn- leysi. Mér fannst skemmtilegast að leika mér með krökkum sem voru svolítið öðruvísi en aðrir og af þeim var nóg í Hveragerði.“ Ferðamenn sem brugðu sér í sakleysi sínu í Eden fóru ekki var- hluta af uppátektarsemi Ágústu. „Við vinkonurnar héngum stundum við Eden og spýttum klósettpappír í gegnum rör á túristana. Stundum þóttumst við vera örkumla vanvit- ar við rúturnar sem stoppuðu þarna til að farþegarnir gætu fengið sér ís og spjallað við apann skemmtilega sem allir muna eftir.“ Á milli þess sem Ágústa stund- aði hrekki sótti hún sunnudaga- skóla með mömmu sinni og bróður. „Ég vildi miklu frekar hlaupa um salinn en að liggja á bæn. Samt fannst mér gaman að syngja sálm- ana. Við systkinin uxum loks upp úr þeirri vitleysu að mæta í sunnu- dagaskóla og bróðir minn þykist nú ekkert muna eftir þessu tíma- bili í lífi okkar en hvað um það, ég man allavega eftir að hafa sungið Djúp og breið og litað biblíu- myndir.“ Hljómsveitir verða líkast til allt- af svalari en sunnudagaskólar og aðeins sex ára gömul stofnaði Ágústa sitt eigið band. „Við vorum tvær sem tókum að okkur að vera aðalsöngkonur en bakradda- söngkonurnar voru þrjár. Bassa- og gítarleikarinn kunnu hvor um sig þrjú grip og Finnbogi, bróðir minn, spilaði á trommur. Það eina sem við gátum spilað voru fyrstu erindin í Mýrdalssandi með GCD en það kom ekki í veg fyrir að við ákvæðum í þaula hvernig mynd- bandið ætti að vera. Við ætluðum að vera úti í hrauni í steinþvegnum gallafötum.“ Það hefur aldrei farið á milli mála að Ágústa getur sungið en þegar hún er spurð að því hvaða söngkonu hún haldi mest upp á kemur svarið óneitanlega á óvart: „Erlu Þorsteins. Hún er svo ein- læg og syngur svo ótrúlega fallega. Lögin hennar minna mig á ömmu mína og eitthvað fallegt.“ Ágústa heitir einmitt í höfuðið á þessari ömmu sinni, Ágústu Gam- alíelsdóttur. „Við amma eigum margt sameiginlegt. Til dæmis höf- um við sama fatasmekk og þvoum gjarnan þvottinn okkar í hönd- unum. Síðan eigum við það báðar til að vera svolítið þrjóskar, við amma. Það besta við hana er hvað hún er hlý og góð og hefur mikinn húmor. Amma hefur haft mikil áhrif á karakterana sem ég hef leikið, líkt og reyndar fleiri í fjöl- skyldunni, en stundum sat ég með glósubók við eldhúsborðið hjá ömmu og glósaði hjá mér orða- tiltæki sem ullu upp úr henni og frasa sem mér þóttu skondnir. Það getur verið ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með öðrum tala. Sumir bjóða upp á heila leiksýningu. Stundum væri gott að geta haft með sér upptökuvél hvert sem maður færi eða diktafón, eins og ég gerði reyndar stundum.“ Þótt Ágústa væri áberandi á skólaskemmtunum þegar hún var lítil fannst henni samt oft óþægi- legt að koma fram. „Um daginn hitti ég gamla bekkinn minn frá Hveragerði og við horfðum saman á myndbönd frá gömlum bekkjar- kvöldum. Mér fannst ég alveg eins og fífl á þeim því ég var svo feimið barn. Satt best að segja er ég enn mjög feimin. Það er annaðhvort í ökkla eða eyra hjá mér og venju- lega ræðst feimnin af því með hverjum ég er. Ég finn reyndar oftast fyrir sviðsskrekk þegar ég þarf að koma fram. Ætli ég hafi ekki bara lært að fela hann betur með tímanum. Það skemmir heldur ekki að hafa óbilandi trú á því sem maður er að gera, muna af hverju maður er að því og fyrir hvern. Þegar ég gríp í handlegginn á Gauki, vini mínum, [hugmynda- smiðnum á bak við Silvíu Nótt, innsk. blm.] yfirbuguð af stressi og man ekkert hvað ég er að fara að gera brosir hann alltaf og segir: „Njóttu þess bara og það virkar alltaf!“ Ágústa Skúladóttir, sem leik- stýrði Ágústu Evu hjá Leikfélagi Kópavogs, kannast vel við öfg- arnar í fari nöfnu sinnar. „Ágústa getur verið afskaplega hlédræg og hógvær eina stundina en þá næstu leiðir hún heilan hóp fólks í maóra- stríðsdansi svo maður veltir fyrir sér hvernig hún hafi nú farið að þessu. Í raun vefst ekkert fyrir Ágústu Evu. Það er leitun að ann- arri eins hæfileikamanneskju því hún býr yfir svo mikilli breidd. Ágústa er líka afskaplega góð í hugmyndavinnu. Satt best að segja er dásamlegt að leikstýra henni.“ Rótlaus sem reikult þangið Þegar Ágústa var 11 ára ákvað móðir hennar að fara til Noregs og læra þar textílhönnun í eitt ár. „Við bjuggum í skíðabænum Not Odden í suðurhluta Noregs,“ segir Ágústa og fer létt með að bera bæjarnafnið fram með norskum hreim. „Mér fannst ekkert sér- staklega skemmtilegt að búa í Noregi og hafði mikla heimþrá. Þarna var lítið í boði fyrir krakka annað en að henda appelsínum í hús og æfa íþróttir. Bróðir minn varð handboltastjarna og fékk mörg ástarbréf og ástarjátningar í kjölfarið. Ég skellti mér í frjálsar íþróttir og sérhæfði mig í hástökki. Ég æfði stíft í nokkra mánuði en meiddist þá á hné og varð að hætta. Þjálfarinn minn tók af mér hátíðlegt loforð um að ég skyldi samt „aldrei hætta að æfa há- stökk“. Það loforð hef ég nú svikið illilega en aftur á móti hef ég tekið upp þann góða sið að spila badmin- ton. Foreldrar mínir borguðu of- »Ég vissi ekkerthvað ég vildi á þessum tíma. Í raun og veru var ég bara að reyna að finna sjálfa mig. » Allt sem maðurgengur í gegnum hefur tilgang þótt mað- ur geri sér ekki grein fyrir því einmitt á með- an á því stendur. Söngvakeppni Ágústa Eva Er- lendsdóttir og Edgar Smári Atlason í Menntaskólanum í Kópavogi syngja Endless Love í Söngvakeppni framhaldsskól- anna árið 1999. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlédræg og villt Ágústa Eva getur verið hlédræg og hógvær eina stundina og þá næstu leiðir hún heilan hóp fólks í maórastríðsdansi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.